Handbolti

Töpuðu með ellefu í Tékk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elín Klara átti góðan leik í kvöld.
Elín Klara átti góðan leik í kvöld. Vísir/Anton Brink

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Póllandi með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna á þriggja liða æfingamóti sem fram fer í Cheb í Tékklandi, lokatölur 26-15.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var sóknarleikur Íslands ekki upp á marga fiska en Ísland var sjö mörkum undir í hálfleik, staðan þá 16-9. Ísland skoraði aðeins sex mörk í síðari hálfleik og átti í raun aldrei möguleika.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Íslands með sex mörk. Perla Ruth Albertsdóttir skoraði fjögur og Andrea Jacobsen tvö mörk. Í markinu varði Hafdís Renötudóttir átta skot og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði þrjú.

Ísland mætir tékkneska félagsliðinu Házená Kynžvart á morgun, föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×