Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2024 11:00 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Þverholti í Mosfellsbæ árið 2015 Vísir/Vilhelm Barnung stúlka féll niður loftræstistokk við Þverholt í Mosfellsbæ árið 2015 og hlaut skaða af. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að eigandi fasteignarinnar þar sem slysið átti sér stað bæri skaðabótaábyrgð á slysinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að stúlkan, sem var þá níu ára gömul, hafi verið að leika sér með frænku sinni við Þverholt 2, þar sem er rekin verslunar- og þjónustumiðstöð. Skopparabolti sem þær hafi verið að leika sér með hafi dottið niður í loftræstiop með járngrind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á grindina til að huga að boltanum gaf grindin sig og stúlkan féll tvo metra niður loftræstiopið. Fyrir vikið hlaut hún innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Fram kemur í dómnum að hún hafi fundið fyrir afleiðingum slyssins síðan, en hún hefur verið metin með tólf prósent varanlega örorku. Frágangurinn hafi skaðað hættu Árið 2022, sjö árum síðar, höfðaði stúlkan mál á hendur eiganda fasteignarinnar Reitum – verslun ehf., og til vara á hendur húsfélaginu í Þverholti 2. Dómsmálið varðaði að miklu leyti hvort Reitir eða húsfélagið bæri skaðabótaábyrgð, en í héraði var viðurkennd skaðabótaskylda Reita, en húsfélagið sýknað. Reitir áfrýjuðu til Landsréttar. Í niðurstöðukafla Landsréttar kemur fram að í máli sínu hafi stúlkan vísað til laga sem varða varnir við slys á lóð. Þar segir: „Öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem eru aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. Sama á við um alla stoðveggi við mishæðir og annars staðar þar sem fallhætta er á lóð. Þessar hindranir skulu festar tryggilega svo barn geti ekki fjarlægt þær og hafa nægan styrk til að þola fyrirhugað álag.“ Dómurinn féll í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar segir að það sé ljóst af atvikum másins að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting, sem átti að halda henni í falsi yfir loftræstiopinu, gefið sig. Grindin hefði færst þannig að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ósamræmi við ofangreint lagaákvæði. Í húsnæðinu væri rekin ýmis konar þjónustustarfsemi sem laði til sín fólk. Frágangurinn hafi skapað hættu, einkum fyrir börn sem áttu leið um lóðina, en opið var skammt frá aðalinngangi Þverholts. „Hættan sem stafaði af ófullnægjandi frágangi við loftræstiopið var því veruleg,“ segir í dómnum. Útilokað að frænkurnar hafi fært grindina Þar segir jafnframt að það sé útilokað að stúlkan og frænka hennar hafi fært grindina. Þá væri önnur tilgáta sem hafi komið upp við rekstur málsins afar ósennileg, en hún gekk út á að sama dag og slysið varð hefðu skemmdarverk verið unnin á grindinni sem eigendum hefði ekki verið kunnugt um. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til saknæmrar vanrækslu húsráðenda fasteignarinnar við viðhald á grindinni. Þá bæru Reitir ábyrgð á því vegna þess að þeir væru eigandi séreigna í fasteigninni. Landsréttur staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna skaðabótaksyldu Reita vegna slyssins. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að stúlkan, sem var þá níu ára gömul, hafi verið að leika sér með frænku sinni við Þverholt 2, þar sem er rekin verslunar- og þjónustumiðstöð. Skopparabolti sem þær hafi verið að leika sér með hafi dottið niður í loftræstiop með járngrind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á grindina til að huga að boltanum gaf grindin sig og stúlkan féll tvo metra niður loftræstiopið. Fyrir vikið hlaut hún innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Fram kemur í dómnum að hún hafi fundið fyrir afleiðingum slyssins síðan, en hún hefur verið metin með tólf prósent varanlega örorku. Frágangurinn hafi skaðað hættu Árið 2022, sjö árum síðar, höfðaði stúlkan mál á hendur eiganda fasteignarinnar Reitum – verslun ehf., og til vara á hendur húsfélaginu í Þverholti 2. Dómsmálið varðaði að miklu leyti hvort Reitir eða húsfélagið bæri skaðabótaábyrgð, en í héraði var viðurkennd skaðabótaskylda Reita, en húsfélagið sýknað. Reitir áfrýjuðu til Landsréttar. Í niðurstöðukafla Landsréttar kemur fram að í máli sínu hafi stúlkan vísað til laga sem varða varnir við slys á lóð. Þar segir: „Öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem eru aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. Sama á við um alla stoðveggi við mishæðir og annars staðar þar sem fallhætta er á lóð. Þessar hindranir skulu festar tryggilega svo barn geti ekki fjarlægt þær og hafa nægan styrk til að þola fyrirhugað álag.“ Dómurinn féll í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar segir að það sé ljóst af atvikum másins að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting, sem átti að halda henni í falsi yfir loftræstiopinu, gefið sig. Grindin hefði færst þannig að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ósamræmi við ofangreint lagaákvæði. Í húsnæðinu væri rekin ýmis konar þjónustustarfsemi sem laði til sín fólk. Frágangurinn hafi skapað hættu, einkum fyrir börn sem áttu leið um lóðina, en opið var skammt frá aðalinngangi Þverholts. „Hættan sem stafaði af ófullnægjandi frágangi við loftræstiopið var því veruleg,“ segir í dómnum. Útilokað að frænkurnar hafi fært grindina Þar segir jafnframt að það sé útilokað að stúlkan og frænka hennar hafi fært grindina. Þá væri önnur tilgáta sem hafi komið upp við rekstur málsins afar ósennileg, en hún gekk út á að sama dag og slysið varð hefðu skemmdarverk verið unnin á grindinni sem eigendum hefði ekki verið kunnugt um. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til saknæmrar vanrækslu húsráðenda fasteignarinnar við viðhald á grindinni. Þá bæru Reitir ábyrgð á því vegna þess að þeir væru eigandi séreigna í fasteigninni. Landsréttur staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna skaðabótaksyldu Reita vegna slyssins.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira