Kennarar greiða atkvæði um verkfall Árni Sæberg skrifar 8. október 2024 14:08 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í dag en ekki er greint frá í hvaða skólum er greitt atkvæði um verkföll. Í tilkynningu á vef KÍ segir að samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hafi ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta ótilgreindum skólum. Ótímabundið í leikskólunum Áformað sé að verkföll í þessum átta skólum hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. Atkvæðagreiðslur um verkföll hafi hafist á hádegi í dag. Aðgerðirnar nái til félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambandsins sem starfa í skólunum átta og taka laun samkvæmt kjarasamningum KÍ. Atkvæðagreiðslurnar standi til hádegis á fimmtudag, 10. október. Næsti fundur á morgun Kjaradeila aðildarfélaga KÍ sem semja við sveitarfélögin liggi á borði ríkissáttasemjara. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi vísað deilunni til embættis ríkissáttasemjara 24. september síðastliðinn. Kjarasamningar aðildarfélaganna sem semja við sveitarfélögin hafi runnið út 31. maí síðastliðinn. Félög framhaldsskólans, FF og FS, hafi vísað sinni kjaradeilu til ríkissáttasemjara 26. september síðastliðinn en þeirra samningsaðili sé ríkið. FF og FS hafi verið samningslaus síðan 31. mars síðastliðinn. Aðildarfélög Kennarasambandsins hafi skipað eina viðræðunefnd. Viðræðunefndin sé skipuð formönnum aðildarfélaga KÍ ásamt formanni Kennarasambandsins. Ríkissáttasemjari hafi boðað samningsaðila til fundar í gær. Næsti fundur hafi verið boðaður á morgun. Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Stéttarfélög Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Í tilkynningu á vef KÍ segir að samninganefndir Félags framhaldsskólakennara (FF), Félags grunnskólakennara (FG), Félags leikskólakennara (FL), Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hafi ákveðið að hefja atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla í átta ótilgreindum skólum. Ótímabundið í leikskólunum Áformað sé að verkföll í þessum átta skólum hefjist á miðnætti 29. október næstkomandi, eða klukkan 00:01. Verkföll verði tímabundin í grunnskólunum og í framhaldsskólanum en í leikskólum verði boðað til ótímabundinna verkfalla. Atkvæðagreiðslur um verkföll hafi hafist á hádegi í dag. Aðgerðirnar nái til félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambandsins sem starfa í skólunum átta og taka laun samkvæmt kjarasamningum KÍ. Atkvæðagreiðslurnar standi til hádegis á fimmtudag, 10. október. Næsti fundur á morgun Kjaradeila aðildarfélaga KÍ sem semja við sveitarfélögin liggi á borði ríkissáttasemjara. Samband íslenskra sveitarfélaga hafi vísað deilunni til embættis ríkissáttasemjara 24. september síðastliðinn. Kjarasamningar aðildarfélaganna sem semja við sveitarfélögin hafi runnið út 31. maí síðastliðinn. Félög framhaldsskólans, FF og FS, hafi vísað sinni kjaradeilu til ríkissáttasemjara 26. september síðastliðinn en þeirra samningsaðili sé ríkið. FF og FS hafi verið samningslaus síðan 31. mars síðastliðinn. Aðildarfélög Kennarasambandsins hafi skipað eina viðræðunefnd. Viðræðunefndin sé skipuð formönnum aðildarfélaga KÍ ásamt formanni Kennarasambandsins. Ríkissáttasemjari hafi boðað samningsaðila til fundar í gær. Næsti fundur hafi verið boðaður á morgun. Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu hvaða skóla er um að ræða þar sem greidd verða atkvæði um verkfall? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Stéttarfélög Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira