Magdeburg missti heimsmeistaratitilinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 19:30 Ómar Ingi og félagar í Magdeburg náðu ekki verja titilinn sem þeir hafa unnið síðustu fjögur ár. EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Ungverska liðið Veszprém er heimsmeistari félagsliða eftir 34-33 sigur gegn þýska liðinu Magdeburg í framlengdum leik. Magdeburg hafði unnið keppnina fjögur ár í röð og var ósigrað í síðustu fimmtán leikjum fyrir þennan. Leikurinn var mjög kaflaskiptur, Veszprém byrjaði vel og tók þriggja marka forystu, Magdeburg fylgdi því svo eftir með frábæru áhlaupi. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru þar fremstir í flokki með 5 mörk og 5 stoðsendingar samanlagt í fyrri hálfleik. Aftur byrjaði Veszprém hins vegar betur í seinni hálfleik og skoraði fimm mörk í röð, en Magdeburg neitaði að gefast upp, fékk ekki á sig mark í síðustu þremur sóknunum og jafnaði leikinn undir blálokin. Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik kvöldsins.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Þegar í framlenginguna var komið virtist leikurinn því vera að sveiflast meira í átt að Magdeburg sigri, en markvörður Veszprém steig upp á ögurstundu. Varði vel tvær sóknir í röð og hjálpaði sínu liði að vinna HM félagsliða í fyrsta sinn. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en tók ekki þátt í leik kvöldsins. Gísli Þorgeir í liði Magdeburg endaði leikinn með 3 mörk, Ómar Ingi skoraði sjö. Heimaliðið varð óvænt ofar en Barcelona Gestgjafaliðið frá Egyptalandi, Al-Ahly, vann mjög óvæntan 32-29 sigur gegn Barcelona í leik um þriðja sætið. Barcelona er sigursælasta lið í sögu keppninnar, vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, þykir eitt besta lið heims og hafði komist átta sinnum á verðlaunapall á mótinu, eða í hvert einasta skipti sem liðið hafði tekið þátt. Al-Ahly er ekki eins hátt skrifað og hafði þangað til aðeins unnið einn leik gegn liði frá Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr á mótinu og þar vann Barcelona örugglega, 31-23. Leikur dagsins var hins vegar allt öðruvísi. Frábær byrjun heimamanna lagði grunninn að góðum sigri, Barcelona barðist til baka og minnkaði muninn töluvert í seinni hálfleik en tókst ekki að minnka muninn nóg og Al-Ahly fór með þriggja marka sigur, 32-29. Handbolti Ungverski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Leikurinn var mjög kaflaskiptur, Veszprém byrjaði vel og tók þriggja marka forystu, Magdeburg fylgdi því svo eftir með frábæru áhlaupi. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru þar fremstir í flokki með 5 mörk og 5 stoðsendingar samanlagt í fyrri hálfleik. Aftur byrjaði Veszprém hins vegar betur í seinni hálfleik og skoraði fimm mörk í röð, en Magdeburg neitaði að gefast upp, fékk ekki á sig mark í síðustu þremur sóknunum og jafnaði leikinn undir blálokin. Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik kvöldsins.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Þegar í framlenginguna var komið virtist leikurinn því vera að sveiflast meira í átt að Magdeburg sigri, en markvörður Veszprém steig upp á ögurstundu. Varði vel tvær sóknir í röð og hjálpaði sínu liði að vinna HM félagsliða í fyrsta sinn. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en tók ekki þátt í leik kvöldsins. Gísli Þorgeir í liði Magdeburg endaði leikinn með 3 mörk, Ómar Ingi skoraði sjö. Heimaliðið varð óvænt ofar en Barcelona Gestgjafaliðið frá Egyptalandi, Al-Ahly, vann mjög óvæntan 32-29 sigur gegn Barcelona í leik um þriðja sætið. Barcelona er sigursælasta lið í sögu keppninnar, vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, þykir eitt besta lið heims og hafði komist átta sinnum á verðlaunapall á mótinu, eða í hvert einasta skipti sem liðið hafði tekið þátt. Al-Ahly er ekki eins hátt skrifað og hafði þangað til aðeins unnið einn leik gegn liði frá Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr á mótinu og þar vann Barcelona örugglega, 31-23. Leikur dagsins var hins vegar allt öðruvísi. Frábær byrjun heimamanna lagði grunninn að góðum sigri, Barcelona barðist til baka og minnkaði muninn töluvert í seinni hálfleik en tókst ekki að minnka muninn nóg og Al-Ahly fór með þriggja marka sigur, 32-29.
Handbolti Ungverski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira