Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 10:14 Konungshjónin virtust skemmta sér í heimsókn sinni í Jónshúsið. Vísir/Elín Margrét Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. „Þetta hefur þá þýðingu að nú hefur fólk allt í einu áhuga á þessu húsi. Fólk hjólar og keyrir hérna framhjá og fáir vita hvað hér er. Það er fáni og allt á íslensku,“ segir Halla. Eftir heimsóknina gefist tækifæri á að sýna almenningi húsið og fyrir hvað það stendur. Mary drottning, Friðrik X konungur, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eiginmaður Höllu. Myndin er tekin í Amalíuborgarkastala í Kaupmannahöfn.Vísir/AP Í heimsókn sinni fá konungs- og forsetahjónin kynningu frá íslenskum konum í danska atvinnulífinu. Eftir það fá hjónin svo kynningu á heimili Ingibjargar og Jóns. „Það er þess vegna sem við erum í þessu húsi. Hér bjó Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir,“ segir Halla. Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss segir heimsóknina sögulega.Stöð 2 Á meðan þau eru uppi verður salnum breytt í veitingastað og gestum svo boðið upp á danskan „frokost“ þar sem verður boðið upp á smörrebröd með íslenskum lax og lambakjöti. Eftir það verður boðið upp á kaffi og makkarónur úr bakaríi sem rekið er af Íslendingum í Kaupmannahöfn. Að því loknu kemur karlakórinn Hafnarbræður og syngur eitt lag. Forseta- og konungshjónin ásamt fleiri gestum í Jónshúsi í dag.Vísir/Elín Margrét Hjónin fóru að borgarvirkinu, Kastellet, og lögðu blóm að minnisvarða.Vísir/AP Fyrsta ríkisheimsóknin Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Eftir móttökuna á bryggjunni fara þau með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Utanríkismál Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
„Þetta hefur þá þýðingu að nú hefur fólk allt í einu áhuga á þessu húsi. Fólk hjólar og keyrir hérna framhjá og fáir vita hvað hér er. Það er fáni og allt á íslensku,“ segir Halla. Eftir heimsóknina gefist tækifæri á að sýna almenningi húsið og fyrir hvað það stendur. Mary drottning, Friðrik X konungur, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason eiginmaður Höllu. Myndin er tekin í Amalíuborgarkastala í Kaupmannahöfn.Vísir/AP Í heimsókn sinni fá konungs- og forsetahjónin kynningu frá íslenskum konum í danska atvinnulífinu. Eftir það fá hjónin svo kynningu á heimili Ingibjargar og Jóns. „Það er þess vegna sem við erum í þessu húsi. Hér bjó Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir,“ segir Halla. Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss segir heimsóknina sögulega.Stöð 2 Á meðan þau eru uppi verður salnum breytt í veitingastað og gestum svo boðið upp á danskan „frokost“ þar sem verður boðið upp á smörrebröd með íslenskum lax og lambakjöti. Eftir það verður boðið upp á kaffi og makkarónur úr bakaríi sem rekið er af Íslendingum í Kaupmannahöfn. Að því loknu kemur karlakórinn Hafnarbræður og syngur eitt lag. Forseta- og konungshjónin ásamt fleiri gestum í Jónshúsi í dag.Vísir/Elín Margrét Hjónin fóru að borgarvirkinu, Kastellet, og lögðu blóm að minnisvarða.Vísir/AP Fyrsta ríkisheimsóknin Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Eftir móttökuna á bryggjunni fara þau með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða.
Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Utanríkismál Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takti við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01