„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. október 2024 12:05 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í gær, en hún var ein í framboði til embættisins. Í fyrstu ræðu sinni sem formaður ítrekaði hún mikilvægi vinstri stjórnmála og félagshyggju. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís í ræðu sinni í gær. Hér að neðan má sjá umfjöllun um landsfundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nýr tónn en ekki óviðbúinn Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að þarna vísi Svandís til samstarfslokka VG í ríkisstjórn. „Þar kveður auðvitað við nýjan tón í þessu samstarfi. Ekki óviðbúið, við áttum von á þessari afstöðubreytingu. En, nýr formaður kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Tími málamiðlana liðinn Fyrir landsfundi liggur tillaga að ályktun um að slíta stjórnarsamstarfinu, en kjörtímabilið rennur út í september á næsta ári. Tillagan verður afgreidd í dag, en afgreiðsla ályktana hefst klukkan 12:45 samkvæmt dagskrá fundarins. „[Kosningar] eru á næsta ári, augljóslega. En gætu verið eitthvað fyrr en áætlað er, ef mið er tekið af orðum nýs formanns VG.“ Eiríkur segir ljóst að VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. „Eftir því sem nær dregur kosningum verður stöðugt erfiðara að ná málamiðlun í ríkisstjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir eru farnir að líta meira til eigin afstöðu fremur en málamiðlunarinnar í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna í gær, en hún var ein í framboði til embættisins. Í fyrstu ræðu sinni sem formaður ítrekaði hún mikilvægi vinstri stjórnmála og félagshyggju. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís í ræðu sinni í gær. Hér að neðan má sjá umfjöllun um landsfundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Nýr tónn en ekki óviðbúinn Prófessor í stjórnmálafræði segir augljóst að þarna vísi Svandís til samstarfslokka VG í ríkisstjórn. „Þar kveður auðvitað við nýjan tón í þessu samstarfi. Ekki óviðbúið, við áttum von á þessari afstöðubreytingu. En, nýr formaður kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Tími málamiðlana liðinn Fyrir landsfundi liggur tillaga að ályktun um að slíta stjórnarsamstarfinu, en kjörtímabilið rennur út í september á næsta ári. Tillagan verður afgreidd í dag, en afgreiðsla ályktana hefst klukkan 12:45 samkvæmt dagskrá fundarins. „[Kosningar] eru á næsta ári, augljóslega. En gætu verið eitthvað fyrr en áætlað er, ef mið er tekið af orðum nýs formanns VG.“ Eiríkur segir ljóst að VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda samstarfinu ekki áfram. „Eftir því sem nær dregur kosningum verður stöðugt erfiðara að ná málamiðlun í ríkisstjórn, einfaldlega vegna þess að flokkarnir eru farnir að líta meira til eigin afstöðu fremur en málamiðlunarinnar í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira