Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2024 21:33 Ukrainian servicemen examine fragments of a Russian military plane that was shot down, on the outskirts of Kostyantynivka, a near-front line city in the Donetsk region, Ukraine, Saturday, Oct. 5, 2024. (Iryna Rybakova via AP) Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum um helgina sýndi þotunni flogið beint á eftir drónanum nærri Chasiv Yar í austurhluta Úkraínu, þegar flugskeyti var skotið úr þotunni af stuttu færi. Dróninn féll logandi til jarðar á yfirráðasvæði Úkraínumanna. Um er að ræða dróna af gerðinni S-70, eða Okhotnik, en talið er að örfáir slíkir hafi verið framleiddir. Rússar hafa um nokkuð skeið notað annars konar dróna, sem eru ekki búnir tækni sem gerir erfiðara að sjá þá á ratsjám og nota hefðbundna hreyfla í stað þotuhreyfla, til þess að varpa svifsprengjum á Úkraínu en Forbes segir Úkraínumenn hafa skotið að minnsta kosti sjö slíka niður. Vitað er til þess að tveir S-70 drónar hafi verið framleiddir en rússneskir herbloggarar segja þennan sem skotinn var niður vera nýjan. Það hefur ekki verið staðfest. So, this looks like Russians downing their newest Sukhoi S-70 Okhotnik heavy drone near Chasiv Yar. pic.twitter.com/haVf4aU6y4— Illia Ponomarenko 🇺🇦 (@IAPonomarenko) October 5, 2024 Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Sprengjurnar geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einni árás. Sjá einnig: Versnandi ástand í Pokrovsk Líkur hafa verið leiddar að því að um tilraunaflug hafi verið að ræða og að Rússar hafi misst stjórn á drónanum. Því hafi ákvörðun verið tekin um að skjóta hann niður og reyna að koma þannig í veg fyrir að viðkvæm og mögulega leynileg tækni lenti í höndum Úkraínumanna og bakhjarla þeirra á Vesturlöndum. Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa farið hratt yfir brakið og flutt mikið af því á brott. Svifsprengjur fundust á brakinu, samkvæmt frétt TWZ. Russia’s S-70 Hunter Drone Was Armed When Shot Down By Friendly Fighter Over UkraineEvidence from the crash site points to the flying wing drone having flown a combat test mission with glide bombs.Story: https://t.co/7jZ9PMMwHu— Tyler Rogoway (@Aviation_Intel) October 7, 2024 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. 7. október 2024 14:16 Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum um helgina sýndi þotunni flogið beint á eftir drónanum nærri Chasiv Yar í austurhluta Úkraínu, þegar flugskeyti var skotið úr þotunni af stuttu færi. Dróninn féll logandi til jarðar á yfirráðasvæði Úkraínumanna. Um er að ræða dróna af gerðinni S-70, eða Okhotnik, en talið er að örfáir slíkir hafi verið framleiddir. Rússar hafa um nokkuð skeið notað annars konar dróna, sem eru ekki búnir tækni sem gerir erfiðara að sjá þá á ratsjám og nota hefðbundna hreyfla í stað þotuhreyfla, til þess að varpa svifsprengjum á Úkraínu en Forbes segir Úkraínumenn hafa skotið að minnsta kosti sjö slíka niður. Vitað er til þess að tveir S-70 drónar hafi verið framleiddir en rússneskir herbloggarar segja þennan sem skotinn var niður vera nýjan. Það hefur ekki verið staðfest. So, this looks like Russians downing their newest Sukhoi S-70 Okhotnik heavy drone near Chasiv Yar. pic.twitter.com/haVf4aU6y4— Illia Ponomarenko 🇺🇦 (@IAPonomarenko) October 5, 2024 Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Sprengjurnar geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einni árás. Sjá einnig: Versnandi ástand í Pokrovsk Líkur hafa verið leiddar að því að um tilraunaflug hafi verið að ræða og að Rússar hafi misst stjórn á drónanum. Því hafi ákvörðun verið tekin um að skjóta hann niður og reyna að koma þannig í veg fyrir að viðkvæm og mögulega leynileg tækni lenti í höndum Úkraínumanna og bakhjarla þeirra á Vesturlöndum. Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa farið hratt yfir brakið og flutt mikið af því á brott. Svifsprengjur fundust á brakinu, samkvæmt frétt TWZ. Russia’s S-70 Hunter Drone Was Armed When Shot Down By Friendly Fighter Over UkraineEvidence from the crash site points to the flying wing drone having flown a combat test mission with glide bombs.Story: https://t.co/7jZ9PMMwHu— Tyler Rogoway (@Aviation_Intel) October 7, 2024
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. 7. október 2024 14:16 Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. 7. október 2024 14:16
Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13