Göngubrúin átti að vera tilbúin í síðasta lagi í sumar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. september 2024 22:11 G Pétur upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar ræddi umferðaröryggi á gatnamótum sem banaslys varð seint í gærkvöldi. vísir Göngubrú yfir Sæbraut, sem ætlað er að bæta umferðaröryggi verulega, átti að vera tilbúin í síðasta lagi í sumar. Framkvæmdir töfðust vegna of hás tilboðs í verkið. Þetta segir G. Pétur Matthíasson sem ræddi framkvæmdirnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Banaslys varð seint í gærkvöldi á gatnamótunum milli Skeiðarvogs og Kleppsmýrarvegar, þegar fólksbíll ók á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en þeir sem kunna að hafa verið vitni að slysinu eða aðdraganda þess eru hvattir til að hafa samband við lögreglu. Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við gatnamótin hættulegu. Pétur segir lengi hafa verið ljóst að ráðast þyrfti í framkvæmdir á umræddum gatnamótum. „Við erum raunar byrjuð á því. Við erum byrjuð á framkvæmdum á bráðabirgðagöngubrú milli hverfanna. Það er hafið og við reiknum með því að verklok verði í apríl í síðasta lagi. Það hjálpar til á meðan við bíðum eftir varanlegri lausn sem er stokkurinn sem kemur hingað,“ segir Pétur. Áætlað er að stokkurinn verði tilbúinn árið 2027. Umrædd göngubrú átti að vera tilbúin í síðasta lagi í sumar, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem færanlega brúin var kynnt. Pétur segir í samtali við Vísi að of hátt boð hafi borist Vegagerðinni í útboði fyrir brúnna. Það sé hluti ástæðu þess að framkvæmdir töfðust. Hann segir að áfram verði skoðað hvað sé hægt að gera til að bæta umferðaröryggi. Viðtalið við hann, ásamt frétt um málið, má sjá hér að neðan: Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Umferð Borgarstjórn Banaslys við Sæbraut Sæbrautarstokkur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þetta segir G. Pétur Matthíasson sem ræddi framkvæmdirnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Banaslys varð seint í gærkvöldi á gatnamótunum milli Skeiðarvogs og Kleppsmýrarvegar, þegar fólksbíll ók á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en þeir sem kunna að hafa verið vitni að slysinu eða aðdraganda þess eru hvattir til að hafa samband við lögreglu. Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við gatnamótin hættulegu. Pétur segir lengi hafa verið ljóst að ráðast þyrfti í framkvæmdir á umræddum gatnamótum. „Við erum raunar byrjuð á því. Við erum byrjuð á framkvæmdum á bráðabirgðagöngubrú milli hverfanna. Það er hafið og við reiknum með því að verklok verði í apríl í síðasta lagi. Það hjálpar til á meðan við bíðum eftir varanlegri lausn sem er stokkurinn sem kemur hingað,“ segir Pétur. Áætlað er að stokkurinn verði tilbúinn árið 2027. Umrædd göngubrú átti að vera tilbúin í síðasta lagi í sumar, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem færanlega brúin var kynnt. Pétur segir í samtali við Vísi að of hátt boð hafi borist Vegagerðinni í útboði fyrir brúnna. Það sé hluti ástæðu þess að framkvæmdir töfðust. Hann segir að áfram verði skoðað hvað sé hægt að gera til að bæta umferðaröryggi. Viðtalið við hann, ásamt frétt um málið, má sjá hér að neðan:
Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Umferð Borgarstjórn Banaslys við Sæbraut Sæbrautarstokkur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira