Sjáðu glæsimark Duráns, dramatíkina í Leipzig og allt úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2024 11:31 Jhon Durán tryggði Aston Villa frækinn sigur á Bayern München. getty/Michael Steele Meistaradeild Evrópu sveik ekki frekar en fyrri daginn þegar annarri umferð deildarkeppninnar lauk í gær. Öll mörk gærdagsins má sjá í fréttinni. Aston Villa vann 1-0 sigur á Bayern München í fyrsta leik sínum á heimavelli í Meistaradeildinni í 41 ár. Jhon Durán skoraði eina mark leiksins þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Manuel Neuer, markvörð Bayern. Villa er með sex stig í Meistaradeildinni en Bayern þrjú mörk. Aðra umferðina í röð mætti Liverpool ítölsku liði þegar Bologna kom í heimsókn. Rauði herinn vann 2-0 sigur með mörkum frá Alexis Mac Allister og Mohamed Salah. Liverpool hefur unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni í vetur. Lille gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Real Madrid á heimavelli, 1-0. Jonathan David skoraði markið úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsta tap Madrídinga síðan í janúar. Klippa: Lille 1-0 Real Madrid Juventus vann RB Leipzig í frábærum leik, 2-3, þrátt fyrir að lenda tvisvar sinnum undir og missa mann af velli. Francisco Conceicao skoraði sigurmark Juventus en Dusan Vlahovic þau tvö fyrstu. Benjamin Sesko gerði bæði mörk Leipzig. Juventus er enn ósigrað á tímabilinu. Klippa: Leipzig 2-3 Juventus Benfica gerði sér lítið fyrir og rústaði Atlético Madrid, 4-0, á Ljósvangi í Lissabon. Kerem Aktürkoglu, Ángel Di María, Alexander Bah og Orkun Kökcü skoruðu mörk portúgalska liðsins. Klippa: Benfica 4-0 Atlético Madrid Feyenoord vann sinn fyrsta útisigur í Meistaradeildinni í 22 ár þegar liðið vann Girona á útivelli, 2-3. Antoni Milambo skoraði fyrir Feyenoord auk þess sem tveir leikmenn Girona, Yangel Herrera og Ladislav Krejcí skoruðu sjálfsmörk. David López og Donny van de Beek gerðu mörk Girona. Klippa: Girona 2-3 Feyenoord Aðeins eitt mark var skorað í leik Sturm Graz og Club Brugge og það var af dýrari gerðinni. Christos Tzolis skoraði markið glæsilega með skoti í stöng og inn og tryggði Belgunum sigurinn. Klippa: Sturm Graz 0-1 Club Brugge Monaco kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Dinamo Zagreb á útivelli. Lokatölur 2-2. Petar Sucic og Martin Baturina komu Króötunum í 2-0 en Mohammed Salisu og Denis Zakaria jöfnuðu fyrir gestina frá furstadæminu. Klippa: Dinamo Zagreb 2-2 Monaco Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. 2. október 2024 21:00 Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. 2. október 2024 21:00 Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 2. október 2024 21:28 Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. 2. október 2024 18:47 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjá meira
Aston Villa vann 1-0 sigur á Bayern München í fyrsta leik sínum á heimavelli í Meistaradeildinni í 41 ár. Jhon Durán skoraði eina mark leiksins þegar hann lyfti boltanum smekklega yfir Manuel Neuer, markvörð Bayern. Villa er með sex stig í Meistaradeildinni en Bayern þrjú mörk. Aðra umferðina í röð mætti Liverpool ítölsku liði þegar Bologna kom í heimsókn. Rauði herinn vann 2-0 sigur með mörkum frá Alexis Mac Allister og Mohamed Salah. Liverpool hefur unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni í vetur. Lille gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Real Madrid á heimavelli, 1-0. Jonathan David skoraði markið úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsta tap Madrídinga síðan í janúar. Klippa: Lille 1-0 Real Madrid Juventus vann RB Leipzig í frábærum leik, 2-3, þrátt fyrir að lenda tvisvar sinnum undir og missa mann af velli. Francisco Conceicao skoraði sigurmark Juventus en Dusan Vlahovic þau tvö fyrstu. Benjamin Sesko gerði bæði mörk Leipzig. Juventus er enn ósigrað á tímabilinu. Klippa: Leipzig 2-3 Juventus Benfica gerði sér lítið fyrir og rústaði Atlético Madrid, 4-0, á Ljósvangi í Lissabon. Kerem Aktürkoglu, Ángel Di María, Alexander Bah og Orkun Kökcü skoruðu mörk portúgalska liðsins. Klippa: Benfica 4-0 Atlético Madrid Feyenoord vann sinn fyrsta útisigur í Meistaradeildinni í 22 ár þegar liðið vann Girona á útivelli, 2-3. Antoni Milambo skoraði fyrir Feyenoord auk þess sem tveir leikmenn Girona, Yangel Herrera og Ladislav Krejcí skoruðu sjálfsmörk. David López og Donny van de Beek gerðu mörk Girona. Klippa: Girona 2-3 Feyenoord Aðeins eitt mark var skorað í leik Sturm Graz og Club Brugge og það var af dýrari gerðinni. Christos Tzolis skoraði markið glæsilega með skoti í stöng og inn og tryggði Belgunum sigurinn. Klippa: Sturm Graz 0-1 Club Brugge Monaco kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Dinamo Zagreb á útivelli. Lokatölur 2-2. Petar Sucic og Martin Baturina komu Króötunum í 2-0 en Mohammed Salisu og Denis Zakaria jöfnuðu fyrir gestina frá furstadæminu. Klippa: Dinamo Zagreb 2-2 Monaco Öll mörkin úr Meistaradeildinni í gær má sjá hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. 2. október 2024 21:00 Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. 2. október 2024 21:00 Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 2. október 2024 21:28 Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. 2. október 2024 18:47 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjá meira
Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. 2. október 2024 21:00
Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. 2. október 2024 21:00
Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 2. október 2024 21:28
Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. 2. október 2024 18:47