Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 23:13 Jódís Skúladóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður VG, bjóða sig bæði fram til varaformanns Vinstri grænna. Varaformannsefnin tvö í Vinstri grænum eru sammála um að verði tillaga um stjórnarslit samþykkt á landsfundi flokksins geti nýkjörin forysta ekki annað en slitið stjórnarsamstarfinu. Landsfundur Vinstri grænna hófst nú síðdegis í Víkingsheimilinu við Safamýri og stendur yfir fram á sunnudag. Á fundinum verður kjörinn nýr formaður, það er varaformannsslagur í uppsiglingu og svo liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns þar sem fresturinn rann út í kvöld. Jódís Skúladóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson bjóða sig bæði fram til varaformanns. Kosið verður um embættin í eftirmiðdaginn á morgun. Fréttastofa ræddi við varaformannsefnin tvö í kvöld. Boða ólíkar áherslur Það liggur beinast við að spyrja ykkur bæði tvö: Af hverju þú en ekki hinn frambjóðandinn? „Við erum góðir félagar og erum held ég algjörlega hæf til að fara í þetta embætti. Við höfum þó ólíkar áherslur. Ég lít ekki svo á að við séum að etja kappi gegn hvoru öðru í einhverri hörku heldur erum við að bjóða fram krafta okkar í ákveðið embætti og svo fær fundurinn að skera úr um það,“ sagði Jódís. Guðmundur? „Við yrðum bæði betri. Það er alveg ljóst. En ég tek undir með Jódísi, við erum tveir valkostir sem fólk hefur og eigum margt sameiginlegt enda í sömu stjórnmálahreyfingunni og bjóðum fram krafta okkur hvort um sig,“ sagði Guðmundur. Það hefur verið talað um það í aðdraganda fundarins að staðan innan stjórnarsamstarfsins og staðan almennt verði rædd. Í síðustu könnun Gallúp var fylgið einhver fjögur prósent. Það hlýtur að vera svolítill hiti í fundarmönnum? „Við erum hérna á fyrsta degi og búið að vera mjög góð stemming. Ég skynja að það er mikil eftirvænting hjá fólki og kraftur í fólki. Það vill fara að setja fram skýrar áherslur og valkosti. Ég ræddi í ræðu minni áðan að við þyrftum að mynda félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar þar sem VG á að vera innanborðs. Þannig við förum inn í þennan fund full af krafti og gleði og ætlum að skerpa á okkar áherslum,“ sagði Guðmundur. Ef það kæmi fram hávær krafa um stjórnarslit, væri ekki erfitt fyrir nýja forystu að hunsa það og heldurðu að hún verði hávær? „Ég held að það sé alveg ljóst að ef það er afgerandi niðurstaða landsfundar að slíta þá er alveg sama hver situr í forystunni, það væri ekki í takt við VG að hlusta ekki á raddir landsfundar. En við erum eins og Mummi segir á fyrsta degi og við munum taka þessa umræðu. Ég er mjög glöð að þessi tillaga kemur fram af því það hefur verið orðræðan í grasrótinni lengi: hvenær er komið gott? Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að við eigum þetta samtal og svo verður niðurstaða fundarins að koma í ljós þegar við afgreiðum ályktanir,“ sagði Jódís. Ertu sammála þessu Guðmundur? „Ég er sammála því og tek undir með Jódísi. Við þurfum að ræða þetta. Landsfundur er lýðræðislegasti vettvangur flokksins og við erum vön því að taka samtalið í VG. Við erum þannig fólk,“ sagði Guðmundur að lokum. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna hófst nú síðdegis í Víkingsheimilinu við Safamýri og stendur yfir fram á sunnudag. Á fundinum verður kjörinn nýr formaður, það er varaformannsslagur í uppsiglingu og svo liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns þar sem fresturinn rann út í kvöld. Jódís Skúladóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson bjóða sig bæði fram til varaformanns. Kosið verður um embættin í eftirmiðdaginn á morgun. Fréttastofa ræddi við varaformannsefnin tvö í kvöld. Boða ólíkar áherslur Það liggur beinast við að spyrja ykkur bæði tvö: Af hverju þú en ekki hinn frambjóðandinn? „Við erum góðir félagar og erum held ég algjörlega hæf til að fara í þetta embætti. Við höfum þó ólíkar áherslur. Ég lít ekki svo á að við séum að etja kappi gegn hvoru öðru í einhverri hörku heldur erum við að bjóða fram krafta okkar í ákveðið embætti og svo fær fundurinn að skera úr um það,“ sagði Jódís. Guðmundur? „Við yrðum bæði betri. Það er alveg ljóst. En ég tek undir með Jódísi, við erum tveir valkostir sem fólk hefur og eigum margt sameiginlegt enda í sömu stjórnmálahreyfingunni og bjóðum fram krafta okkur hvort um sig,“ sagði Guðmundur. Það hefur verið talað um það í aðdraganda fundarins að staðan innan stjórnarsamstarfsins og staðan almennt verði rædd. Í síðustu könnun Gallúp var fylgið einhver fjögur prósent. Það hlýtur að vera svolítill hiti í fundarmönnum? „Við erum hérna á fyrsta degi og búið að vera mjög góð stemming. Ég skynja að það er mikil eftirvænting hjá fólki og kraftur í fólki. Það vill fara að setja fram skýrar áherslur og valkosti. Ég ræddi í ræðu minni áðan að við þyrftum að mynda félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar þar sem VG á að vera innanborðs. Þannig við förum inn í þennan fund full af krafti og gleði og ætlum að skerpa á okkar áherslum,“ sagði Guðmundur. Ef það kæmi fram hávær krafa um stjórnarslit, væri ekki erfitt fyrir nýja forystu að hunsa það og heldurðu að hún verði hávær? „Ég held að það sé alveg ljóst að ef það er afgerandi niðurstaða landsfundar að slíta þá er alveg sama hver situr í forystunni, það væri ekki í takt við VG að hlusta ekki á raddir landsfundar. En við erum eins og Mummi segir á fyrsta degi og við munum taka þessa umræðu. Ég er mjög glöð að þessi tillaga kemur fram af því það hefur verið orðræðan í grasrótinni lengi: hvenær er komið gott? Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að við eigum þetta samtal og svo verður niðurstaða fundarins að koma í ljós þegar við afgreiðum ályktanir,“ sagði Jódís. Ertu sammála þessu Guðmundur? „Ég er sammála því og tek undir með Jódísi. Við þurfum að ræða þetta. Landsfundur er lýðræðislegasti vettvangur flokksins og við erum vön því að taka samtalið í VG. Við erum þannig fólk,“ sagði Guðmundur að lokum.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira