Hinn 23 ára gamli Róbert er uppalinn hjá Stjörnunni en lék um bil með Þrótti Reykjavík áður en hann gekk í raðir Fram.
„Við hlökkum mikið til að sjá hann í bláu treyjunni og taka þátt í uppbyggingu karlaliðsins,“ segir í tilkynningu Fram.
Alls á Róbert að baki 75 leiki í Lengjudeildinni þar sem hann skoraði 19 mörk. Þá hefur hann spilað 25 leiki í efstu deild og skorað þrjú mörk.