Handbolti

Óðinn Þór öflugur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óðinn Þór, hornamaður Kadetten Schaffhausen, var öflugur í kvöld.
Óðinn Þór, hornamaður Kadetten Schaffhausen, var öflugur í kvöld. Jan-Philipp Burmann/Getty Images

Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti flottan leik fyrir Kadetten sem er áfram á toppnum í Sviss.

Óðinn Þór skoraði sex mörk í fjögurra marka sigri sinna manna á Kreuzlingen, lokatölur 30-26. Kadetten er í 1. sæti efstu deildar í Sviss með 16 stig eftir níu leiki.

Í Noregi tapaði Íslendingalið Kolstad fyrir Elverum í toppslag efstu deildar Noregs, lokatölur 30-28. Bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir leikinn en eftir tapið er Kolstad í 2. sæti með tveimur stigum minna en Elverum.

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk.

Þá átti Jó­hanna Mar­grét Sig­urðardótt­ir góðan leik þegar Kristianstad frá Svíþjóð lagði West­fries­land í 1. umferð Evrópubikarsins, lokatölur 32:23.

Jó­hanna Margrét skoraði fimm mörk í leikn­um og átti sinn þátt í að Kristianstad er í góðum málum fyrir síðari leik liðanna að viku liðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×