Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 21:28 Kylian Mbappé og félagar í Real Madrid lutu í lægra haldi en Dusan Vlahovic og félagar í Juventus unnu sterkan endurkomusigur. getty / fotojet Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. Lille – Real Madrid 1-0 Lille vann mjög óvæntan sigur gegn meisturum Real Madrid. Gestirnir ógnuðu allan leikinn en voru óheppnir fyrir framan markið. Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks, sem Jonathan David skoraði úr, og reyndist það eina mark leiksins. Benfica – Atl. Madrid 4-0 Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Benfica, sem tók á móti Atlético Madrid. Íslandsóvinurinn Kerem Akturkoglu kom heimamönnum yfir snemma í fyrri hálfleik. Angel Di Maria tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum. Alexander Bah og Orkun Kokcu bættu svo við áður en leiknum lauk. Dinamo Zagreb – AS Monaco 2-2 Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Heimamenn brutu ísinn rétt fyrir hálfleik og bættu við á 66. mínútu en Monaco elti þá uppi, minnkaði muninn þegar rúmt korter var eftir og sóttu svo vítaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Denis Zakaria steig á punktinn, skoraði og tryggði stig. RB Leipzig – Juventus 2-3 Viðburðaríkasti leikur kvöldsins. Fimm mörk og rautt spjald í ótrúlegum endurkomusigri. Juventus lenti tvisvar undir, Benjamin Sesko með bæði mörkin fyrir Leipzig. Rétt fyrir seinna markið missti Juventus líka markmanninn sinn af velli þegar hann handlék boltann óvart fyrir utan teig. En tvívegis tókst Dusan Vlahovic að jafna. Það var svo Portúgalinn Fabio Conceicao sem tryggði sigurinn á 82. mínútu. Sturm Graz – Club Brugge 0-1 Sturm Graz tapaði öðrum leiknum í röð, gegn Club Brugge í þetta sinn. Christos Tzolis skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Lille – Real Madrid 1-0 Lille vann mjög óvæntan sigur gegn meisturum Real Madrid. Gestirnir ógnuðu allan leikinn en voru óheppnir fyrir framan markið. Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks, sem Jonathan David skoraði úr, og reyndist það eina mark leiksins. Benfica – Atl. Madrid 4-0 Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Benfica, sem tók á móti Atlético Madrid. Íslandsóvinurinn Kerem Akturkoglu kom heimamönnum yfir snemma í fyrri hálfleik. Angel Di Maria tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum. Alexander Bah og Orkun Kokcu bættu svo við áður en leiknum lauk. Dinamo Zagreb – AS Monaco 2-2 Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Heimamenn brutu ísinn rétt fyrir hálfleik og bættu við á 66. mínútu en Monaco elti þá uppi, minnkaði muninn þegar rúmt korter var eftir og sóttu svo vítaspyrnu rétt áður en venjulegur leiktími rann út. Denis Zakaria steig á punktinn, skoraði og tryggði stig. RB Leipzig – Juventus 2-3 Viðburðaríkasti leikur kvöldsins. Fimm mörk og rautt spjald í ótrúlegum endurkomusigri. Juventus lenti tvisvar undir, Benjamin Sesko með bæði mörkin fyrir Leipzig. Rétt fyrir seinna markið missti Juventus líka markmanninn sinn af velli þegar hann handlék boltann óvart fyrir utan teig. En tvívegis tókst Dusan Vlahovic að jafna. Það var svo Portúgalinn Fabio Conceicao sem tryggði sigurinn á 82. mínútu. Sturm Graz – Club Brugge 0-1 Sturm Graz tapaði öðrum leiknum í röð, gegn Club Brugge í þetta sinn. Christos Tzolis skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira