Veitingastaður ber ekki ábyrgð á hnefahöggi starfsmanns Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 11:24 Veitingastaðurinn Fish house var starfræktur í Grindavík en er í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað veitingastaðinn Fish house og tryggingafélag hans, Sjóvá, af kröfum manns sem varð fyrir líkamsárás af hendi starfsmanns staðarins á staðnum árið 2019. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti rétt á bótum frá árásarmanninum, tryggingarfélaginu og skemmtistaðnum vegna tjónsins sem hann hlaut af árásinni. Fish house er veitingastaður sem var starfræktur í Grindavík frá árinu 2016 þangað til hann færði sig um set vegna jarðhræringa í fyrra, en í dag er hann í miðbæ Reykjavíkur. Atvikið sem málið varðar átti sér því stað í Grindavík. Líkamsárásinni er lýst þannig að maðurinn hafi verið við barborð veitingastaðarins þegar starfsmaðurinn hafi kýlt hann með krepptum hnefa. Við það hafi maðurinn fallið aftur fyrir sig og skollið með höfuðið í gólfið. Hann hafi rotast í tvær til þrjár mínútur og fengið stóra kúlu á hnakka. Í dómi Héraðsdóms er tíðum heimsóknum mannsins á sjúkrahús vegna áverkanna sem hann hlaut lýst. Fram kemur að hann hafi fengið viðvarandi svima sem hafi háð honum frá vinnu. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þess má geta að fyrir dómi sagði starfmaðurinn að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði í raun átt fyrsta höggið. Maðurinn hefði sakað veitingastaðinn um að reyna að féflétta sig þegar hann hafi verið að reyna að greiða fyrir samloku á 400 krónur, en honum hafi gengið illa að nota snertilausa greiðslu. Þeir hafi verið að ræða þetta þegar maðurinn hafi kýlt starfsmanninn, sem sagðist algjörlega ósjálfrátt hafa kýlt manninn til baka. Starfsmaðurinn hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna málsins og var gert að greiða 350 þúsund krónur í bætur. Fellur ábyrgð á vinnuveitandann? Maðurinn sem varð fyrir árásinni krafðist þess að starfsmaðurinn, veitingastaðurinn og tryggingafélagið myndu greiða honum skaðabótaskyldu. Héraðsdómur féllst á það og sagði að þó framferði starfsmannsins geti ekki talist eðlileg háttsemi við afgreiðslu á veitingastað þá hafi framferði hans verið í tengslum við starfið og því félli ábyrgð á vinnuveitandann. Þáttur veitingastaðarins og tryggingafélagsins fór fyrir Landsrétt sem var ósamála héraðsdómi. Landsréttur sagði árásina ekki í slíkum tengslum við starfið að veitingastaðurinn bæri ábyrgð. Því voru Fish house og Sjóvá sýknuð í málinu. Dómsmál Grindavík Tryggingar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Sjá meira
Fish house er veitingastaður sem var starfræktur í Grindavík frá árinu 2016 þangað til hann færði sig um set vegna jarðhræringa í fyrra, en í dag er hann í miðbæ Reykjavíkur. Atvikið sem málið varðar átti sér því stað í Grindavík. Líkamsárásinni er lýst þannig að maðurinn hafi verið við barborð veitingastaðarins þegar starfsmaðurinn hafi kýlt hann með krepptum hnefa. Við það hafi maðurinn fallið aftur fyrir sig og skollið með höfuðið í gólfið. Hann hafi rotast í tvær til þrjár mínútur og fengið stóra kúlu á hnakka. Í dómi Héraðsdóms er tíðum heimsóknum mannsins á sjúkrahús vegna áverkanna sem hann hlaut lýst. Fram kemur að hann hafi fengið viðvarandi svima sem hafi háð honum frá vinnu. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms í málinu.Vísir/Vilhelm Þess má geta að fyrir dómi sagði starfmaðurinn að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði í raun átt fyrsta höggið. Maðurinn hefði sakað veitingastaðinn um að reyna að féflétta sig þegar hann hafi verið að reyna að greiða fyrir samloku á 400 krónur, en honum hafi gengið illa að nota snertilausa greiðslu. Þeir hafi verið að ræða þetta þegar maðurinn hafi kýlt starfsmanninn, sem sagðist algjörlega ósjálfrátt hafa kýlt manninn til baka. Starfsmaðurinn hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna málsins og var gert að greiða 350 þúsund krónur í bætur. Fellur ábyrgð á vinnuveitandann? Maðurinn sem varð fyrir árásinni krafðist þess að starfsmaðurinn, veitingastaðurinn og tryggingafélagið myndu greiða honum skaðabótaskyldu. Héraðsdómur féllst á það og sagði að þó framferði starfsmannsins geti ekki talist eðlileg háttsemi við afgreiðslu á veitingastað þá hafi framferði hans verið í tengslum við starfið og því félli ábyrgð á vinnuveitandann. Þáttur veitingastaðarins og tryggingafélagsins fór fyrir Landsrétt sem var ósamála héraðsdómi. Landsréttur sagði árásina ekki í slíkum tengslum við starfið að veitingastaðurinn bæri ábyrgð. Því voru Fish house og Sjóvá sýknuð í málinu.
Dómsmál Grindavík Tryggingar Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent