Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. september 2024 11:22 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Einar Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. Framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu lýsti áhyggjum af erfiðri stöðu á Stuðlum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vernda þurfi börnin sem þar dvelja fyrir hvert öðru en húsakosturinn bjóði ekki upp á aldursskiptingu. Móðir þrettán ára drengs lýsti svipuðum áhyggjum en sonur hennar var neyðarvistaður á Stuðlum nokkrum sinnum í ár, þar sem hann komst í kynni við mun eldri drengi sem sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum að sjá núna fram á nýjar áskoranir varðandi unga gerendur og við höfum verið að nota Stuðla, sem er meðferðarstofnun, sem ígildi gæsluvarðhalds fyrir unglinga og það getur ekki gengið upp til lengdar. Þannig við þurfum að endurhugsa þetta alveg upp á nýtt. Við höfum verið með tiltölulega stóran hóp, miðað við fyrri ár, af ungum gerendum,“ segir Guðrún. Það skorti betri úrræði fyrir börn og ungmenni sem fremja afbrot þar sem bæði öryggi þeirra og borgaranna sé tryggt. „Við þurfum vitaskuld alltaf að hlaupa hratt þegar að börnin okkar og unglingarnir eru annars vegar, því að æska þeirra er tiltölulega stutt og það á við í öllum málum sem varða börn. Þegar upp koma vandamál í lífi barna þá viljum við að kerfin okkar geti gripið þau hratt og vel.“ Ljóst sé að bregðast þurfi hratt við með bættum úrræðum. Það sé til skoðunar innan ráðuneytisins auk þess sem hún hafi átt um það samtöl við barnamálaráðherra. „Við erum að skoða þetta og við þurfum að gera úrbætur, það er alveg ljóst,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu lýsti áhyggjum af erfiðri stöðu á Stuðlum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vernda þurfi börnin sem þar dvelja fyrir hvert öðru en húsakosturinn bjóði ekki upp á aldursskiptingu. Móðir þrettán ára drengs lýsti svipuðum áhyggjum en sonur hennar var neyðarvistaður á Stuðlum nokkrum sinnum í ár, þar sem hann komst í kynni við mun eldri drengi sem sumir sæta gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra glæpa. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum að sjá núna fram á nýjar áskoranir varðandi unga gerendur og við höfum verið að nota Stuðla, sem er meðferðarstofnun, sem ígildi gæsluvarðhalds fyrir unglinga og það getur ekki gengið upp til lengdar. Þannig við þurfum að endurhugsa þetta alveg upp á nýtt. Við höfum verið með tiltölulega stóran hóp, miðað við fyrri ár, af ungum gerendum,“ segir Guðrún. Það skorti betri úrræði fyrir börn og ungmenni sem fremja afbrot þar sem bæði öryggi þeirra og borgaranna sé tryggt. „Við þurfum vitaskuld alltaf að hlaupa hratt þegar að börnin okkar og unglingarnir eru annars vegar, því að æska þeirra er tiltölulega stutt og það á við í öllum málum sem varða börn. Þegar upp koma vandamál í lífi barna þá viljum við að kerfin okkar geti gripið þau hratt og vel.“ Ljóst sé að bregðast þurfi hratt við með bættum úrræðum. Það sé til skoðunar innan ráðuneytisins auk þess sem hún hafi átt um það samtöl við barnamálaráðherra. „Við erum að skoða þetta og við þurfum að gera úrbætur, það er alveg ljóst,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fangelsismál Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira