Ríkiseftirlit með öllum börnum Þorlákur Axel Jónsson skrifar 1. október 2024 22:01 Frjálst fólk á ekki að vera undir stöðugu eftirliti ríkisins. Það á að geta lifað lífi sínu í samfélagi með öðru fólki án þess að athafnir þess, skoðanir eða eiginleikar séu skráð hjá einhverri ríkisstofnun. Sem betur fer tryggja stjórnarskráin og landslög frelsi okkar undan slíku eftirliti enda engin þörf á því í lýðræðissamfélagi okkar. Eða hvað segir ráðherrann Ásmundur Einar Daðason um það? Ríki og sveitarfélög hafa kynnt áform um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Fylgst verður með frá blautu barnsbeini hvernig andlegum og félagslegum þroska þeirra vindur fram þangað til þau verða sjálfráða, hvort eitthvað fer úrskeiðis að mati ríkisvaldsins og hvernig beri að bregðast við slíkum frávikum. Verkefnið hefur fengið kvenkyns nafn úr goðafræðinni eins og til að ljá því lögmæti með því að tengja það menningarverðmætum þjóðarinnar. Ekki aðeins á að fylgjast með máltöku, námi, læsi og þroska, heldur líka áhugamálum, kynhneigðum, kynhegðun, sjúkdómum barna og unglinga, vímuefnaneyslu og afbrotum. Ætlunin er að tengja hverskyns skráningu ríkisstofnana í eina skrá. Hið alsjáandi auga ríkisvaldsins. Allt er þetta gert á grunni þess sem kalla má læknisfræðilega og verkfræðilega nálgun á skólastarf. Sú sýn ríður nú húsum í umræðu um skólamál. Litið er á nemendur sem sjúklinga (vegna niðurstaðna PISA 2022) og til þess að þeim batni þarf að reikna út hvert inngripið eigi að vera og sálfræðilegar mælingar eiga að sjá um þá útreikninga. Hvað verður um upplýsingarnar þegar móðurinn rennur af því ágæta fólki sem nú ætlar sér að stýra skólastarfi með tölum? Verða þær dregnar fram við nýjar aðstæður og hvert verður þeim miðlað í nafni þess „hindrunarleysis“ sem verkefnið gerir ráð fyrir? Vandi við umræðu um ríkiseftirlitið er að öll eru áformin klædd í orðræðu framsækinnar uppeldisfræði, líka þau sem eru eitthvað allt annað. Talað er um inngildandi menntun þar sem einmitt virðist eiga að endurvekja þá sýn og þá starfshætti sem hugmyndin um skóla fyrir alla var ætlað að afnema. Nýtal af þessu tagi einkennir hugmyndir um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Líklegt þykir mér að margt af þessum áformum séu beinlínis ólögleg og því verði ekkert af þeim. Óheimilt er að tengja gagnaskrár mismunandi stofnana, stofnanir mega ekki dreifa upplýsingum um allar þorpagrundir, óheimilt er að yfirheyra börn um viðkvæm mál nema með upplýstu samþykki foreldra. Áhugamönnum er óheimilt er að halda sjúkraskrár, líka þeim sem vinna hjá hinu opinbera. Ég efast um að við verðum frjáls með því að gefa ríkisvaldinu allar upplýsingar um okkur og börnin okkar. Ríkiseftirlit tryggir ekki frjálsu fólki farsæld, það verður sjálft að vinna að henni með samfélagi sínu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Frjálst fólk á ekki að vera undir stöðugu eftirliti ríkisins. Það á að geta lifað lífi sínu í samfélagi með öðru fólki án þess að athafnir þess, skoðanir eða eiginleikar séu skráð hjá einhverri ríkisstofnun. Sem betur fer tryggja stjórnarskráin og landslög frelsi okkar undan slíku eftirliti enda engin þörf á því í lýðræðissamfélagi okkar. Eða hvað segir ráðherrann Ásmundur Einar Daðason um það? Ríki og sveitarfélög hafa kynnt áform um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Fylgst verður með frá blautu barnsbeini hvernig andlegum og félagslegum þroska þeirra vindur fram þangað til þau verða sjálfráða, hvort eitthvað fer úrskeiðis að mati ríkisvaldsins og hvernig beri að bregðast við slíkum frávikum. Verkefnið hefur fengið kvenkyns nafn úr goðafræðinni eins og til að ljá því lögmæti með því að tengja það menningarverðmætum þjóðarinnar. Ekki aðeins á að fylgjast með máltöku, námi, læsi og þroska, heldur líka áhugamálum, kynhneigðum, kynhegðun, sjúkdómum barna og unglinga, vímuefnaneyslu og afbrotum. Ætlunin er að tengja hverskyns skráningu ríkisstofnana í eina skrá. Hið alsjáandi auga ríkisvaldsins. Allt er þetta gert á grunni þess sem kalla má læknisfræðilega og verkfræðilega nálgun á skólastarf. Sú sýn ríður nú húsum í umræðu um skólamál. Litið er á nemendur sem sjúklinga (vegna niðurstaðna PISA 2022) og til þess að þeim batni þarf að reikna út hvert inngripið eigi að vera og sálfræðilegar mælingar eiga að sjá um þá útreikninga. Hvað verður um upplýsingarnar þegar móðurinn rennur af því ágæta fólki sem nú ætlar sér að stýra skólastarfi með tölum? Verða þær dregnar fram við nýjar aðstæður og hvert verður þeim miðlað í nafni þess „hindrunarleysis“ sem verkefnið gerir ráð fyrir? Vandi við umræðu um ríkiseftirlitið er að öll eru áformin klædd í orðræðu framsækinnar uppeldisfræði, líka þau sem eru eitthvað allt annað. Talað er um inngildandi menntun þar sem einmitt virðist eiga að endurvekja þá sýn og þá starfshætti sem hugmyndin um skóla fyrir alla var ætlað að afnema. Nýtal af þessu tagi einkennir hugmyndir um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Líklegt þykir mér að margt af þessum áformum séu beinlínis ólögleg og því verði ekkert af þeim. Óheimilt er að tengja gagnaskrár mismunandi stofnana, stofnanir mega ekki dreifa upplýsingum um allar þorpagrundir, óheimilt er að yfirheyra börn um viðkvæm mál nema með upplýstu samþykki foreldra. Áhugamönnum er óheimilt er að halda sjúkraskrár, líka þeim sem vinna hjá hinu opinbera. Ég efast um að við verðum frjáls með því að gefa ríkisvaldinu allar upplýsingar um okkur og börnin okkar. Ríkiseftirlit tryggir ekki frjálsu fólki farsæld, það verður sjálft að vinna að henni með samfélagi sínu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun