Horfði á haförn og lax berjast fyrir lífi sínu út um stofugluggann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 14:17 Haförninn þurfti að nýta allt sitt vænghaf til að hafa betur í baráttunni við laxinn, sem var í kringum sjö pund að sögn Símons. Það vantaði bara David Attenborough og kvikmyndatökulið á Skarðsströnd í Dölum í gær þar sem haförn og lax háðu baráttu fyrir lífi sínu. Kaupmaður myndaði herlegheitin út um stofugluggann hjá sér. „Þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Símon S. Sigurpálsson sem var í húsi sínu fyrir vestan í gær. Út um stofugluggann er gott útsýni yfir laxveiðiána Krossá. Símon veitti haferni á flugi athygli í gær þó það heyri alls ekki til tíðinda að sjá sjaldgæfasta ránfugl landsins á flugi um svæðið. „Það er mikið um erni þarna. Við sáum einhverja sjö erni í kringum húsið okkar í gær,“ segir Símon. Einn var svangur og tók eftir laxi í ánni og lét til skarar skríða. Eins og sjá má á myndbandinu varð úr töluverð barátta. Símon segir þrengingu í hylnum sem hafi verið losuð í fyrradag. Helling vatni hafi því verið hleypt úr ánni sem hafi mögulega orðið lífsbjörg fyrir örninn. „Ef það hefði verið meira dýpi og fiskurinn örlítið sterkari þá hefði hann getað drekkt erninum.“ Símon útskýrir að örninn geti ekki losað klærnar sínar í fiskinum án þess að setjast. Laxinn bregðist við með því að kafa og þannig drekkja ránfuglinum. „Það hefur gerst að ernir hafa drukknað því þeir eru að taka of stóra fiska.“ Símon sér ekki á eftir laxinum úr ánni í hendur ránfugslins. „Ég vil miklu frekar að örninn fái hann. Það er bara æðislegt,“ segir Símon. Þau konan njóti þess að fylgjast með náttúrunni á Vesturlandi. „Við konan erum ægilega hrifin af þessu, að hafa þetta fuglalíf í kringum okkur.“ Eins og sést á myndbandinu var haförninn nokkurn tíma með laxinn á bakkanum. Nokkrir krummar hafi gert sig líklega til að trufla þreyttan haförninn en þá hafi annar örn, litlu stærri, mætt og rekið þá í burtu. Eftir að hafa kastað mæðinni flaug haförninn með bráð sína í átt til sjávar og naut hvers bita. Dýr Fuglar Lax Dalabyggð Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Sjá meira
„Þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Símon S. Sigurpálsson sem var í húsi sínu fyrir vestan í gær. Út um stofugluggann er gott útsýni yfir laxveiðiána Krossá. Símon veitti haferni á flugi athygli í gær þó það heyri alls ekki til tíðinda að sjá sjaldgæfasta ránfugl landsins á flugi um svæðið. „Það er mikið um erni þarna. Við sáum einhverja sjö erni í kringum húsið okkar í gær,“ segir Símon. Einn var svangur og tók eftir laxi í ánni og lét til skarar skríða. Eins og sjá má á myndbandinu varð úr töluverð barátta. Símon segir þrengingu í hylnum sem hafi verið losuð í fyrradag. Helling vatni hafi því verið hleypt úr ánni sem hafi mögulega orðið lífsbjörg fyrir örninn. „Ef það hefði verið meira dýpi og fiskurinn örlítið sterkari þá hefði hann getað drekkt erninum.“ Símon útskýrir að örninn geti ekki losað klærnar sínar í fiskinum án þess að setjast. Laxinn bregðist við með því að kafa og þannig drekkja ránfuglinum. „Það hefur gerst að ernir hafa drukknað því þeir eru að taka of stóra fiska.“ Símon sér ekki á eftir laxinum úr ánni í hendur ránfugslins. „Ég vil miklu frekar að örninn fái hann. Það er bara æðislegt,“ segir Símon. Þau konan njóti þess að fylgjast með náttúrunni á Vesturlandi. „Við konan erum ægilega hrifin af þessu, að hafa þetta fuglalíf í kringum okkur.“ Eins og sést á myndbandinu var haförninn nokkurn tíma með laxinn á bakkanum. Nokkrir krummar hafi gert sig líklega til að trufla þreyttan haförninn en þá hafi annar örn, litlu stærri, mætt og rekið þá í burtu. Eftir að hafa kastað mæðinni flaug haförninn með bráð sína í átt til sjávar og naut hvers bita.
Dýr Fuglar Lax Dalabyggð Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Sjá meira