Að eldast – ertu undirbúin? Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir, Lára María Valgerðardóttir og Magnús E. Smith skrifa 28. september 2024 10:03 Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum? Stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að fólk eigi að búa heima eins lengi og kostur er. En til þess þarf öflug heimahjúkrun og þjónusta að vera til staðar. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar og það liggur fyrir að margt vantar í þessum efnum. Allir þeir sem hafa innsýn í starfsemi heimahjúkrunar vita að þjónustan er langt frá því að vera nægilega öflug til að mæta vaxandi þörfum. Fjöldi hjúkrunarrýma – ósamræmi við raunveruleikann Í dag er um 3.000 hjúkrunarrými á landinu. En það er fyrirséð að þau duga skammt. Á næstu 25 árum mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast og næstu fimm árin mun þeim fjölga um 20%! Margir þeirra eru í elsta aldurshópnum sem þurfa mestu þjónustuna. Samkvæmt nýjustu skýrslu heilbrigðisráðuneytisins þurfa eldri borgarar að bíða að meðaltali 77-117 daga eftir hjúkrunarrými. Hvað finnst okkur um það? Heilbrigðismál efst á blaði – engin aðgerðaáætlun Nýleg skoðanakönnun sýnir að almenningur telur heilbrigðismálin vera mikilvægustu mál þjóðarinnar. Eldri borgarar og heilbrigðisþjónusta voru efst á lista. Þetta er ákall þjóðarinnar um aðgerðir. Þjóðin er að biðja stjórnvöld um að forgangsraða þessum málum og grípa til tafarlausra aðgerða. Það er ekki nema ár til næstu alþingiskosninga. Nú er tíminn fyrir stjórnmálaflokkana að setja öldrunar- og heilbrigðismál í forgang. Við getum ekki beðið lengur. Ef við grípum ekki til alvöru aðgerða núna, mun öldrunarþjónustan og heilbrigðiskerfið hrynja undan álagi þegar hópur eldri borgara stækkar. Það er ekki bara þeirra mál, -heldur okkar allra. Verður þú hluti af lausninni? Stjórnvöld hafa ekki lengur tíma til að fresta þessum málum. Þessi hópur, sem þú, kæri lesandi, munt að öllum líkindum verða hluti af, á betra skilið. Er ekki kominn tími til að sýna þessum málaflokki þá virðingu sem hann á skilið? Höfundar eru í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Það fá ekki allir tækifæri til að eldast. Við, sem það gerum vitum að með aldrinum kemur þörf fyrir stuðning, umönnun og hjúkrun, hvort sem hún kemur frá aðstandendum eða þeim stofnunum sem samfélagið hefur byggt upp. En spurningin er: Eru sjúkrahúsin, hjúkrunarheimilin og heilsugæslan í landinu tilbúin til að mæta þessum þörfum? Stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að fólk eigi að búa heima eins lengi og kostur er. En til þess þarf öflug heimahjúkrun og þjónusta að vera til staðar. Sjúkraliðar sinna kjarnastarfsemi heimahjúkrunar og það liggur fyrir að margt vantar í þessum efnum. Allir þeir sem hafa innsýn í starfsemi heimahjúkrunar vita að þjónustan er langt frá því að vera nægilega öflug til að mæta vaxandi þörfum. Fjöldi hjúkrunarrýma – ósamræmi við raunveruleikann Í dag er um 3.000 hjúkrunarrými á landinu. En það er fyrirséð að þau duga skammt. Á næstu 25 árum mun fjöldi eldri borgara tvöfaldast og næstu fimm árin mun þeim fjölga um 20%! Margir þeirra eru í elsta aldurshópnum sem þurfa mestu þjónustuna. Samkvæmt nýjustu skýrslu heilbrigðisráðuneytisins þurfa eldri borgarar að bíða að meðaltali 77-117 daga eftir hjúkrunarrými. Hvað finnst okkur um það? Heilbrigðismál efst á blaði – engin aðgerðaáætlun Nýleg skoðanakönnun sýnir að almenningur telur heilbrigðismálin vera mikilvægustu mál þjóðarinnar. Eldri borgarar og heilbrigðisþjónusta voru efst á lista. Þetta er ákall þjóðarinnar um aðgerðir. Þjóðin er að biðja stjórnvöld um að forgangsraða þessum málum og grípa til tafarlausra aðgerða. Það er ekki nema ár til næstu alþingiskosninga. Nú er tíminn fyrir stjórnmálaflokkana að setja öldrunar- og heilbrigðismál í forgang. Við getum ekki beðið lengur. Ef við grípum ekki til alvöru aðgerða núna, mun öldrunarþjónustan og heilbrigðiskerfið hrynja undan álagi þegar hópur eldri borgara stækkar. Það er ekki bara þeirra mál, -heldur okkar allra. Verður þú hluti af lausninni? Stjórnvöld hafa ekki lengur tíma til að fresta þessum málum. Þessi hópur, sem þú, kæri lesandi, munt að öllum líkindum verða hluti af, á betra skilið. Er ekki kominn tími til að sýna þessum málaflokki þá virðingu sem hann á skilið? Höfundar eru í stjórn Sjúkraliðafélags Íslands
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun