Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 16:00 Bifhjólið var af gerðinni Harley Davidson. RNSA Banaslys sem varð á Laugarvatnsvegi sumarið 2023 orsakaðist af því að bifhjólamaður missti stjórn á bifhjólinu þegar það fór að skjálfa og skakast á veginum. Þá var hann með ófullnægjandi hjálm og boltar í stýri hjólsins voru lausir. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar slysið varð hafi Harley Davidson bifhjóli verið ekið Laugarvatnsveg til norðurs í átt að Laugarvatni. Um 850 metra norðan við gatnamót Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar hafi bifhjólinu verið ekið fram úr bifreið með hjólhýsi í drætti. Framúraksturinn hafi farið fram í mjúkri vinstri beygju niður aflíðandi brekku. Í framúrakstrinum hafi skjálfti hafist í hjólinu. Þegar ökumaðurinn var kominn fram úr bifreiðinni hafi hann náð að færa sig inn á rétta akrein en misst svo bifhjólið hægra megin út fyrir slitlag vegarins. Eftir 27 metra í lausamöl í vegarkantinum hafi bifhjólið farið út fyrir veg og endastungist 59 metra. Átta sjáanlegar ákomur hafi verið á jarðvegi. Bifhjólið hafi stöðvast 23 metra frá veginum. Ökumaðurinn hafi hafnað átta metra frá vegarkanti og í 41 metra fjarlægð frá þeim stað sem hjólið byrjaði að endastingast. Heildarlengd vettvangs hafi verið 86 metrar. Brak úr hjólinu og annar búnaður hafi verið dreifður um slysstaðinn. Ökumaður bifhjólsins hafi látist á slysstað vegna fjöláverka, þar á meðal á höfði. Hjálmurinn brotnaði Í skýrslunni segir að hjálmur ökumanns bifhjólsins hafi ekki verið CE merktur, sem er yfirlýsing ábyrgðaraðila um að viðkomandi vara uppfylli grunnkröfur þeirra Evróputilskipana sem um viðkomandi vöru kunna að gilda. Hjálmurinn, sem ekki hafi verið viðurkenndur sem hlífðarhjálmur á Íslandi, hafi verið opinn með flísfóðringu að innan, hökuól og án allra merkinga. Við slysið hafi hjálmurinn brotnað hægra megin. Hökuólin hægra megin hafi losnað og plastsmellufesting á hökuól brotnað. Hjálmurinn hafi losnað af ökumanninum í slysinu. Hjálmurinn brotnaði og hökuólin slitnaði.RNSA Ökumaðurinn hafi verið klæddur í hettupeysu, hannaða sem mótorhjólafatnað, með olnboga- og axlarhlífum og hún hafi verið CE merkt. Einnig hann veriðklæddur í þykkt leðurvesti yfir hettupeysuna og með nýrnabelti innanklæða. Hann hafi verið í gallabuxum, strigaskóm og með hanska frá mótorhjólaframleiðanda. Byrjaði að skakast í framúrakstri Í skýrslunni segir að að sögn vitnis, sem hafi ekið á eftir bifhjólinu, hafi því verið ekið í nokkra stund á eftir bifreið með hjólhýsi í eftirdragi. Þegar aðstæður og merkingar á vegi heimiluðu, hafi ökumaður bifhjólsins hafið framúrakstur í langri vinstri beygju. Samkvæmt vitninu hafi sláttur hafist í hjólinu framarlega við stýrið þegar framúrakstrinum var að ljúka og hristingurinn borist aftur eftir hjólinu. Ökumaðurinn hafi náð að halda hjólinu í vegkantinum í talsverðan tíma áður en það fór út fyrir veginn. Að sögn ökumanns bifreiðarinnar, sem bifhjólinu var ekið fram úr, hafi hjólið byrjað að skjálfa og skakast til þegar því var ekið aftur inn á réttan vegarhelming. Ökumaður bifhjólsins hafi misst bifhjólið út í lausmöl utan bundna slitlagsins og hjólið emdastungist þegar það fór út fyrir veg. Slíkur skjálfti og skak geti myndast þegar einn eða fleiri af eftirfarandi þáttum eru til staðar; hjólbarðar eru slitnir, misslitnir og/eða í þeim rangur loftþrýstingur, slit er í legum eins og stýriseða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli, hleðsla þess og festing farangurs er ójöfn, inngjöf og ójöfnur, hjólför og holur á vegi. Vegalengdin frá því ökumaðurinn missti hjólið út í lausamöl og þar sem það stöðvaðist hafi verið 85 metrar. Svo virðist sem að skjálftinn hafi byrjað í eða við lok framúrakstursins og haldið áfram með þeim afleiðingum að ökumaður missti hjólið út fyrir veg. Vegflái hafi fljótlega tekið við þegar malaryfirborði vegaxlar sleppti. Var á allt að 119 kílómetra hraða Þá segir að samkvæmt vitnisburði ökumannsins, sem ekið var framúr, hafi hann ekið á 90 kílómetra hraða þegar bifhjólið tók fram úr honum. Samkvæmt útreikningi á slysaferli hafi ætlaður hraði hjólsins þegar það fór út í vegkantinn verið 111 kílómetrar, en mögulegur hraði hafi verið á bilinu 102 kílómetrar til 119 kílómetra á klukkustund. Lausir boltar í stýri og ójafn loftþrýstingur Í skýrslunni segir að tæknirannsókn hafi verið gerð á bifhjólinu. Hjólbarðar hjólsins hafi verið misstórir, en munurinn ekki svo mikill að máli skipti. Loftþrýstingur í þeim hafi aftur á móti verið misjafn og undir tilmælum framleiðanda í báðum tilfellum. Þá hafi komið í ljós að boltar sem festu stýri við gaffal vinstra megin hafi verið lausir og gætu myndað slag í stýrinu. Skipt hefði verið um stýri á hjólinu og sett hærra stýri en upprunalega. Ástand hjólsins hafi að öðru leyti verið gott, ekki hafi verið að finna slit eða slag í hjólalegum eða stýrislegu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að meginorsök slyssins hafi verið slag og skak í bifhjólinu, sem varð til þess að ökumaðurinn missti stjórn á því. Aðrar orsakir hafi verið ófullnægjandi hjálmur, of lítill loftþrýstingur, lausir boltar í stýri og ökuhraði. Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar slysið varð hafi Harley Davidson bifhjóli verið ekið Laugarvatnsveg til norðurs í átt að Laugarvatni. Um 850 metra norðan við gatnamót Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar hafi bifhjólinu verið ekið fram úr bifreið með hjólhýsi í drætti. Framúraksturinn hafi farið fram í mjúkri vinstri beygju niður aflíðandi brekku. Í framúrakstrinum hafi skjálfti hafist í hjólinu. Þegar ökumaðurinn var kominn fram úr bifreiðinni hafi hann náð að færa sig inn á rétta akrein en misst svo bifhjólið hægra megin út fyrir slitlag vegarins. Eftir 27 metra í lausamöl í vegarkantinum hafi bifhjólið farið út fyrir veg og endastungist 59 metra. Átta sjáanlegar ákomur hafi verið á jarðvegi. Bifhjólið hafi stöðvast 23 metra frá veginum. Ökumaðurinn hafi hafnað átta metra frá vegarkanti og í 41 metra fjarlægð frá þeim stað sem hjólið byrjaði að endastingast. Heildarlengd vettvangs hafi verið 86 metrar. Brak úr hjólinu og annar búnaður hafi verið dreifður um slysstaðinn. Ökumaður bifhjólsins hafi látist á slysstað vegna fjöláverka, þar á meðal á höfði. Hjálmurinn brotnaði Í skýrslunni segir að hjálmur ökumanns bifhjólsins hafi ekki verið CE merktur, sem er yfirlýsing ábyrgðaraðila um að viðkomandi vara uppfylli grunnkröfur þeirra Evróputilskipana sem um viðkomandi vöru kunna að gilda. Hjálmurinn, sem ekki hafi verið viðurkenndur sem hlífðarhjálmur á Íslandi, hafi verið opinn með flísfóðringu að innan, hökuól og án allra merkinga. Við slysið hafi hjálmurinn brotnað hægra megin. Hökuólin hægra megin hafi losnað og plastsmellufesting á hökuól brotnað. Hjálmurinn hafi losnað af ökumanninum í slysinu. Hjálmurinn brotnaði og hökuólin slitnaði.RNSA Ökumaðurinn hafi verið klæddur í hettupeysu, hannaða sem mótorhjólafatnað, með olnboga- og axlarhlífum og hún hafi verið CE merkt. Einnig hann veriðklæddur í þykkt leðurvesti yfir hettupeysuna og með nýrnabelti innanklæða. Hann hafi verið í gallabuxum, strigaskóm og með hanska frá mótorhjólaframleiðanda. Byrjaði að skakast í framúrakstri Í skýrslunni segir að að sögn vitnis, sem hafi ekið á eftir bifhjólinu, hafi því verið ekið í nokkra stund á eftir bifreið með hjólhýsi í eftirdragi. Þegar aðstæður og merkingar á vegi heimiluðu, hafi ökumaður bifhjólsins hafið framúrakstur í langri vinstri beygju. Samkvæmt vitninu hafi sláttur hafist í hjólinu framarlega við stýrið þegar framúrakstrinum var að ljúka og hristingurinn borist aftur eftir hjólinu. Ökumaðurinn hafi náð að halda hjólinu í vegkantinum í talsverðan tíma áður en það fór út fyrir veginn. Að sögn ökumanns bifreiðarinnar, sem bifhjólinu var ekið fram úr, hafi hjólið byrjað að skjálfa og skakast til þegar því var ekið aftur inn á réttan vegarhelming. Ökumaður bifhjólsins hafi misst bifhjólið út í lausmöl utan bundna slitlagsins og hjólið emdastungist þegar það fór út fyrir veg. Slíkur skjálfti og skak geti myndast þegar einn eða fleiri af eftirfarandi þáttum eru til staðar; hjólbarðar eru slitnir, misslitnir og/eða í þeim rangur loftþrýstingur, slit er í legum eins og stýriseða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli, hleðsla þess og festing farangurs er ójöfn, inngjöf og ójöfnur, hjólför og holur á vegi. Vegalengdin frá því ökumaðurinn missti hjólið út í lausamöl og þar sem það stöðvaðist hafi verið 85 metrar. Svo virðist sem að skjálftinn hafi byrjað í eða við lok framúrakstursins og haldið áfram með þeim afleiðingum að ökumaður missti hjólið út fyrir veg. Vegflái hafi fljótlega tekið við þegar malaryfirborði vegaxlar sleppti. Var á allt að 119 kílómetra hraða Þá segir að samkvæmt vitnisburði ökumannsins, sem ekið var framúr, hafi hann ekið á 90 kílómetra hraða þegar bifhjólið tók fram úr honum. Samkvæmt útreikningi á slysaferli hafi ætlaður hraði hjólsins þegar það fór út í vegkantinn verið 111 kílómetrar, en mögulegur hraði hafi verið á bilinu 102 kílómetrar til 119 kílómetra á klukkustund. Lausir boltar í stýri og ójafn loftþrýstingur Í skýrslunni segir að tæknirannsókn hafi verið gerð á bifhjólinu. Hjólbarðar hjólsins hafi verið misstórir, en munurinn ekki svo mikill að máli skipti. Loftþrýstingur í þeim hafi aftur á móti verið misjafn og undir tilmælum framleiðanda í báðum tilfellum. Þá hafi komið í ljós að boltar sem festu stýri við gaffal vinstra megin hafi verið lausir og gætu myndað slag í stýrinu. Skipt hefði verið um stýri á hjólinu og sett hærra stýri en upprunalega. Ástand hjólsins hafi að öðru leyti verið gott, ekki hafi verið að finna slit eða slag í hjólalegum eða stýrislegu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að meginorsök slyssins hafi verið slag og skak í bifhjólinu, sem varð til þess að ökumaðurinn missti stjórn á því. Aðrar orsakir hafi verið ófullnægjandi hjálmur, of lítill loftþrýstingur, lausir boltar í stýri og ökuhraði.
Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira