Göngubrúin átti að vera tilbúin í síðasta lagi í sumar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. september 2024 22:11 G Pétur upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar ræddi umferðaröryggi á gatnamótum sem banaslys varð seint í gærkvöldi. vísir Göngubrú yfir Sæbraut, sem ætlað er að bæta umferðaröryggi verulega, átti að vera tilbúin í síðasta lagi í sumar. Framkvæmdir töfðust vegna of hás tilboðs í verkið. Þetta segir G. Pétur Matthíasson sem ræddi framkvæmdirnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Banaslys varð seint í gærkvöldi á gatnamótunum milli Skeiðarvogs og Kleppsmýrarvegar, þegar fólksbíll ók á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en þeir sem kunna að hafa verið vitni að slysinu eða aðdraganda þess eru hvattir til að hafa samband við lögreglu. Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við gatnamótin hættulegu. Pétur segir lengi hafa verið ljóst að ráðast þyrfti í framkvæmdir á umræddum gatnamótum. „Við erum raunar byrjuð á því. Við erum byrjuð á framkvæmdum á bráðabirgðagöngubrú milli hverfanna. Það er hafið og við reiknum með því að verklok verði í apríl í síðasta lagi. Það hjálpar til á meðan við bíðum eftir varanlegri lausn sem er stokkurinn sem kemur hingað,“ segir Pétur. Áætlað er að stokkurinn verði tilbúinn árið 2027. Umrædd göngubrú átti að vera tilbúin í síðasta lagi í sumar, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem færanlega brúin var kynnt. Pétur segir í samtali við Vísi að of hátt boð hafi borist Vegagerðinni í útboði fyrir brúnna. Það sé hluti ástæðu þess að framkvæmdir töfðust. Hann segir að áfram verði skoðað hvað sé hægt að gera til að bæta umferðaröryggi. Viðtalið við hann, ásamt frétt um málið, má sjá hér að neðan: Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Umferð Borgarstjórn Banaslys við Sæbraut Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Þetta segir G. Pétur Matthíasson sem ræddi framkvæmdirnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Banaslys varð seint í gærkvöldi á gatnamótunum milli Skeiðarvogs og Kleppsmýrarvegar, þegar fólksbíll ók á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en þeir sem kunna að hafa verið vitni að slysinu eða aðdraganda þess eru hvattir til að hafa samband við lögreglu. Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við gatnamótin hættulegu. Pétur segir lengi hafa verið ljóst að ráðast þyrfti í framkvæmdir á umræddum gatnamótum. „Við erum raunar byrjuð á því. Við erum byrjuð á framkvæmdum á bráðabirgðagöngubrú milli hverfanna. Það er hafið og við reiknum með því að verklok verði í apríl í síðasta lagi. Það hjálpar til á meðan við bíðum eftir varanlegri lausn sem er stokkurinn sem kemur hingað,“ segir Pétur. Áætlað er að stokkurinn verði tilbúinn árið 2027. Umrædd göngubrú átti að vera tilbúin í síðasta lagi í sumar, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem færanlega brúin var kynnt. Pétur segir í samtali við Vísi að of hátt boð hafi borist Vegagerðinni í útboði fyrir brúnna. Það sé hluti ástæðu þess að framkvæmdir töfðust. Hann segir að áfram verði skoðað hvað sé hægt að gera til að bæta umferðaröryggi. Viðtalið við hann, ásamt frétt um málið, má sjá hér að neðan:
Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Umferð Borgarstjórn Banaslys við Sæbraut Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira