Viðskiptablaðið greinir frá þessu.
Myndlistarskólinn í Reykjavík flutti starfsemi sína frá húsinu í sumar, en hann hafði verið til húsa á annarri og þriðju hæð hússins í aldarfjórðung.
Verslun Nóatúns var lengi starfrækt á jarðhæðinni en síðan þá hafa fjölmargir veitingastaðir reynt að festa þar rætur sínar án mikils árangurs.
Í lok síðasta árs fékk Skúli Gunnar, sem rak Subway á jarðhæð hússins, samþykkt lögbann gegn því að aðrir eigendur hússins myndu starfrækja gistiaðstöðu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Sjá frétt RÚV.
JL-húsið er á sex hæðum og hefur hýst fjöldann allan af fyrirtækjum í gegnum tíðina. Mikil hreyfing hefur verið á eignarhaldi á húsinu síðustu ár. Félagið HB 121 ehf. festi í sumar kaup á húsinu í heild sinni, og með því varð húsið allt undir sama eignarhaldi í fyrsta skipti í áratugi.
Íris Halla Guðmundsdóttir, sviðstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun, segir að allar hæðir hússins verði notaðar undir starfsemina.
Neðsta hæðin verði notuð sem svokölluð virknimiðstöð, en hinar hæðirnar allar sem búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.