Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2024 09:50 Tæknimenn NASA koma fyrir grammófónsplötu með hljóðum frá jörðinni utan á Voyager 2 nokkrum dögum áður en geimfarinu var skotið á loft í ágúst 1977. AP/NASA Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. Voyager 2 var skotið á loft árið 1977 en það er enn þann dag í dag eina geimfarið sem hefur heimsótt ystu reikistjörnur sólkerfisins, Úranus og Neptúnus. Áður kom það við hjá Júpíter og Satúrnus. Nú er farið komið út í geiminn á milli stjarnanna, meira en 19,3 milljarða kílómetra frá jörðinni. Systurfarið Voyager 1 er komið enn lengra, rúmlega 24 milljarða kílómetra frá jörðinni. Mælitækið sem NASA slökkti á í september var hannað til þess að mæla straum hlaðinna frumeinda. Orkan sem sparast með því á að gera Voyager 2 kleift að halda leiðangri sínum áfram inn í fjórða áratug þessarar aldar. Þegar hefur verið slökkt á öðrum mælitækjum um borð í Voyager 1 og 2. Fjögur mælitæki eru enn starfandi um borð í Voyager 2 en þau safna meðal annars gögnum um segulsvið og eindir á milli stjarnanna. Samsett mynd af Satúrnusi úr aðflugi Voyager 2 árið 1981. Þrjú af tunglum Satúrnusar sjást á myndinni: Teþýs, Díona og Rea. Skuggi Teþýs sést á suðurhveli reikistjörnunnar.NASA/JPL Bilun í Voyager 1 kom í veg fyrir að leiðangursstjórn næði sambandi við geimfarið um nokkurra mánaða skeið fyrr á þessu ári. Verkfræðingum NASA tókst að finna lausn á vandanum og gögn byrjuðu aftur að streyma til jarðar í vor. Leiðangur Voyager-geimfaranna var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni þeirra til þeirrar næstu. Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Voyager 2 var skotið á loft árið 1977 en það er enn þann dag í dag eina geimfarið sem hefur heimsótt ystu reikistjörnur sólkerfisins, Úranus og Neptúnus. Áður kom það við hjá Júpíter og Satúrnus. Nú er farið komið út í geiminn á milli stjarnanna, meira en 19,3 milljarða kílómetra frá jörðinni. Systurfarið Voyager 1 er komið enn lengra, rúmlega 24 milljarða kílómetra frá jörðinni. Mælitækið sem NASA slökkti á í september var hannað til þess að mæla straum hlaðinna frumeinda. Orkan sem sparast með því á að gera Voyager 2 kleift að halda leiðangri sínum áfram inn í fjórða áratug þessarar aldar. Þegar hefur verið slökkt á öðrum mælitækjum um borð í Voyager 1 og 2. Fjögur mælitæki eru enn starfandi um borð í Voyager 2 en þau safna meðal annars gögnum um segulsvið og eindir á milli stjarnanna. Samsett mynd af Satúrnusi úr aðflugi Voyager 2 árið 1981. Þrjú af tunglum Satúrnusar sjást á myndinni: Teþýs, Díona og Rea. Skuggi Teþýs sést á suðurhveli reikistjörnunnar.NASA/JPL Bilun í Voyager 1 kom í veg fyrir að leiðangursstjórn næði sambandi við geimfarið um nokkurra mánaða skeið fyrr á þessu ári. Verkfræðingum NASA tókst að finna lausn á vandanum og gögn byrjuðu aftur að streyma til jarðar í vor. Leiðangur Voyager-geimfaranna var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni þeirra til þeirrar næstu.
Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira