Telur rektor Háskóla Íslands úrskurði alþjóðadómstóla og ályktanir Sameinuðu þjóðanna vera pólitískt álitamál? Elí Hörpu- og Önundarbur skrifar 5. október 2024 09:01 Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. Rúmu einu og hálfu ári síðar hóf Ísrael sína mannskæðustu og hrottalegustu árás á Gaza og í Palestínu til þessa. Sú árás stendur en yfir, og nú ári seinna hefur Ísrael sprengt upp alla háskóla á Gaza, myrt yfir 9.000 háskólanemendur og 700 háskólakennara og fræðafólk. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum af menntamorðinu sem Ísrael fremur samhliða þjóðarmorði á Gaza. 24. nóvember 2023 lýsti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, árásum Ísrael á Gaza sem „pólitísku álitamál líðandi stundar“ og taldi ekki ástæðu til þess að Háskól Íslands lýsti yfir stuðningi við nemendur og starfsfólk palestínskra háskóla, hvað þá við alla íbúa landsins. Í sama viðtali lýsir hann innrás Rússlands inn í Úkraínu sem fordæmalausri og segir að Háskólanum beri að fylgja því sem „sannara reynist“. Nú má vera að Jóni Atla, og öðrum stjórnendum við Háskóla Íslands, hafi ekki verið kunnugt um 76 ára sögu stríðsglæpa Ísraels gegn Palestínufólki, en mikill fréttaflutningur og fræðilegar umfjallanir hafa átt sér stað síðan, auk þess sem Ísrael hefur gengið lengra en nokkru sinni fyrr í glæpum sínum gegn Palestínubúum og mannkyninu öllu. Hernám, þjóðernishreinsanir og stríðslæpir eru ekki pólitískt álitamál. Ef Háskóla Íslands vantar einhverskonar sannanir fyrir glæpum Ísraels, nægir að líta til þess að Alþjóðadómstóllinn og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa skipað Ísrael að stöðva tafarlaust árásir sínar á Gaza og Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Í kjölfarið hefur Ísrael hótað Alþjóðaglæpadómstólnum og þeim sem í honum sitja. Nú síðast kaus Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna með viðskiptaþvingunum gegn Ísrael, þar sem lögð var lagaleg skylda á öll ríki að leggja sitt af mörkum til að binda endi á ólöglegt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels í Palestínu. Stór hópur stúdenta, með Stúdentaráð HÍ í broddi fylkingar, ásamt yfir 300 starfsmönnum Háskóla Íslands hafa ítrekað lagt fram þá kröfu á stjórnendur háskólans að hann bregðist við ofantöldu á viðeigandi hátt sem samræmist fyrri aðgerðum hans gegn Rússlandi. Það hlýtur að vera mikilvægt að HÍ gæti jafnræðis og sé samkvæmur sjálfum sér í orðum og gjörðum. Stúdentar fyrir Palestínu hafa boðað til verkfalls og mótmæla í Háskóla Íslands þann 7. október klukkan 12:00, í von um að ná eyrum rektors. Kröfurnar sem að stúdentar gera eru eftirfarandi: Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza, til dæmis með því að bjóða þeim upp á fjarnám við HÍ. Rektor hefur lýst því yfir að „Háskóli Íslands [sé] ekki með neina samstarfssamninga við ísraelska háskóla, en einstökum fræðimönnum [sé] frjálst að vinna með kollegum sínum hvar í heimi sem er samkvæmt þeirra eigin mati.“ Þar af leiðandi er ekkert því til fyrirstöðu annað en vanvilji háskólayfirvalda að uppfylla fyrstu þrjár kröfurnar strax á morgun, og þó fyrr hefði verið. Ég hvet alla stúdenta, fyrrum stúdenta og starfsfólk HÍ til að mæta á mótmælin 7. október, til að sýna háskólayfirvöldum HÍ að stúdentar vilja tilheyra háskólasamfélagi sem að hefur fræðilega og siðferðislega burði til að standa gegn þjóðar- og menntamorði, að slíkt sé ekki „pólitískt álitamál líðandi stundar“, og að við séum tilbúin að berjast fyrir því. Höfundur er meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það tók íslenska háskóla aðeins sex daga að sammælast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu opinberlega, og aðeins tvær vikur fyrir Háskóla Íslands að setja upp sérstaka síðu þar sem árás Rússlands var fordæmd og „samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins“ lýst yfir. Rúmu einu og hálfu ári síðar hóf Ísrael sína mannskæðustu og hrottalegustu árás á Gaza og í Palestínu til þessa. Sú árás stendur en yfir, og nú ári seinna hefur Ísrael sprengt upp alla háskóla á Gaza, myrt yfir 9.000 háskólanemendur og 700 háskólakennara og fræðafólk. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum af menntamorðinu sem Ísrael fremur samhliða þjóðarmorði á Gaza. 24. nóvember 2023 lýsti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, árásum Ísrael á Gaza sem „pólitísku álitamál líðandi stundar“ og taldi ekki ástæðu til þess að Háskól Íslands lýsti yfir stuðningi við nemendur og starfsfólk palestínskra háskóla, hvað þá við alla íbúa landsins. Í sama viðtali lýsir hann innrás Rússlands inn í Úkraínu sem fordæmalausri og segir að Háskólanum beri að fylgja því sem „sannara reynist“. Nú má vera að Jóni Atla, og öðrum stjórnendum við Háskóla Íslands, hafi ekki verið kunnugt um 76 ára sögu stríðsglæpa Ísraels gegn Palestínufólki, en mikill fréttaflutningur og fræðilegar umfjallanir hafa átt sér stað síðan, auk þess sem Ísrael hefur gengið lengra en nokkru sinni fyrr í glæpum sínum gegn Palestínubúum og mannkyninu öllu. Hernám, þjóðernishreinsanir og stríðslæpir eru ekki pólitískt álitamál. Ef Háskóla Íslands vantar einhverskonar sannanir fyrir glæpum Ísraels, nægir að líta til þess að Alþjóðadómstóllinn og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa skipað Ísrael að stöðva tafarlaust árásir sínar á Gaza og Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Í kjölfarið hefur Ísrael hótað Alþjóðaglæpadómstólnum og þeim sem í honum sitja. Nú síðast kaus Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna með viðskiptaþvingunum gegn Ísrael, þar sem lögð var lagaleg skylda á öll ríki að leggja sitt af mörkum til að binda endi á ólöglegt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels í Palestínu. Stór hópur stúdenta, með Stúdentaráð HÍ í broddi fylkingar, ásamt yfir 300 starfsmönnum Háskóla Íslands hafa ítrekað lagt fram þá kröfu á stjórnendur háskólans að hann bregðist við ofantöldu á viðeigandi hátt sem samræmist fyrri aðgerðum hans gegn Rússlandi. Það hlýtur að vera mikilvægt að HÍ gæti jafnræðis og sé samkvæmur sjálfum sér í orðum og gjörðum. Stúdentar fyrir Palestínu hafa boðað til verkfalls og mótmæla í Háskóla Íslands þann 7. október klukkan 12:00, í von um að ná eyrum rektors. Kröfurnar sem að stúdentar gera eru eftirfarandi: Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorðinu í Palestínu og menntamorðinu sem á sér stað á Gaza. Að Háskóli Íslands og allar stofnanir hans slíti öllu samstarfi við ísraelska háskóla og tengdar stofnanir og stofni ekki til nýs samstarfs. Að Háskóli Íslands opinberi öll tengsl háskólans og tengdra stofnana við ísraelska háskóla, stofnanir, fyrirtæki og aðra tengda aðila og bindi tafarlaust enda á þau. Að Háskóli Íslands taki virkan þátt í enduruppbyggingu menntakerfisins á Gaza, auki samstarf við palestínska háskóla og styðji á annan hátt við menntun nemenda á Gaza, til dæmis með því að bjóða þeim upp á fjarnám við HÍ. Rektor hefur lýst því yfir að „Háskóli Íslands [sé] ekki með neina samstarfssamninga við ísraelska háskóla, en einstökum fræðimönnum [sé] frjálst að vinna með kollegum sínum hvar í heimi sem er samkvæmt þeirra eigin mati.“ Þar af leiðandi er ekkert því til fyrirstöðu annað en vanvilji háskólayfirvalda að uppfylla fyrstu þrjár kröfurnar strax á morgun, og þó fyrr hefði verið. Ég hvet alla stúdenta, fyrrum stúdenta og starfsfólk HÍ til að mæta á mótmælin 7. október, til að sýna háskólayfirvöldum HÍ að stúdentar vilja tilheyra háskólasamfélagi sem að hefur fræðilega og siðferðislega burði til að standa gegn þjóðar- og menntamorði, að slíkt sé ekki „pólitískt álitamál líðandi stundar“, og að við séum tilbúin að berjast fyrir því. Höfundur er meistaranemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar