Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann skrifar 3. október 2024 08:31 Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi. Enn og aftur hamra ég á mikilvægi þess að nálgast unga afbrotamenn með nýrri nálgun. Það eru margar leiðir til þess og möguleikarnir eru margir að teknu tilliti til mannauðs og náttúru sem við búum yfir. Við búum sem betur fer hér á landi af því að hér þarf engum lögum að breyta heldur þarf fyrst og fremst að skapa hefð fyrir svona vinnubrögðum og í alvarlegri málum ættu dómstólar að dæma til meðferðar og fræðslu líkt og Bretinn og Ástralinn hafa gert. Í því samhengi er hægt að minnast á YOT eða youth offending team sem er hugsuð sem uppbyggileg réttvísi. Í þessari grein langar mig að skjóta inn hugmynd sem ég sá þegar ég fór til Danmerkur ásamt starfsfélaga mínum til að kynna samsamstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda fyrir 30 árum síðan. Það starf kallaðist PUK eða politiest ungdomsklub. Ég hef á mínum starfsferli kynnst mörgu í þessum efnum en þetta starf finnst mér einna flottast ásamt YOT í Bretlandi. Ég tel jafnframt ekkert því til fyrirstöðu að innleiða þetta hér á landi strax á morgun en til að það sé hægt þarf að skapa hefð fyrir svona vinnu og vilja og þetta er ekki kostnaðarsamt. Ef við hugsum til lengri tíma þá er ég með það í huga að við nýtum þá stoðþjónustu sem fyrir er í samfélaginu. Tilsjón PUK myndi ég kalla samfélagslögreglu á „sterum“ og ég er sannfærður um að þannig vinna myndi skila margföldu til baka til samfélagsins. PUK er í rauninni ekkert annað en tilsjónarvinna með ungmennum í áhættu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn lögreglumaður ætti ekki að útskrifast úr lögregluskólanum nema að hafa verið að minnsta kosti með einn svona „wanna be krimma“ að lágmarki í þrjá mánuði í tilsjón til að kynnast hugarheimi þessara barna. Þannig myndum við fá betri lögreglumenn til starfa og betur undirbúna. Þetta kalla ég forvarnarstarf og alvöru fræðslu. Það var magnað að fylgjast með þessu á sínum tíma, lögreglumenn leika íþróttir og meira segja keyra mótorhjól á braut með þessum drengjum sem voru taldir í hvað mestri áhættu að leiðast í afbrot. Þarna var verið að sá fræjum allan daginn og reyna að koma inn vírus í afbrotaforritið. Gleymum því ekki að jafningjafræðsla fer fram í afbrotaheimum og þessir gaurar taka mark á henni. Í þetta sinn langar mig að koma inn á það hvernig ég held að lögreglan geti komið að góðu gagni í því að vinna með krökkum sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og tileinka sér neikvætt atferli sem getur leitt til andfélagslegrar hegðunar. Það er ekki þannig að ég sé að finna upp hjólið heldur hafa aðrar þjóðir tíðkað þessi vinnubrögð eins og Danir, Bretar og Ástralir. Eins hef ég sjálfur reynt þetta hér á landi í samvinnu með aðilum eins og lögreglu, slökkviliði, læknum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni, tryggingarfélagi og síðast en ekki síst Fangelsismálastofnun og fyrrverandi föngum. Þegar ég stofnaði þetta hópstarf á sínum tíma þá var ég með PUK í huga m.a. og margt annað, það þarf ekkert að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Það að stofna enn eina nefndina eða starfshóp og dreifa fjármunum út um allt til allra er ekki svarið. Það þarf markviss vinnubrögð, þetta er viðfangsefni ekki átak, það er búið að finna upp hjólið og við þurfum ekki að gera það aftur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi. Enn og aftur hamra ég á mikilvægi þess að nálgast unga afbrotamenn með nýrri nálgun. Það eru margar leiðir til þess og möguleikarnir eru margir að teknu tilliti til mannauðs og náttúru sem við búum yfir. Við búum sem betur fer hér á landi af því að hér þarf engum lögum að breyta heldur þarf fyrst og fremst að skapa hefð fyrir svona vinnubrögðum og í alvarlegri málum ættu dómstólar að dæma til meðferðar og fræðslu líkt og Bretinn og Ástralinn hafa gert. Í því samhengi er hægt að minnast á YOT eða youth offending team sem er hugsuð sem uppbyggileg réttvísi. Í þessari grein langar mig að skjóta inn hugmynd sem ég sá þegar ég fór til Danmerkur ásamt starfsfélaga mínum til að kynna samsamstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda fyrir 30 árum síðan. Það starf kallaðist PUK eða politiest ungdomsklub. Ég hef á mínum starfsferli kynnst mörgu í þessum efnum en þetta starf finnst mér einna flottast ásamt YOT í Bretlandi. Ég tel jafnframt ekkert því til fyrirstöðu að innleiða þetta hér á landi strax á morgun en til að það sé hægt þarf að skapa hefð fyrir svona vinnu og vilja og þetta er ekki kostnaðarsamt. Ef við hugsum til lengri tíma þá er ég með það í huga að við nýtum þá stoðþjónustu sem fyrir er í samfélaginu. Tilsjón PUK myndi ég kalla samfélagslögreglu á „sterum“ og ég er sannfærður um að þannig vinna myndi skila margföldu til baka til samfélagsins. PUK er í rauninni ekkert annað en tilsjónarvinna með ungmennum í áhættu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn lögreglumaður ætti ekki að útskrifast úr lögregluskólanum nema að hafa verið að minnsta kosti með einn svona „wanna be krimma“ að lágmarki í þrjá mánuði í tilsjón til að kynnast hugarheimi þessara barna. Þannig myndum við fá betri lögreglumenn til starfa og betur undirbúna. Þetta kalla ég forvarnarstarf og alvöru fræðslu. Það var magnað að fylgjast með þessu á sínum tíma, lögreglumenn leika íþróttir og meira segja keyra mótorhjól á braut með þessum drengjum sem voru taldir í hvað mestri áhættu að leiðast í afbrot. Þarna var verið að sá fræjum allan daginn og reyna að koma inn vírus í afbrotaforritið. Gleymum því ekki að jafningjafræðsla fer fram í afbrotaheimum og þessir gaurar taka mark á henni. Í þetta sinn langar mig að koma inn á það hvernig ég held að lögreglan geti komið að góðu gagni í því að vinna með krökkum sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og tileinka sér neikvætt atferli sem getur leitt til andfélagslegrar hegðunar. Það er ekki þannig að ég sé að finna upp hjólið heldur hafa aðrar þjóðir tíðkað þessi vinnubrögð eins og Danir, Bretar og Ástralir. Eins hef ég sjálfur reynt þetta hér á landi í samvinnu með aðilum eins og lögreglu, slökkviliði, læknum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni, tryggingarfélagi og síðast en ekki síst Fangelsismálastofnun og fyrrverandi föngum. Þegar ég stofnaði þetta hópstarf á sínum tíma þá var ég með PUK í huga m.a. og margt annað, það þarf ekkert að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Það að stofna enn eina nefndina eða starfshóp og dreifa fjármunum út um allt til allra er ekki svarið. Það þarf markviss vinnubrögð, þetta er viðfangsefni ekki átak, það er búið að finna upp hjólið og við þurfum ekki að gera það aftur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun