Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 18:47 Antoni Milambo var eini leikmaður Feyenoord sem komst á blað þó liðið hafi skorað þrisvar. Xavi Bonilla/DeFodi Images via Getty Images Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. Í leik Shaktar og Atalanta var það Berat Djimsiti sem braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur. Ademola Lookman átti stoðsendinguna, hann kom svo marki að sjálfur og tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik eftir fjölda tilrauna Atalanta. Snemma í seinni hálfleik gerði Raoul Bellanova útslagið þegar hann setti þriðja markið fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davide Zappacosta. Atalanta var áfram mun betri aðilinn, átti skot í slá en kom ekki fleiri mörkum að. Sjálfsmörk og vítaklúður Viðureign Girona og Feyenoord var öllu meira spennandi. Girona komst yfir snemma með marki Davids Lopez á 19. mínútu en það entist ekki lengi. Yangel Herrera setti boltann óvart í eigið net fjórum mínútum síðar. Antoni Milambo kom Feyenoord síðan 1-2 yfir á 33. mínútu. Ayase Ueda fékk tækifæri til að taka tveggja marka forystu fyrir Feyenoord skömmu síðar, en brást bogalistin af vítapunktinum. Áfram hélt ólánið síðan að elta Feyenoord, myndbandsdómarinn tók af þeim mark snemma í seinni hálfleik. Girona fiskaði svo vítaspyrnu og fékk tækifæri til að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, en Bojan Miovski lét verja frá sér. Donny van de Beek bætti úr því fyrir Girona á 73. mínútu og jafnaði leikinn 2-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda lengi út. Ladislav Krejci átti misheppnaða hreinsun og skaut boltanum óvart í eigið net á 79. mínútu, sem skilaði lokaniðurstöðunni 2-3 fyrir Feyenoord. Ótrúlega viðburðaríkur leikur, vítaklúður báðum megin og tvö sjálfsmörk skiluðu sigrinum að endingu. Sjö leikir eru síðan á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 19:00 og verða þeir allir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjum samtímis á Stöð 2 Sport 2. Sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum gera svo alla leiki dagsins upp í beinu kjölfari. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira
Í leik Shaktar og Atalanta var það Berat Djimsiti sem braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur. Ademola Lookman átti stoðsendinguna, hann kom svo marki að sjálfur og tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik eftir fjölda tilrauna Atalanta. Snemma í seinni hálfleik gerði Raoul Bellanova útslagið þegar hann setti þriðja markið fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davide Zappacosta. Atalanta var áfram mun betri aðilinn, átti skot í slá en kom ekki fleiri mörkum að. Sjálfsmörk og vítaklúður Viðureign Girona og Feyenoord var öllu meira spennandi. Girona komst yfir snemma með marki Davids Lopez á 19. mínútu en það entist ekki lengi. Yangel Herrera setti boltann óvart í eigið net fjórum mínútum síðar. Antoni Milambo kom Feyenoord síðan 1-2 yfir á 33. mínútu. Ayase Ueda fékk tækifæri til að taka tveggja marka forystu fyrir Feyenoord skömmu síðar, en brást bogalistin af vítapunktinum. Áfram hélt ólánið síðan að elta Feyenoord, myndbandsdómarinn tók af þeim mark snemma í seinni hálfleik. Girona fiskaði svo vítaspyrnu og fékk tækifæri til að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, en Bojan Miovski lét verja frá sér. Donny van de Beek bætti úr því fyrir Girona á 73. mínútu og jafnaði leikinn 2-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda lengi út. Ladislav Krejci átti misheppnaða hreinsun og skaut boltanum óvart í eigið net á 79. mínútu, sem skilaði lokaniðurstöðunni 2-3 fyrir Feyenoord. Ótrúlega viðburðaríkur leikur, vítaklúður báðum megin og tvö sjálfsmörk skiluðu sigrinum að endingu. Sjö leikir eru síðan á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 19:00 og verða þeir allir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjum samtímis á Stöð 2 Sport 2. Sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum gera svo alla leiki dagsins upp í beinu kjölfari.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira