Ríkiseftirlit með öllum börnum Þorlákur Axel Jónsson skrifar 1. október 2024 22:01 Frjálst fólk á ekki að vera undir stöðugu eftirliti ríkisins. Það á að geta lifað lífi sínu í samfélagi með öðru fólki án þess að athafnir þess, skoðanir eða eiginleikar séu skráð hjá einhverri ríkisstofnun. Sem betur fer tryggja stjórnarskráin og landslög frelsi okkar undan slíku eftirliti enda engin þörf á því í lýðræðissamfélagi okkar. Eða hvað segir ráðherrann Ásmundur Einar Daðason um það? Ríki og sveitarfélög hafa kynnt áform um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Fylgst verður með frá blautu barnsbeini hvernig andlegum og félagslegum þroska þeirra vindur fram þangað til þau verða sjálfráða, hvort eitthvað fer úrskeiðis að mati ríkisvaldsins og hvernig beri að bregðast við slíkum frávikum. Verkefnið hefur fengið kvenkyns nafn úr goðafræðinni eins og til að ljá því lögmæti með því að tengja það menningarverðmætum þjóðarinnar. Ekki aðeins á að fylgjast með máltöku, námi, læsi og þroska, heldur líka áhugamálum, kynhneigðum, kynhegðun, sjúkdómum barna og unglinga, vímuefnaneyslu og afbrotum. Ætlunin er að tengja hverskyns skráningu ríkisstofnana í eina skrá. Hið alsjáandi auga ríkisvaldsins. Allt er þetta gert á grunni þess sem kalla má læknisfræðilega og verkfræðilega nálgun á skólastarf. Sú sýn ríður nú húsum í umræðu um skólamál. Litið er á nemendur sem sjúklinga (vegna niðurstaðna PISA 2022) og til þess að þeim batni þarf að reikna út hvert inngripið eigi að vera og sálfræðilegar mælingar eiga að sjá um þá útreikninga. Hvað verður um upplýsingarnar þegar móðurinn rennur af því ágæta fólki sem nú ætlar sér að stýra skólastarfi með tölum? Verða þær dregnar fram við nýjar aðstæður og hvert verður þeim miðlað í nafni þess „hindrunarleysis“ sem verkefnið gerir ráð fyrir? Vandi við umræðu um ríkiseftirlitið er að öll eru áformin klædd í orðræðu framsækinnar uppeldisfræði, líka þau sem eru eitthvað allt annað. Talað er um inngildandi menntun þar sem einmitt virðist eiga að endurvekja þá sýn og þá starfshætti sem hugmyndin um skóla fyrir alla var ætlað að afnema. Nýtal af þessu tagi einkennir hugmyndir um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Líklegt þykir mér að margt af þessum áformum séu beinlínis ólögleg og því verði ekkert af þeim. Óheimilt er að tengja gagnaskrár mismunandi stofnana, stofnanir mega ekki dreifa upplýsingum um allar þorpagrundir, óheimilt er að yfirheyra börn um viðkvæm mál nema með upplýstu samþykki foreldra. Áhugamönnum er óheimilt er að halda sjúkraskrár, líka þeim sem vinna hjá hinu opinbera. Ég efast um að við verðum frjáls með því að gefa ríkisvaldinu allar upplýsingar um okkur og börnin okkar. Ríkiseftirlit tryggir ekki frjálsu fólki farsæld, það verður sjálft að vinna að henni með samfélagi sínu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Menntakerfi með ómarktækar einkunnir Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð og upprisa háskólamenntunar á Íslandi – Silja Bára og stúdentar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir skrifar Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Menntakerfi með ómarktækar einkunnir Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Frjálst fólk á ekki að vera undir stöðugu eftirliti ríkisins. Það á að geta lifað lífi sínu í samfélagi með öðru fólki án þess að athafnir þess, skoðanir eða eiginleikar séu skráð hjá einhverri ríkisstofnun. Sem betur fer tryggja stjórnarskráin og landslög frelsi okkar undan slíku eftirliti enda engin þörf á því í lýðræðissamfélagi okkar. Eða hvað segir ráðherrann Ásmundur Einar Daðason um það? Ríki og sveitarfélög hafa kynnt áform um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Fylgst verður með frá blautu barnsbeini hvernig andlegum og félagslegum þroska þeirra vindur fram þangað til þau verða sjálfráða, hvort eitthvað fer úrskeiðis að mati ríkisvaldsins og hvernig beri að bregðast við slíkum frávikum. Verkefnið hefur fengið kvenkyns nafn úr goðafræðinni eins og til að ljá því lögmæti með því að tengja það menningarverðmætum þjóðarinnar. Ekki aðeins á að fylgjast með máltöku, námi, læsi og þroska, heldur líka áhugamálum, kynhneigðum, kynhegðun, sjúkdómum barna og unglinga, vímuefnaneyslu og afbrotum. Ætlunin er að tengja hverskyns skráningu ríkisstofnana í eina skrá. Hið alsjáandi auga ríkisvaldsins. Allt er þetta gert á grunni þess sem kalla má læknisfræðilega og verkfræðilega nálgun á skólastarf. Sú sýn ríður nú húsum í umræðu um skólamál. Litið er á nemendur sem sjúklinga (vegna niðurstaðna PISA 2022) og til þess að þeim batni þarf að reikna út hvert inngripið eigi að vera og sálfræðilegar mælingar eiga að sjá um þá útreikninga. Hvað verður um upplýsingarnar þegar móðurinn rennur af því ágæta fólki sem nú ætlar sér að stýra skólastarfi með tölum? Verða þær dregnar fram við nýjar aðstæður og hvert verður þeim miðlað í nafni þess „hindrunarleysis“ sem verkefnið gerir ráð fyrir? Vandi við umræðu um ríkiseftirlitið er að öll eru áformin klædd í orðræðu framsækinnar uppeldisfræði, líka þau sem eru eitthvað allt annað. Talað er um inngildandi menntun þar sem einmitt virðist eiga að endurvekja þá sýn og þá starfshætti sem hugmyndin um skóla fyrir alla var ætlað að afnema. Nýtal af þessu tagi einkennir hugmyndir um allsherjar eftirlit með öllum börnum og unglingum. Líklegt þykir mér að margt af þessum áformum séu beinlínis ólögleg og því verði ekkert af þeim. Óheimilt er að tengja gagnaskrár mismunandi stofnana, stofnanir mega ekki dreifa upplýsingum um allar þorpagrundir, óheimilt er að yfirheyra börn um viðkvæm mál nema með upplýstu samþykki foreldra. Áhugamönnum er óheimilt er að halda sjúkraskrár, líka þeim sem vinna hjá hinu opinbera. Ég efast um að við verðum frjáls með því að gefa ríkisvaldinu allar upplýsingar um okkur og börnin okkar. Ríkiseftirlit tryggir ekki frjálsu fólki farsæld, það verður sjálft að vinna að henni með samfélagi sínu. Höfundur er aðjúnkt við Háskólann á Akureyri
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð og upprisa háskólamenntunar á Íslandi – Silja Bára og stúdentar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun