Samfélagslögregla á „sterum“ Davíð Bergmann skrifar 3. október 2024 08:31 Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi. Enn og aftur hamra ég á mikilvægi þess að nálgast unga afbrotamenn með nýrri nálgun. Það eru margar leiðir til þess og möguleikarnir eru margir að teknu tilliti til mannauðs og náttúru sem við búum yfir. Við búum sem betur fer hér á landi af því að hér þarf engum lögum að breyta heldur þarf fyrst og fremst að skapa hefð fyrir svona vinnubrögðum og í alvarlegri málum ættu dómstólar að dæma til meðferðar og fræðslu líkt og Bretinn og Ástralinn hafa gert. Í því samhengi er hægt að minnast á YOT eða youth offending team sem er hugsuð sem uppbyggileg réttvísi. Í þessari grein langar mig að skjóta inn hugmynd sem ég sá þegar ég fór til Danmerkur ásamt starfsfélaga mínum til að kynna samsamstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda fyrir 30 árum síðan. Það starf kallaðist PUK eða politiest ungdomsklub. Ég hef á mínum starfsferli kynnst mörgu í þessum efnum en þetta starf finnst mér einna flottast ásamt YOT í Bretlandi. Ég tel jafnframt ekkert því til fyrirstöðu að innleiða þetta hér á landi strax á morgun en til að það sé hægt þarf að skapa hefð fyrir svona vinnu og vilja og þetta er ekki kostnaðarsamt. Ef við hugsum til lengri tíma þá er ég með það í huga að við nýtum þá stoðþjónustu sem fyrir er í samfélaginu. Tilsjón PUK myndi ég kalla samfélagslögreglu á „sterum“ og ég er sannfærður um að þannig vinna myndi skila margföldu til baka til samfélagsins. PUK er í rauninni ekkert annað en tilsjónarvinna með ungmennum í áhættu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn lögreglumaður ætti ekki að útskrifast úr lögregluskólanum nema að hafa verið að minnsta kosti með einn svona „wanna be krimma“ að lágmarki í þrjá mánuði í tilsjón til að kynnast hugarheimi þessara barna. Þannig myndum við fá betri lögreglumenn til starfa og betur undirbúna. Þetta kalla ég forvarnarstarf og alvöru fræðslu. Það var magnað að fylgjast með þessu á sínum tíma, lögreglumenn leika íþróttir og meira segja keyra mótorhjól á braut með þessum drengjum sem voru taldir í hvað mestri áhættu að leiðast í afbrot. Þarna var verið að sá fræjum allan daginn og reyna að koma inn vírus í afbrotaforritið. Gleymum því ekki að jafningjafræðsla fer fram í afbrotaheimum og þessir gaurar taka mark á henni. Í þetta sinn langar mig að koma inn á það hvernig ég held að lögreglan geti komið að góðu gagni í því að vinna með krökkum sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og tileinka sér neikvætt atferli sem getur leitt til andfélagslegrar hegðunar. Það er ekki þannig að ég sé að finna upp hjólið heldur hafa aðrar þjóðir tíðkað þessi vinnubrögð eins og Danir, Bretar og Ástralir. Eins hef ég sjálfur reynt þetta hér á landi í samvinnu með aðilum eins og lögreglu, slökkviliði, læknum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni, tryggingarfélagi og síðast en ekki síst Fangelsismálastofnun og fyrrverandi föngum. Þegar ég stofnaði þetta hópstarf á sínum tíma þá var ég með PUK í huga m.a. og margt annað, það þarf ekkert að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Það að stofna enn eina nefndina eða starfshóp og dreifa fjármunum út um allt til allra er ekki svarið. Það þarf markviss vinnubrögð, þetta er viðfangsefni ekki átak, það er búið að finna upp hjólið og við þurfum ekki að gera það aftur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar allt er að róast og við erum að ná aftur áttum eftir hryllilega atburði sem hafa verið að herja á okkar litla samfélag finnst mér tímabært að minnast aðferða sem ég tel að myndu koma að gagni í vinnu í tengslum við unga afbrotamenn til betrunar hér á landi. Enn og aftur hamra ég á mikilvægi þess að nálgast unga afbrotamenn með nýrri nálgun. Það eru margar leiðir til þess og möguleikarnir eru margir að teknu tilliti til mannauðs og náttúru sem við búum yfir. Við búum sem betur fer hér á landi af því að hér þarf engum lögum að breyta heldur þarf fyrst og fremst að skapa hefð fyrir svona vinnubrögðum og í alvarlegri málum ættu dómstólar að dæma til meðferðar og fræðslu líkt og Bretinn og Ástralinn hafa gert. Í því samhengi er hægt að minnast á YOT eða youth offending team sem er hugsuð sem uppbyggileg réttvísi. Í þessari grein langar mig að skjóta inn hugmynd sem ég sá þegar ég fór til Danmerkur ásamt starfsfélaga mínum til að kynna samsamstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda fyrir 30 árum síðan. Það starf kallaðist PUK eða politiest ungdomsklub. Ég hef á mínum starfsferli kynnst mörgu í þessum efnum en þetta starf finnst mér einna flottast ásamt YOT í Bretlandi. Ég tel jafnframt ekkert því til fyrirstöðu að innleiða þetta hér á landi strax á morgun en til að það sé hægt þarf að skapa hefð fyrir svona vinnu og vilja og þetta er ekki kostnaðarsamt. Ef við hugsum til lengri tíma þá er ég með það í huga að við nýtum þá stoðþjónustu sem fyrir er í samfélaginu. Tilsjón PUK myndi ég kalla samfélagslögreglu á „sterum“ og ég er sannfærður um að þannig vinna myndi skila margföldu til baka til samfélagsins. PUK er í rauninni ekkert annað en tilsjónarvinna með ungmennum í áhættu. Ég er þeirrar skoðunar að enginn lögreglumaður ætti ekki að útskrifast úr lögregluskólanum nema að hafa verið að minnsta kosti með einn svona „wanna be krimma“ að lágmarki í þrjá mánuði í tilsjón til að kynnast hugarheimi þessara barna. Þannig myndum við fá betri lögreglumenn til starfa og betur undirbúna. Þetta kalla ég forvarnarstarf og alvöru fræðslu. Það var magnað að fylgjast með þessu á sínum tíma, lögreglumenn leika íþróttir og meira segja keyra mótorhjól á braut með þessum drengjum sem voru taldir í hvað mestri áhættu að leiðast í afbrot. Þarna var verið að sá fræjum allan daginn og reyna að koma inn vírus í afbrotaforritið. Gleymum því ekki að jafningjafræðsla fer fram í afbrotaheimum og þessir gaurar taka mark á henni. Í þetta sinn langar mig að koma inn á það hvernig ég held að lögreglan geti komið að góðu gagni í því að vinna með krökkum sem eru að feta sig inn á afbrotabraut og tileinka sér neikvætt atferli sem getur leitt til andfélagslegrar hegðunar. Það er ekki þannig að ég sé að finna upp hjólið heldur hafa aðrar þjóðir tíðkað þessi vinnubrögð eins og Danir, Bretar og Ástralir. Eins hef ég sjálfur reynt þetta hér á landi í samvinnu með aðilum eins og lögreglu, slökkviliði, læknum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslunni, tryggingarfélagi og síðast en ekki síst Fangelsismálastofnun og fyrrverandi föngum. Þegar ég stofnaði þetta hópstarf á sínum tíma þá var ég með PUK í huga m.a. og margt annað, það þarf ekkert að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Það að stofna enn eina nefndina eða starfshóp og dreifa fjármunum út um allt til allra er ekki svarið. Það þarf markviss vinnubrögð, þetta er viðfangsefni ekki átak, það er búið að finna upp hjólið og við þurfum ekki að gera það aftur. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun