„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 8. október 2024 12:20 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir órætt hvenær kosningar fari fram á næsta ári. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. „Ég hef alltaf litið þannig á að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Það má segja að það sé einhver áhorfsmunur hvort ríkisstjórn starfar fram í lok sumars eða kýs snemmsumars. En þetta er bara órætt okkar á milli,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Landsfundur Vinstri grænna samþykkti ályktun um helgina sem kveður á um að æskilegt væri að ganga til kosninga í vor. Í ályktuninni segir jafnframt að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu framundan. Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telji landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem blasa við á félagslegum grunni. Mætti ekki bíða ef erindið væri ekkert Bjarni segir að þeir sem kalla eftir vorkosningum þurfi að tala skýrt um það hvers vegna kjósa ætti að vori. Hann hafi heyrt að það sé góður taktur í því fyrir stjórnmálin í landinu að setja saman fjárlög að hausti og svo framvegis og þess vegna sé ekki heppilegt að kjósa að hausti. „Þetta geta alveg verið rök fyrir því að hafa vorkosningar eins og við erum vön á Íslandi til langs tíma. En hins vegar, ef menn telja að það sé orðið tímabært að kjósa vegna þess að menn hafi lokið erindi sínu, þá má það ekki bíða of lengi og þetta er kjarnaatriði málsins. Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman.“ Óskýr skilaboð Bjarni segir það óskýr skilaboð að landsfundurinn gefi það undir fótinn að það sé komið gott af ríkisstjórnarsamstarfinu en velja svo tíma eftir marga mánuði til að ganga til kosninga. „Mér finnst það ekki ríma mjög vel saman.“ „Mín sýn er einfaldlega að þessi ríkisstjórn hafi skyldu til að vinna af fullum krafti alla daga að framfaramálum fyrir þjóð sína. Ef hún hefur ekki lengur burði til þess á hún að hætta og kjörtímabilinu lýkur í september.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. 7. október 2024 09:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Ég hef alltaf litið þannig á að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Það má segja að það sé einhver áhorfsmunur hvort ríkisstjórn starfar fram í lok sumars eða kýs snemmsumars. En þetta er bara órætt okkar á milli,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Landsfundur Vinstri grænna samþykkti ályktun um helgina sem kveður á um að æskilegt væri að ganga til kosninga í vor. Í ályktuninni segir jafnframt að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu framundan. Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telji landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem blasa við á félagslegum grunni. Mætti ekki bíða ef erindið væri ekkert Bjarni segir að þeir sem kalla eftir vorkosningum þurfi að tala skýrt um það hvers vegna kjósa ætti að vori. Hann hafi heyrt að það sé góður taktur í því fyrir stjórnmálin í landinu að setja saman fjárlög að hausti og svo framvegis og þess vegna sé ekki heppilegt að kjósa að hausti. „Þetta geta alveg verið rök fyrir því að hafa vorkosningar eins og við erum vön á Íslandi til langs tíma. En hins vegar, ef menn telja að það sé orðið tímabært að kjósa vegna þess að menn hafi lokið erindi sínu, þá má það ekki bíða of lengi og þetta er kjarnaatriði málsins. Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman.“ Óskýr skilaboð Bjarni segir það óskýr skilaboð að landsfundurinn gefi það undir fótinn að það sé komið gott af ríkisstjórnarsamstarfinu en velja svo tíma eftir marga mánuði til að ganga til kosninga. „Mér finnst það ekki ríma mjög vel saman.“ „Mín sýn er einfaldlega að þessi ríkisstjórn hafi skyldu til að vinna af fullum krafti alla daga að framfaramálum fyrir þjóð sína. Ef hún hefur ekki lengur burði til þess á hún að hætta og kjörtímabilinu lýkur í september.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. 7. október 2024 09:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23
Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. 7. október 2024 09:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent