Innlent

Svan­dís ræðir við hina formennina og ár af á­tökum fyrir botni Mið­jarðar­hafs

Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Svandís Svavarsdóttir, nýr formaður Vinstri grænna, ætlar að ræða við formenn hinna ríkisstjórnarflokkanna vegna ályktunar sem samþykkt var á landsfundi VG um helgina. Afstaða landsfundar er sú að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og kjósa eigi í vor. 

Rætt verður við Svandísi í hádegisfréttum og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins bregst við.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa fylgt eftir ábendingum um aðkomu skipulagðrar glæpastarfsemi að andláti tíu ára stúlku, sem fannst við Krýsuvíkurveg 15. september síðastliðinn. 

Eitt ár er liðið frá hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Hátt í fimmtíu þúsund hafa fallið í árasum Ísrael á Gasa síðan þá og tæplega 100 þúsund særst. Íslenskir stúdentar gengu út úr kennslustundum á tólfta tímanum til að mótmæla aðgerðaleysi í málum Palestínu. Fórnarlamba átakanna er minnst um allan heim í dag. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×