Palestína, háskólar og (af)nýlenduvædd rými Jovana Pavlović skrifar 7. október 2024 11:31 Ísraelsríki heldur áfram að stunda nýlenduhyggju (e. Colonialism) í Palestínu, meðal annars með þjóðarmorði á Gaza og nú með sprengjuregni og innrás í Líbanon. Háskólar á Vesturlöndum hafa fordæmt innrás Rússlands í Úkraínu. Við sjáum einnig hvernig háskólarými eru örugg rými (e. spaces) fyrir allt tal og gagnrýni á innrásina í Úkraínu. Meðal annars er lesefni um Úkraínustríðið mjög sýnilegt þegar labbað er um í bóksölu sem er partur af rými Háskóla Íslands. Þar hefur verið gnægð af gagnrýnum bókum um Rússland Vladímir Pútins. Einnig hafa háskólayfirvöld og fræðasamfélagið á Vesturlöndum fordæmt stríðsrekstur Rússlands, og allt samstarf við stofnanir og háskóla í Rússlandi hafa verið sett á ís í Háskóla Íslands. Nú hafa viðbrögð HÍ og þá sérstaklega háskólayfirvalda ekki verið þau sömu. Í samfélaginu okkar grundvallast þekking, listir og fjölmiðlar af ríkjandi Evrópuhverfu og nýlenduhugafari (e. colonial mentality). Slíkt umhverfi samþykkir ekki jafn mikla gagnrýni á nýlenduhyggju og þjóðarmorð þegar Ísrael á í hlut og það sem ég á hér við með nýlenduvæddum rýmum. Nýlenduvædd rými og hugarfar Nýlenduvædd rými (e. Colonial spaces) eru rými og umhverfi í samfélögum okkar þar sem að ríkjandi og viðunandi viðhorf einkennast af nýlenduhugarfari; rými þar sem að orðræða, þekking „sannleikur“ samþykkir vestrænan raunveruleika . Eins og umræða í kennslustofu þar sem að „átök“ og „innrás“ eru notuð til að tala um nýlenduhyggju og þjóðarmorð í Palestínu. Þannig er raunveruleikinn „okkar“ innrás eða átök en „þeirra“ (e. the other) nýlenduhyggja og þjóðarmorð. Það er útilokun á „annarra“ upplifun og rauveruleika. Nýlenduvædd rými geta líka verið námskrár og bókasöfn þar sem að sjónarhorn, orðræða og „sannleikur“ ríkjandi lesefnis er evrócentrískt og „hvítt“ eða háskólayfirvöld sem kalla þjóðarmorð og nýlendustefnu „pólítískt álitamál“. Afnýlenduvædd rými (e. decolonising spaces) eru þá rými sem skora slíkt hugarfar á hólm, gera sér grein fyrir og samþykkja aðra raunveruleika og upplifanir umfram hina vestrænu; skoðanir viðhorf, þekkingar (e. epistemologies) og „sannleika“. Hópurinn „Háskólafólk fyrir Palestínu“ hefur verið mjög sýnilegur og mikilvægur í sinni baráttu fyrir frjálsri Palestínu. Fjöldi mótmæla hafa einnig átt sér stað vegna aðgerða– og afstöðuleysis íslenskra stjórnvalda vegna þjóðarmorðs í Palestínu. Ísland viðurkenndi sjálfstæði og fullveldi Palestínu árið 2011, og var fyrsta vestræna ríkið til að gera slíkt. Þótt það sé frelsi í samfélaginu til að gagnrýna þjóðarmorðið í Palestínu, hvort sem það er í formi mótmæla eða skrifa, velti ég því fyrir mér hvernig þessir hlutir fléttast saman við hið samþykkta norm samfélagsins almennt. Samfélagsnormið Þá á ég við hvernig viðurkenning sjálfstæðis og fullveldis Palestínu, eða yfirlýsing háskólastarfsmanna, verður þegar öllu er á botninn hvolft ekkert annað en táknrænn þáttur þar sem hið ríkjandi samfélagsnorm einkennist af nýlenduvæddum rýmum og hugarfari. Þetta birtist okkur bersýnilega í aðgerðar– og afstöðuleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart nýlendustefnu og þjóðarmorði, samtímis og þau vitna samt oft í þann „sögulega“ atburð að Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði Palestínu – á meðan er verið að þurrka þessa sömu þjóð út af landakortinu. Í grein sem birtist á Vísí í maí á þessu ári „Siðferðisleg heilindi Háskóla Íslands á tímum þjóðarmorðs“ gagnrýnir hópurinn „Háskólafólk fyrir Palestínu“ málflutning og stefnu stjórnenda við Háskóla Íslands þar sem að Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands hefur kallað þjóðarmorðið „pólítískt álitamál“. Slík afstaða er dæmi um að Háskóli Íslands og rými þess einkennist af nýlenduvæddu umhverfi og hugarfari. Nýlenduvædd rými og hugafar birtast einnig í svari Bjarna Benediktssonar þáverandi utanríkisráðherra, að áras á Jabalia-flóttamannabúðirnar hafi verið „stríð gegn hryðjuverkamönnum“ og ætti að nálgast atburðinn þannig. Við sáum það líka skýrt hversu erfitt það var fyrir forsetaframbjóðendur síðastliðið vor að nefna orðið þjóðarmorð eða nýlenduhyggju í samhengi við Palestínu, og hvort og hvernig slík afstaða og hugtakanotkun myndi hafa áhrif á þeirra kjör eða jafnvel hagsmuni Íslands almennt. Ég velti því auk þess fyrir mér hvort að akademískir starfsmenn sem starfa við Háskóla Íslands sem hafa skrifað undir yfirlýsingu til stuðnings Palestínu átti sig á því að þeir geta gert meira fyrir málefni Palestinu, eins t.d með því að við myndum öll auka meðvitund okkar um það hvernig bókasöfn, kennslustofur og námskrár geta verið nýlenduvædd rými. Þekking og veruháttur sem nýlenduhyggja Lengi var það til dæmis talið „vísindalegur sannleikur“ að kynþættir væru staðreynd. Þessar hugmyndir hafa síðan verið notaðar til að réttlæta yfirráð „hvíta mannsins“ á öðrum menningarhópum, bæði í fortíð og í nútíð. Kynþáttaflokkanir voru í gruninn byggðar á hugmyndinni um „okkur“ og „hina“ til að réttlæta nýlendustefnu, rétt eins og áframhaldandi nýlendustefna og útþensla Ísraels í Palestínu. Ég tel það vera gríðarlega í mikilvægt í allri umræðunni um Palestínu og háskóla, ekki einungis háskólayfirvalda heldur líka að fræðasamfélagið átti sig á sínu hlutverki. Fræðafólk býr yfir ákveðnu yfirvaldi (e. authority) til að skapa þekkingu sem samfélagið í heild sinni ber traust til - ekki bara fjölmiðlar heldur almenningur sem kýs fyrst og fremst að sækja sér þekkingu í háskólum. Grein: „Decolonizing Higher Education“: https://academic.oup.com/jope/article/58/2-3/227/7250434 Í skrifum sínum notar norski fræðimaðurinn Johan Galtung hugtakið „kerfisbundið ofbeldi“ til að lýsa valdastrúkturum byggða á miklu misrétti. Með kerfisbundnu ofbeldi á ég hér hvernig hið ríkjandi samfélagsnorm einkennist evrópuhverfu; nýlenduhugarfari og nýlenduvæddum rými. Ég á við þekkingar- og verufræðilega útilokun (e. epistemic and ontological exclusion) sem birtist t.d í því að reynsluheimar og upplifanir ákveðinna hópa sem ógna norminu eru kerfisbundið útilokaðir, og þegar hin ríkjandi orðræða skapar hóp sem „fjarlægan“ á grundvelli afmennskuvæðingar. Fræðafólk sem og fjölmiðlar eða háskólayfirvöld í okkar heimshluta verða að átta sig á því að orðræða, hugtakanotkun, afstaða og framsetning gerir okkur samsek á áframhaldandi þjóðarmorði. Það skiptir því miklu máli að við gerum okkur öll grein fyrir því að nýlenduhyggja er ekki bara landnámnýlendustefna eða þjóðarmorð, heldur líka orðræða - þekking. Ísraelsríki er kannski sýnilegur gerandi sem stundar ofbeldi, en valdastrúktúr samfélagsins okkar sem grundvallast af ríkjandi evrópuhverfu og nýlenduhugarfari er ósýnilegur gerandi í að viðhalda kerfi og þekkingu (kerfisbundið ofbeldi) sem veldur og normalíserar landránsnýlendustefnu og þjóðarmorð. „En þegar að kerfisbundið ofbeldi á í hlut að þá er enginn (sýnilegur) gerandi, hverjum er þá um að kenna? Hver ber ábyrgð á ofbeldinu“ ? Spurði Galtung. Svarið er: Við gerum það öll. Að skora nýlenduhugarfar á hólm og að afnýlenduvæða rýmin í samfélaginu okkar er samfélagsleg ábyrgð. En spurningin er alltaf hver á að byrja? Hvaðan á breytingin að koma? Það virðist vera að vestrænir fjölmiðlar geti ómögulega komið sér saman um það hvernig eigi að framsetja og tala um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, en þá verða fræðafólk að gera það afþví að fræðasamfélagið er traustur þekkingar – og hugmyndabanki sem skapar þekkingu og aðrir aðilar samfélagsins leita. Breytingin verður að koma þaðan og ábyrgðin liggur þar. (Af)nýlenduvæddrými (e. Decolinising space): Ábyrgð fræðimanna? Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur talað um háskólasamfélagið sem geranda sem viðheldur valdastúktúrum byggðan á misrétti, á sama tíma og það á það vera rými fyrir gagnrýna hugsun sem ögrar slíku valdi. Í ritgerðinni sinni um ábyrgð fræðimanna gagrýnir Chomsky áratuga meðvirkni fræðasamfélagsins, sérstaklega þegar kemur að stríðsbrölti Bandaríkjanna. Hann hvetur fræðafólk til að gagnrýna hina ríkjandi orðræðu og samþykkt viðhorf sem almannahagsmuni; Að hlutverk fræðafólks sé að þjóna almenningi, réttlætinu og „sannleikanum“, en ekki nýlendu- og heimsvaldastefnu. Bókin: „Decolonising University Spaces“: https://www.plutobooks.com/9780745338200/decolonising-the-university/ Afnýlenduvæðum (háskóla) rýmin okkar; kennslustofuna, námskrána, bókasöfnin, háskólayfirvöld. Þrátt fyrir að það geti verið óþægilegt og „ógni“ okkar eigin normii. Útgangan úr þægindarammanum er mikilvægt skref til að samþykkja ekki áframhaldandi nýlendustefnu og þjóðarmorð í Miðausturlöndum. Ég vil hvetja fræðafólk og kennara til að mæta með stúdentum á verkfall stúdenta kl 12:00 í dag. Sýna þeim samstöðu og gefa þeim vitneskju um að háskólarýmið okkar sé réttur vettvangur til að mótmæla þjóðarmorði og nýlenduhyggju: https://www.facebook.com/events/1472644946728172 Örstutt samantekt: - Að orsök hins sýnilegs ofbeldis (eins og þjóðarmorðs) er í nýlenduhugarfari (sem felur í sér nýlenduvædd rými, evrópuhverfingu ofl – kerfisbundið ofbeldi) -Að fræðasamfélaginu beri skylda til (sem það hefur ekki uppfyllt nógu vel) að upplýsa um og vinna gegn nýlenduhugarfari, sem birtist m.a. í (nýlenduvæddu) námsefni og skorti á öðru námsefni (svo sem skrifum fólks frá hnattræna Suðrinu). Höfundur er mannfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísraelsríki heldur áfram að stunda nýlenduhyggju (e. Colonialism) í Palestínu, meðal annars með þjóðarmorði á Gaza og nú með sprengjuregni og innrás í Líbanon. Háskólar á Vesturlöndum hafa fordæmt innrás Rússlands í Úkraínu. Við sjáum einnig hvernig háskólarými eru örugg rými (e. spaces) fyrir allt tal og gagnrýni á innrásina í Úkraínu. Meðal annars er lesefni um Úkraínustríðið mjög sýnilegt þegar labbað er um í bóksölu sem er partur af rými Háskóla Íslands. Þar hefur verið gnægð af gagnrýnum bókum um Rússland Vladímir Pútins. Einnig hafa háskólayfirvöld og fræðasamfélagið á Vesturlöndum fordæmt stríðsrekstur Rússlands, og allt samstarf við stofnanir og háskóla í Rússlandi hafa verið sett á ís í Háskóla Íslands. Nú hafa viðbrögð HÍ og þá sérstaklega háskólayfirvalda ekki verið þau sömu. Í samfélaginu okkar grundvallast þekking, listir og fjölmiðlar af ríkjandi Evrópuhverfu og nýlenduhugafari (e. colonial mentality). Slíkt umhverfi samþykkir ekki jafn mikla gagnrýni á nýlenduhyggju og þjóðarmorð þegar Ísrael á í hlut og það sem ég á hér við með nýlenduvæddum rýmum. Nýlenduvædd rými og hugarfar Nýlenduvædd rými (e. Colonial spaces) eru rými og umhverfi í samfélögum okkar þar sem að ríkjandi og viðunandi viðhorf einkennast af nýlenduhugarfari; rými þar sem að orðræða, þekking „sannleikur“ samþykkir vestrænan raunveruleika . Eins og umræða í kennslustofu þar sem að „átök“ og „innrás“ eru notuð til að tala um nýlenduhyggju og þjóðarmorð í Palestínu. Þannig er raunveruleikinn „okkar“ innrás eða átök en „þeirra“ (e. the other) nýlenduhyggja og þjóðarmorð. Það er útilokun á „annarra“ upplifun og rauveruleika. Nýlenduvædd rými geta líka verið námskrár og bókasöfn þar sem að sjónarhorn, orðræða og „sannleikur“ ríkjandi lesefnis er evrócentrískt og „hvítt“ eða háskólayfirvöld sem kalla þjóðarmorð og nýlendustefnu „pólítískt álitamál“. Afnýlenduvædd rými (e. decolonising spaces) eru þá rými sem skora slíkt hugarfar á hólm, gera sér grein fyrir og samþykkja aðra raunveruleika og upplifanir umfram hina vestrænu; skoðanir viðhorf, þekkingar (e. epistemologies) og „sannleika“. Hópurinn „Háskólafólk fyrir Palestínu“ hefur verið mjög sýnilegur og mikilvægur í sinni baráttu fyrir frjálsri Palestínu. Fjöldi mótmæla hafa einnig átt sér stað vegna aðgerða– og afstöðuleysis íslenskra stjórnvalda vegna þjóðarmorðs í Palestínu. Ísland viðurkenndi sjálfstæði og fullveldi Palestínu árið 2011, og var fyrsta vestræna ríkið til að gera slíkt. Þótt það sé frelsi í samfélaginu til að gagnrýna þjóðarmorðið í Palestínu, hvort sem það er í formi mótmæla eða skrifa, velti ég því fyrir mér hvernig þessir hlutir fléttast saman við hið samþykkta norm samfélagsins almennt. Samfélagsnormið Þá á ég við hvernig viðurkenning sjálfstæðis og fullveldis Palestínu, eða yfirlýsing háskólastarfsmanna, verður þegar öllu er á botninn hvolft ekkert annað en táknrænn þáttur þar sem hið ríkjandi samfélagsnorm einkennist af nýlenduvæddum rýmum og hugarfari. Þetta birtist okkur bersýnilega í aðgerðar– og afstöðuleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart nýlendustefnu og þjóðarmorði, samtímis og þau vitna samt oft í þann „sögulega“ atburð að Ísland hafi viðurkennt sjálfstæði Palestínu – á meðan er verið að þurrka þessa sömu þjóð út af landakortinu. Í grein sem birtist á Vísí í maí á þessu ári „Siðferðisleg heilindi Háskóla Íslands á tímum þjóðarmorðs“ gagnrýnir hópurinn „Háskólafólk fyrir Palestínu“ málflutning og stefnu stjórnenda við Háskóla Íslands þar sem að Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands hefur kallað þjóðarmorðið „pólítískt álitamál“. Slík afstaða er dæmi um að Háskóli Íslands og rými þess einkennist af nýlenduvæddu umhverfi og hugarfari. Nýlenduvædd rými og hugafar birtast einnig í svari Bjarna Benediktssonar þáverandi utanríkisráðherra, að áras á Jabalia-flóttamannabúðirnar hafi verið „stríð gegn hryðjuverkamönnum“ og ætti að nálgast atburðinn þannig. Við sáum það líka skýrt hversu erfitt það var fyrir forsetaframbjóðendur síðastliðið vor að nefna orðið þjóðarmorð eða nýlenduhyggju í samhengi við Palestínu, og hvort og hvernig slík afstaða og hugtakanotkun myndi hafa áhrif á þeirra kjör eða jafnvel hagsmuni Íslands almennt. Ég velti því auk þess fyrir mér hvort að akademískir starfsmenn sem starfa við Háskóla Íslands sem hafa skrifað undir yfirlýsingu til stuðnings Palestínu átti sig á því að þeir geta gert meira fyrir málefni Palestinu, eins t.d með því að við myndum öll auka meðvitund okkar um það hvernig bókasöfn, kennslustofur og námskrár geta verið nýlenduvædd rými. Þekking og veruháttur sem nýlenduhyggja Lengi var það til dæmis talið „vísindalegur sannleikur“ að kynþættir væru staðreynd. Þessar hugmyndir hafa síðan verið notaðar til að réttlæta yfirráð „hvíta mannsins“ á öðrum menningarhópum, bæði í fortíð og í nútíð. Kynþáttaflokkanir voru í gruninn byggðar á hugmyndinni um „okkur“ og „hina“ til að réttlæta nýlendustefnu, rétt eins og áframhaldandi nýlendustefna og útþensla Ísraels í Palestínu. Ég tel það vera gríðarlega í mikilvægt í allri umræðunni um Palestínu og háskóla, ekki einungis háskólayfirvalda heldur líka að fræðasamfélagið átti sig á sínu hlutverki. Fræðafólk býr yfir ákveðnu yfirvaldi (e. authority) til að skapa þekkingu sem samfélagið í heild sinni ber traust til - ekki bara fjölmiðlar heldur almenningur sem kýs fyrst og fremst að sækja sér þekkingu í háskólum. Grein: „Decolonizing Higher Education“: https://academic.oup.com/jope/article/58/2-3/227/7250434 Í skrifum sínum notar norski fræðimaðurinn Johan Galtung hugtakið „kerfisbundið ofbeldi“ til að lýsa valdastrúkturum byggða á miklu misrétti. Með kerfisbundnu ofbeldi á ég hér hvernig hið ríkjandi samfélagsnorm einkennist evrópuhverfu; nýlenduhugarfari og nýlenduvæddum rými. Ég á við þekkingar- og verufræðilega útilokun (e. epistemic and ontological exclusion) sem birtist t.d í því að reynsluheimar og upplifanir ákveðinna hópa sem ógna norminu eru kerfisbundið útilokaðir, og þegar hin ríkjandi orðræða skapar hóp sem „fjarlægan“ á grundvelli afmennskuvæðingar. Fræðafólk sem og fjölmiðlar eða háskólayfirvöld í okkar heimshluta verða að átta sig á því að orðræða, hugtakanotkun, afstaða og framsetning gerir okkur samsek á áframhaldandi þjóðarmorði. Það skiptir því miklu máli að við gerum okkur öll grein fyrir því að nýlenduhyggja er ekki bara landnámnýlendustefna eða þjóðarmorð, heldur líka orðræða - þekking. Ísraelsríki er kannski sýnilegur gerandi sem stundar ofbeldi, en valdastrúktúr samfélagsins okkar sem grundvallast af ríkjandi evrópuhverfu og nýlenduhugarfari er ósýnilegur gerandi í að viðhalda kerfi og þekkingu (kerfisbundið ofbeldi) sem veldur og normalíserar landránsnýlendustefnu og þjóðarmorð. „En þegar að kerfisbundið ofbeldi á í hlut að þá er enginn (sýnilegur) gerandi, hverjum er þá um að kenna? Hver ber ábyrgð á ofbeldinu“ ? Spurði Galtung. Svarið er: Við gerum það öll. Að skora nýlenduhugarfar á hólm og að afnýlenduvæða rýmin í samfélaginu okkar er samfélagsleg ábyrgð. En spurningin er alltaf hver á að byrja? Hvaðan á breytingin að koma? Það virðist vera að vestrænir fjölmiðlar geti ómögulega komið sér saman um það hvernig eigi að framsetja og tala um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, en þá verða fræðafólk að gera það afþví að fræðasamfélagið er traustur þekkingar – og hugmyndabanki sem skapar þekkingu og aðrir aðilar samfélagsins leita. Breytingin verður að koma þaðan og ábyrgðin liggur þar. (Af)nýlenduvæddrými (e. Decolinising space): Ábyrgð fræðimanna? Bandaríski fræðimaðurinn Noam Chomsky hefur talað um háskólasamfélagið sem geranda sem viðheldur valdastúktúrum byggðan á misrétti, á sama tíma og það á það vera rými fyrir gagnrýna hugsun sem ögrar slíku valdi. Í ritgerðinni sinni um ábyrgð fræðimanna gagrýnir Chomsky áratuga meðvirkni fræðasamfélagsins, sérstaklega þegar kemur að stríðsbrölti Bandaríkjanna. Hann hvetur fræðafólk til að gagnrýna hina ríkjandi orðræðu og samþykkt viðhorf sem almannahagsmuni; Að hlutverk fræðafólks sé að þjóna almenningi, réttlætinu og „sannleikanum“, en ekki nýlendu- og heimsvaldastefnu. Bókin: „Decolonising University Spaces“: https://www.plutobooks.com/9780745338200/decolonising-the-university/ Afnýlenduvæðum (háskóla) rýmin okkar; kennslustofuna, námskrána, bókasöfnin, háskólayfirvöld. Þrátt fyrir að það geti verið óþægilegt og „ógni“ okkar eigin normii. Útgangan úr þægindarammanum er mikilvægt skref til að samþykkja ekki áframhaldandi nýlendustefnu og þjóðarmorð í Miðausturlöndum. Ég vil hvetja fræðafólk og kennara til að mæta með stúdentum á verkfall stúdenta kl 12:00 í dag. Sýna þeim samstöðu og gefa þeim vitneskju um að háskólarýmið okkar sé réttur vettvangur til að mótmæla þjóðarmorði og nýlenduhyggju: https://www.facebook.com/events/1472644946728172 Örstutt samantekt: - Að orsök hins sýnilegs ofbeldis (eins og þjóðarmorðs) er í nýlenduhugarfari (sem felur í sér nýlenduvædd rými, evrópuhverfingu ofl – kerfisbundið ofbeldi) -Að fræðasamfélaginu beri skylda til (sem það hefur ekki uppfyllt nógu vel) að upplýsa um og vinna gegn nýlenduhugarfari, sem birtist m.a. í (nýlenduvæddu) námsefni og skorti á öðru námsefni (svo sem skrifum fólks frá hnattræna Suðrinu). Höfundur er mannfræðingur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun