Holan alls ekki eina slysagildran Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. október 2024 07:05 Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er hugsi eftir atburði föstudagsins. Vísir Íbúi við lóð þar sem tveggja ára drengur féll ofan í holu í Urriðaholti á föstudag segir margt mjög ábótavant í frágangi hjá byggingarverktakanum sem reisti húsið. Hún furðar sig á að ekki hafi verið gerð úttekt á lóðinni til að koma í veg fyrir slys. Tveggja ára drengur var á leið heim úr leikskóla ásamt ömmu sinni þegar hann féll tvo metra ofan í holu. Slökkvilið var kallað til til að toga drenginn upp úr holunni. „Hann er að labba niður brekku og stígur á þetta málmlok sem ,flippast' og hann dettur ofan í brunninn,“ sagði Björgvin Gunnar Björgvinsson faðir drengsins í samtali við fréttastofu daginn eftir atvikið. Drengnum varð ekki meint af en Björgvin benti á hve hættulegt sé að lokið hafi legið svo laust á holunni. Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er á sama máli. Hún býr í húsinu á lóðinni þar sem holan er staðsett. Sjálf á hún sjö ára dóttur sem leikur sér mikið með vinkonum sínum úti í garðinum. „Maðurinn minn stoppaði þær síðast í síðustu viku þegar þær voru að fikta í þessu,“ segir Vera Rut í samtali við fréttastofu. Hún segir holuna ekki einu slysagildruna við húsið og segir ÞG verk, verktakann sem sá um byggingu hússins, ekki hafa staðið nógu vel að frágangi. „Það er talað um að ÞG sé svo góður verktaki og það sé frábært að kaupa af þeim en það er klárlega ekki okkar reynsla,“ segir Vera. Hún bendir á að við húsið sé reyklosunargat með steinumgjörð sem nái yfir á gangstéttina. Íbúi í húsinu hafi í fyrra dottið um umgjörðina og brotið í sér tönn. Vera segir nágranna sinn hafa dottið um þessa steinumgjörð fyrir framan húsið í fyrra og brotið í sér tönn.Vísir „Við töluðum við ÞG þegar það gerðist og þá var ekkert gert. Þannig að ég efast um að það verði eitthvað gert núna,“ segir Vera. Hún bendir á að stór hluti íbúa Urriðaholts sé fjölskyldufólk og að fyrir tveimur árum hafi sjötíu prósent íbúa verið undir fertugu. „Við höfum velt fyrir okkur, hvað annað er ekki öruggt?“ segir Vera og segir óþægilegt að hugsa til þess hve mörg börn leika sér í garðinum í kring um holuna. „Hvað ef stelpan mín hefði verið ein úti að leika og dottið ofan í?“ segir Vera. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að lokið fyrir gatinu væri það þykkt að hróp og köll heyrðust ekki upp úr holunni meðan lokið var fyrir. Vera veltir því fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið gerð úttekt á svæðinu til að koma í veg fyrir slysagildrur sem þessar. „Af hverju fer svona ekki í úttekt? Af hverju kemst þetta í gegn um byggingarfulltrúa?“ segir Vera. „Af hverju eru svona dæmi að komast í gegn þegar það eru einhverjar áberandi hættur á fjölbýlishúsalóð?“ Byggingariðnaður Slysavarnir Garðabær Tengdar fréttir „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Tveggja ára drengur var á leið heim úr leikskóla ásamt ömmu sinni þegar hann féll tvo metra ofan í holu. Slökkvilið var kallað til til að toga drenginn upp úr holunni. „Hann er að labba niður brekku og stígur á þetta málmlok sem ,flippast' og hann dettur ofan í brunninn,“ sagði Björgvin Gunnar Björgvinsson faðir drengsins í samtali við fréttastofu daginn eftir atvikið. Drengnum varð ekki meint af en Björgvin benti á hve hættulegt sé að lokið hafi legið svo laust á holunni. Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er á sama máli. Hún býr í húsinu á lóðinni þar sem holan er staðsett. Sjálf á hún sjö ára dóttur sem leikur sér mikið með vinkonum sínum úti í garðinum. „Maðurinn minn stoppaði þær síðast í síðustu viku þegar þær voru að fikta í þessu,“ segir Vera Rut í samtali við fréttastofu. Hún segir holuna ekki einu slysagildruna við húsið og segir ÞG verk, verktakann sem sá um byggingu hússins, ekki hafa staðið nógu vel að frágangi. „Það er talað um að ÞG sé svo góður verktaki og það sé frábært að kaupa af þeim en það er klárlega ekki okkar reynsla,“ segir Vera. Hún bendir á að við húsið sé reyklosunargat með steinumgjörð sem nái yfir á gangstéttina. Íbúi í húsinu hafi í fyrra dottið um umgjörðina og brotið í sér tönn. Vera segir nágranna sinn hafa dottið um þessa steinumgjörð fyrir framan húsið í fyrra og brotið í sér tönn.Vísir „Við töluðum við ÞG þegar það gerðist og þá var ekkert gert. Þannig að ég efast um að það verði eitthvað gert núna,“ segir Vera. Hún bendir á að stór hluti íbúa Urriðaholts sé fjölskyldufólk og að fyrir tveimur árum hafi sjötíu prósent íbúa verið undir fertugu. „Við höfum velt fyrir okkur, hvað annað er ekki öruggt?“ segir Vera og segir óþægilegt að hugsa til þess hve mörg börn leika sér í garðinum í kring um holuna. „Hvað ef stelpan mín hefði verið ein úti að leika og dottið ofan í?“ segir Vera. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að lokið fyrir gatinu væri það þykkt að hróp og köll heyrðust ekki upp úr holunni meðan lokið var fyrir. Vera veltir því fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið gerð úttekt á svæðinu til að koma í veg fyrir slysagildrur sem þessar. „Af hverju fer svona ekki í úttekt? Af hverju kemst þetta í gegn um byggingarfulltrúa?“ segir Vera. „Af hverju eru svona dæmi að komast í gegn þegar það eru einhverjar áberandi hættur á fjölbýlishúsalóð?“
Byggingariðnaður Slysavarnir Garðabær Tengdar fréttir „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55