Við getum ekki beðið í 131 ár Jódís Skúladóttir skrifar 27. september 2024 14:02 Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu. Í Afganistan hafa konur verið sviptar öllu og ekki einu sinni raddir þeirra mega nú heyrast á almannafæri. Þær syngja nú samt. Nú eru liðin tvö ár síðan mótmælin í Íran, sem eru kennd við Möshu Amini undir slagorðinu Kona, líf frelsi, hófust og í dag búa konur þar við stöðuga ógn um ofbeldi af hendi yfirvalda ef þær fara út úr húsi án blæju eða setja stöðufærslu á samfélagsmiðla. Þær fara samt út með hárið flaksandi í vindinum. Í Frakklandi eru 72 menn ákærðir fyrir að nauðga einni og sömu konunni að undirlagi og með aðstoð eiginmanns hennar. Hún hafnaði réttarhöldum fyrir luktum dyrum vegna þess að hún vill ekki halda hlífiskildi yfir þeim sem brutu gegn henni. Alls staðar segja konur stopp. Þær standa upp og hafna kúgun, ofbeldi og þöggun feðraveldisins. En í þeirri baráttu eru allt of mörg líf sem verða undir. þrátt fyrir hugrekki kvenna á hverjum stað og þrátt fyrir allan slagina sem þær taka verða þær undir í baráttunni. Um allan heim og ekki síst á samfélagsmiðlum sjáum við vísbendingar um uppgang karllægra gilda og kvenfjandsamlegra viðhorfa sem hægja á baráttunni og hrinda henni jafnvel mörg skref afturábak. Hér á Íslandi búum við vissulega við meira jafnrétti en gerist í flestum löndum heims en samt verðum við vör við bakslag þegar kemur að viðhorfum í jafnréttismálum. Við sjáum hneigð í áttina til þess að færa konur aftur inn á heimilin með ójöfnum greiðslum í fæðingarorlofi og verðlaunum fyrir þær fjölskyldur sem hafa börn í styttri tíma á leikskóla. Þá eru ótalin öll þau kynferðisbrotamál sem lognast út af í kerfinu og vaxandi ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Launamunur kynjanna er ennþá viðvarandi vandamál og ólaunuð ábyrgð kvenna á heimilishaldi og félagslegum tengslum, skipulagi og velsæld fjölskyldunnar kemur síðan ofan á það. Kvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem felur í sér viðurkenningu á nauðsyn þess að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu. 131 ár er of langur tími til að bíða eftir því að kynjajafnrétti verði náð. Sterk og þétt kvennasamstaða þvert á pólitík og aðra hagsmuni verður vonandi til þess að okkur takist að stytta þessa löngu bið. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu. Í Afganistan hafa konur verið sviptar öllu og ekki einu sinni raddir þeirra mega nú heyrast á almannafæri. Þær syngja nú samt. Nú eru liðin tvö ár síðan mótmælin í Íran, sem eru kennd við Möshu Amini undir slagorðinu Kona, líf frelsi, hófust og í dag búa konur þar við stöðuga ógn um ofbeldi af hendi yfirvalda ef þær fara út úr húsi án blæju eða setja stöðufærslu á samfélagsmiðla. Þær fara samt út með hárið flaksandi í vindinum. Í Frakklandi eru 72 menn ákærðir fyrir að nauðga einni og sömu konunni að undirlagi og með aðstoð eiginmanns hennar. Hún hafnaði réttarhöldum fyrir luktum dyrum vegna þess að hún vill ekki halda hlífiskildi yfir þeim sem brutu gegn henni. Alls staðar segja konur stopp. Þær standa upp og hafna kúgun, ofbeldi og þöggun feðraveldisins. En í þeirri baráttu eru allt of mörg líf sem verða undir. þrátt fyrir hugrekki kvenna á hverjum stað og þrátt fyrir allan slagina sem þær taka verða þær undir í baráttunni. Um allan heim og ekki síst á samfélagsmiðlum sjáum við vísbendingar um uppgang karllægra gilda og kvenfjandsamlegra viðhorfa sem hægja á baráttunni og hrinda henni jafnvel mörg skref afturábak. Hér á Íslandi búum við vissulega við meira jafnrétti en gerist í flestum löndum heims en samt verðum við vör við bakslag þegar kemur að viðhorfum í jafnréttismálum. Við sjáum hneigð í áttina til þess að færa konur aftur inn á heimilin með ójöfnum greiðslum í fæðingarorlofi og verðlaunum fyrir þær fjölskyldur sem hafa börn í styttri tíma á leikskóla. Þá eru ótalin öll þau kynferðisbrotamál sem lognast út af í kerfinu og vaxandi ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Launamunur kynjanna er ennþá viðvarandi vandamál og ólaunuð ábyrgð kvenna á heimilishaldi og félagslegum tengslum, skipulagi og velsæld fjölskyldunnar kemur síðan ofan á það. Kvenfrelsi er ein af grunnstoðum Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem felur í sér viðurkenningu á nauðsyn þess að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu. 131 ár er of langur tími til að bíða eftir því að kynjajafnrétti verði náð. Sterk og þétt kvennasamstaða þvert á pólitík og aðra hagsmuni verður vonandi til þess að okkur takist að stytta þessa löngu bið. Höfundur er þingmaður VG og í framboði til varaformanns hreyfingarinnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun