Það sem „gleymist“ að segja Sigmar Guðmundsson skrifar 27. september 2024 08:01 Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar. Þetta blasir við fjölskyldum landsins sem þó vafalítið myndu nota um þetta stærri og sterkari orð. Þetta eru áhugaverð ummæli hjá Seðlabankastjóra. Það er umhugsunarvert hversu langt bankarnir ganga í að þrengja að vaxtapíndum fjölskyldum landsins. En Seðlabankastjóri nefnir ekki að bankarnir hækka vextina í skjóli þeirrar vaxtastefnu sem Seðlabankinn er nauðbeygður til að reka vegna þess að þeir sem stjórna ríkisbuddunni vinna ekki með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. Seðlabankastjóri ætti að vera duglegri við að benda á þessa staðreynd því verðbólga og vextir lækka ekki ef ríkisstjórn og Seðlabankinn dansa ekki í takti. Þessi óstjórn ríkisfjármálanna býr til hringrás sem endar alltaf með því að almenningur borgar brúsann með hærri vöxtum. Rót vandans nú liggur í agalausri hagstjórn sem þrífst svo vel í krónuhagkerfinu. Þetta ósagða blasir einnig við okkur þegar fjármálaráðherra segir að nú séu stýrivextirnir farnir að bíta gríðarlega. Hann forðast eins og heitan eldinn að nefna hömlulaus útgjaldavöxtur ríkissjóðs á undanförnum árum er ein helsta ástæða þess að stýrivextirnir eru naglfastir upp í rjáfri. Reyndar er það óþarflega hógvær orðanotkun að tala um að vextirnir séu farnir að bíta. Réttari lýsing væri að séríslensku ofurvextirnir eru farnir að naga lífsviðurværið undan venjulegum fjölskyldum. Vextirnir þrengja harkalega að hálsi millistéttarinnar sem bregst við með ráðdeild og forgangsröðun peninga í heimilisbókhaldinu. Sem ríkisvaldið hefur ekki gert hingað til og vinnur því gegn heimilunum. Þetta fylgir yfirleitt ekki sögunni þegar hún er matreidd ofan í landsmenn en full ástæða samt til að halda þessu til haga. Það skynsamlegasta sem við getum gert í stöðunni er að minnka vaxtakostnað ríkissjóðs og nýta fjármuni sem þar losna í mikilvæg velferðarmál. Að mínu mati ætti ríkið að losa um þá peninga sem liggja í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og greiða upp skuldir fyrir söluhagnaðinn. Einnig gæti ríkið selt lóðir sem það á í sama tilgangi. Upphæðirnar sem þarna um ræðir eru sennilega um 300 milljarðar. Slík upphæð getur lækkað vaxtabyrði ríkissjóðs um allt að 30 milljarða króna á ári. Til viðbótar þarf svo auðvitað ríkið að fara betur með peninga almennings en nú er gert. Fá sömu eða betri þjónustu fyrir minna fé. Tækifæri til þess liggja víða í ríkisrekstrinum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Seðlabankinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar. Þetta blasir við fjölskyldum landsins sem þó vafalítið myndu nota um þetta stærri og sterkari orð. Þetta eru áhugaverð ummæli hjá Seðlabankastjóra. Það er umhugsunarvert hversu langt bankarnir ganga í að þrengja að vaxtapíndum fjölskyldum landsins. En Seðlabankastjóri nefnir ekki að bankarnir hækka vextina í skjóli þeirrar vaxtastefnu sem Seðlabankinn er nauðbeygður til að reka vegna þess að þeir sem stjórna ríkisbuddunni vinna ekki með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. Seðlabankastjóri ætti að vera duglegri við að benda á þessa staðreynd því verðbólga og vextir lækka ekki ef ríkisstjórn og Seðlabankinn dansa ekki í takti. Þessi óstjórn ríkisfjármálanna býr til hringrás sem endar alltaf með því að almenningur borgar brúsann með hærri vöxtum. Rót vandans nú liggur í agalausri hagstjórn sem þrífst svo vel í krónuhagkerfinu. Þetta ósagða blasir einnig við okkur þegar fjármálaráðherra segir að nú séu stýrivextirnir farnir að bíta gríðarlega. Hann forðast eins og heitan eldinn að nefna hömlulaus útgjaldavöxtur ríkissjóðs á undanförnum árum er ein helsta ástæða þess að stýrivextirnir eru naglfastir upp í rjáfri. Reyndar er það óþarflega hógvær orðanotkun að tala um að vextirnir séu farnir að bíta. Réttari lýsing væri að séríslensku ofurvextirnir eru farnir að naga lífsviðurværið undan venjulegum fjölskyldum. Vextirnir þrengja harkalega að hálsi millistéttarinnar sem bregst við með ráðdeild og forgangsröðun peninga í heimilisbókhaldinu. Sem ríkisvaldið hefur ekki gert hingað til og vinnur því gegn heimilunum. Þetta fylgir yfirleitt ekki sögunni þegar hún er matreidd ofan í landsmenn en full ástæða samt til að halda þessu til haga. Það skynsamlegasta sem við getum gert í stöðunni er að minnka vaxtakostnað ríkissjóðs og nýta fjármuni sem þar losna í mikilvæg velferðarmál. Að mínu mati ætti ríkið að losa um þá peninga sem liggja í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og greiða upp skuldir fyrir söluhagnaðinn. Einnig gæti ríkið selt lóðir sem það á í sama tilgangi. Upphæðirnar sem þarna um ræðir eru sennilega um 300 milljarðar. Slík upphæð getur lækkað vaxtabyrði ríkissjóðs um allt að 30 milljarða króna á ári. Til viðbótar þarf svo auðvitað ríkið að fara betur með peninga almennings en nú er gert. Fá sömu eða betri þjónustu fyrir minna fé. Tækifæri til þess liggja víða í ríkisrekstrinum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun