Mennt er máttur Úlfar Darri Lúthersson skrifar 30. september 2024 08:32 Tilgangur Menntakerfisins er að undirbúa fólk fyrir veruleikann sem bíður þeirra að námi loknu. Það er mikilvægt að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takt við þarfir samtímans og framtíðarinnar. Við í Ungri Framsókn í Kraganum leggjum sérstaka áherslu á nýsköpun, stafræna tækni og félagsfærni í skólastarfi, sem hluta af okkar stefnumótun í menntamálum. Við viljum sjá menntakerfi sem ekki aðeins býr nemendur undir hefðbundin störf heldur gefur þeim verkfæri til að hugsa skapandi, nýta tæknina og tengjast betur samfélaginu. Skapandi og þverfagleg kennsla Ein af lykiláherslum okkar er að innleiða nýsköpunarkennslu í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Með því að bæta skapandi og þverfaglegum námskeiðum inn í námskrána gefst nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum sem krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar. Aukið val í námi veitir nemendum tækifæri til að efla hæfileika sína, leggja grunn að farsælli framtíð og leggja sitt að mörkum í þróun á samfélaginu. Skapandi greinar verða valfög sem nemendur geta valið, sem ekki aðeins eykur áhuga þeirra á námi heldur tengir saman mismunandi greinar á áhrifaríkan hátt. Með því að tengja bóklegar greinar við skapandi ferla stuðlum við að betri árangri nemenda, bæði faglega og persónulega. Notkun stafrænnar tækni Tækni er bæði nútíðin og framtíðin. Tæknin er komin til að vera og skólasamfélagið þarf að líta á hana sem tól en ekki ógn. Á tímum örra tækniframfara skiptir miklu máli að kennsla taki mið af þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. Við viljum sjá aukna nýtingu stafrænnar tækni í kennslu, þar sem nemendur læra að leysa flókin vandamál með skapandi og lausnamiðuðum verkefnum. Forrit og stafræn verkfæri ættu að vera hluti af daglegu skólastarfi, hvort sem er í kennslustofunni eða heima, og stuðla þannig að samfellu í námi og frekara sjálfsnámi nemenda. Tungumálakennsla og fjölbreytileiki Íslenskt samfélag er fjölbreytt og við viljum viðhalda þeim jákvæða þætti samfélagsins. Samskiptahæfni er grunnur velferðar. Íslenska tungumálið ýtir undir velgengni í íslenska kerfinu og efling íslenskukennslu er stór þáttur í því að veita fólki jöfn tækifæri í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykill að alþjóðlegri þátttöku og samkeppnishæfni. Við leggjum áherslu á eflingu tungumálanáms, bæði í íslensku og erlendum tungumálum. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegan vinnumarkað, á sama tíma og við varðveitum íslenska tungu og menningu. Stuðningur við nemendur með sérþarfir Jafnrétti til menntunar er grundvallarmál. Við leggjum áherslu á að nemendur með sérþarfir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í námi. Með aukinni sérkennslu og einstaklingsmiðaðri námsáætlun viljum við tryggja að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Samstarf við atvinnulífið Tengsl við atvinnulífið eru lykilatriði til að tryggja að menntakerfið mæti þörfum vinnumarkaðarins. Við viljum sjá aukið samstarf milli skóla og fyrirtækja, þar sem nemendur fá tækifæri til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar. Slíkt samstarf mun styrkja hæfni nemenda og undirbúa þá betur fyrir framtíðarstörf. Aðgengi að menntun fyrir alla Lykilmarkmið okkar er að tryggja að allir nemendur, óháð bakgrunni eða búsetu, hafi jöfn tækifæri til menntunar. Við viljum auka stuðning við nemendur úr efnaminni fjölskyldum með námsstyrkjum og tryggja betra aðgengi að menntun í dreifbýli. Menntun sem eflir einstaklinginn Við leggjum einnig áherslu á persónulega námsráðgjöf fyrir nemendur, þar sem stuðningur og leiðbeiningar geta gert þeim kleift að finna réttu námsleiðina. Einnig viljum við efla félagsfærni og samskipti nemenda í gegnum tómstundastarf og að skapa jákvætt skólaumhverfi þar sem geðheilsa og vellíðan eru í forgrunni. Með þessum aðgerðum tryggjum við að menntakerfið verði framtíðarvænt, fjölbreytt og aðgengilegt öllum. Við í Ungri Framsókn í Kraganum trúum því að með öflugri menntun verði til öflugra samfélag. Við í Ungri Framsókn í Kraganum hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfiokkar að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum Höfundur er varaformaður ung Framsókn í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Tilgangur Menntakerfisins er að undirbúa fólk fyrir veruleikann sem bíður þeirra að námi loknu. Það er mikilvægt að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takt við þarfir samtímans og framtíðarinnar. Við í Ungri Framsókn í Kraganum leggjum sérstaka áherslu á nýsköpun, stafræna tækni og félagsfærni í skólastarfi, sem hluta af okkar stefnumótun í menntamálum. Við viljum sjá menntakerfi sem ekki aðeins býr nemendur undir hefðbundin störf heldur gefur þeim verkfæri til að hugsa skapandi, nýta tæknina og tengjast betur samfélaginu. Skapandi og þverfagleg kennsla Ein af lykiláherslum okkar er að innleiða nýsköpunarkennslu í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Með því að bæta skapandi og þverfaglegum námskeiðum inn í námskrána gefst nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum sem krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar. Aukið val í námi veitir nemendum tækifæri til að efla hæfileika sína, leggja grunn að farsælli framtíð og leggja sitt að mörkum í þróun á samfélaginu. Skapandi greinar verða valfög sem nemendur geta valið, sem ekki aðeins eykur áhuga þeirra á námi heldur tengir saman mismunandi greinar á áhrifaríkan hátt. Með því að tengja bóklegar greinar við skapandi ferla stuðlum við að betri árangri nemenda, bæði faglega og persónulega. Notkun stafrænnar tækni Tækni er bæði nútíðin og framtíðin. Tæknin er komin til að vera og skólasamfélagið þarf að líta á hana sem tól en ekki ógn. Á tímum örra tækniframfara skiptir miklu máli að kennsla taki mið af þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. Við viljum sjá aukna nýtingu stafrænnar tækni í kennslu, þar sem nemendur læra að leysa flókin vandamál með skapandi og lausnamiðuðum verkefnum. Forrit og stafræn verkfæri ættu að vera hluti af daglegu skólastarfi, hvort sem er í kennslustofunni eða heima, og stuðla þannig að samfellu í námi og frekara sjálfsnámi nemenda. Tungumálakennsla og fjölbreytileiki Íslenskt samfélag er fjölbreytt og við viljum viðhalda þeim jákvæða þætti samfélagsins. Samskiptahæfni er grunnur velferðar. Íslenska tungumálið ýtir undir velgengni í íslenska kerfinu og efling íslenskukennslu er stór þáttur í því að veita fólki jöfn tækifæri í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykill að alþjóðlegri þátttöku og samkeppnishæfni. Við leggjum áherslu á eflingu tungumálanáms, bæði í íslensku og erlendum tungumálum. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegan vinnumarkað, á sama tíma og við varðveitum íslenska tungu og menningu. Stuðningur við nemendur með sérþarfir Jafnrétti til menntunar er grundvallarmál. Við leggjum áherslu á að nemendur með sérþarfir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í námi. Með aukinni sérkennslu og einstaklingsmiðaðri námsáætlun viljum við tryggja að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Samstarf við atvinnulífið Tengsl við atvinnulífið eru lykilatriði til að tryggja að menntakerfið mæti þörfum vinnumarkaðarins. Við viljum sjá aukið samstarf milli skóla og fyrirtækja, þar sem nemendur fá tækifæri til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar. Slíkt samstarf mun styrkja hæfni nemenda og undirbúa þá betur fyrir framtíðarstörf. Aðgengi að menntun fyrir alla Lykilmarkmið okkar er að tryggja að allir nemendur, óháð bakgrunni eða búsetu, hafi jöfn tækifæri til menntunar. Við viljum auka stuðning við nemendur úr efnaminni fjölskyldum með námsstyrkjum og tryggja betra aðgengi að menntun í dreifbýli. Menntun sem eflir einstaklinginn Við leggjum einnig áherslu á persónulega námsráðgjöf fyrir nemendur, þar sem stuðningur og leiðbeiningar geta gert þeim kleift að finna réttu námsleiðina. Einnig viljum við efla félagsfærni og samskipti nemenda í gegnum tómstundastarf og að skapa jákvætt skólaumhverfi þar sem geðheilsa og vellíðan eru í forgrunni. Með þessum aðgerðum tryggjum við að menntakerfið verði framtíðarvænt, fjölbreytt og aðgengilegt öllum. Við í Ungri Framsókn í Kraganum trúum því að með öflugri menntun verði til öflugra samfélag. Við í Ungri Framsókn í Kraganum hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfiokkar að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum Höfundur er varaformaður ung Framsókn í Kraganum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun