Rúv tapað nærri hálfum milljarði á árinu Árni Sæberg skrifar 26. september 2024 14:02 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Vísir Rekstrarafkoma Ríkisútvarpsins ohf. var neikvæð um 470 milljónir króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Tapið er sagt skýrast af eldsumbrotum á Reykjanesskaga, forsetakosningum og íþróttamótum. Þetta kemur fram í fundargerð fyrir fund stjórnar Rúv þann 28. ágúst síðastliðinn. Þar segir að fjármálastjóri hafi kynnt bráðabirgðauppgjör fyrir tímabilið janúar til júlí 2024 og áætlaða afkomu fyrir árið í heild. Afkoman í maí til júlí hafi valdið vonbrigðum og verið lakari en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Lakari afkomu megi að hluta rekja til aukins kostnaðar fréttastofu og kostnaðar við dagskrárgerð sjónvarps. Af einstökum liðum vegi þyngst kostnaður vegna forsetakosninganna en við vinnslu rekstraráætlunar ársins hafi ekki legið fyrir að kosið yrði á yfirstandandi ári né að umfangið í kringum kosningarnar yrði jafnmikið og raun bar vitni. Sá kostnaður hafi að mestu leyti fallið til í maí og júní. Þá hafi einnig fallið til talsverður umframkostnaður vegna Eurovision. Tvö hundruð milljóna halli Að óbreyttu stefni rekstrarafkoma félagsins í að verða neikvæð í kringum 200 milljónir króna fyrir árið í heild sinni þrátt fyrir að farið hafi verið í tilteknar ráðstafanir síðastliðið vor til að bæta rekstrarafkomuna. Lakari afkoma kalli á að farið verði í frekari ráðstafanir með það að markmiði að draga eins og kostur er úr neikvæðri afkomu á yfirstandandi ári og til að tryggja að rekstur og sjóðstaða verði komin í viðunandi horf í upphafi næsta rekstrarárs og að rekstur félagsins verði hallalaus árið 2025. Rekstrarafkoman eftir sjö mánuði hafi verið neikvæð um 470 milljónir en sú afkoma gefi þó ekki rétta mynd af áætlaðri afkomu ársins. Annars vegar sé rekstrarafkoma félagsins jafnan lakari fyrri hluta árs en síðari hluta árs og hins vegar hafi verið mjög háar gjaldfærslur á sýningarréttum á íþróttaefni í júní og júlí en þær hafi numið samanlagt 366 milljónum króna í júní og júlí. Þá segir að auglýsingatekjur hafi nánast verið á pari fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við endurskoðaða áætlun. Aðrar tekjur séu um 23 milljónum, 10,7 prósent, yfir áætlun, sem skýrist einkum af styrkgreiðslum og því að miðasala og símakosning vegna Söngvakeppninnar hafi verið umfram áætlun. Sjónvarp hafi verið 46 milljónum króna, fjögur prósent, yfir áætlun, sem skýrist meðal annars af umframútgjöldum vegna Söngvakeppninnar/Eurovision auk frávika í rekstri í maí til júlí. Fréttastofan dýr vegna eldgosanna Umframútgjöld fréttastofu megi nær alfarið rekja til ófyrirséðs og aukins launa- og verktakakostnaðar vegna eldsumbrota á Reykjanesi auk útgjalda vegna forsetakosninga. Framleiðsla hafi verið um 21 milljón króna, 8,3 prósent, umfram áætlun, sem skýrist meðal annars af auknum launakostnaði og verktakakaupum umfram sölu sem ætti að jafnast út yfir árið. Afskriftir séu á pari en fjármagnsliðir séu 24,4 milljónum króna, 9,7 prósent, umfram áætlun. „Stjórn áréttaði að niðurstaðan fyrir fyrstu sjö mánuði ársins væri ekki í samræmi við væntingar og ekki síst að sjá þessi auknu frávik í maí-júlí frá uppfærðri áætlun. Á undanförnum stjórnarfundum hafi þeim verið kynnt lakari afkoma og hafi stjórnin ekki fengið nákvæma útfærslu á mótvægisráðstöfunum.“ Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð fyrir fund stjórnar Rúv þann 28. ágúst síðastliðinn. Þar segir að fjármálastjóri hafi kynnt bráðabirgðauppgjör fyrir tímabilið janúar til júlí 2024 og áætlaða afkomu fyrir árið í heild. Afkoman í maí til júlí hafi valdið vonbrigðum og verið lakari en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Lakari afkomu megi að hluta rekja til aukins kostnaðar fréttastofu og kostnaðar við dagskrárgerð sjónvarps. Af einstökum liðum vegi þyngst kostnaður vegna forsetakosninganna en við vinnslu rekstraráætlunar ársins hafi ekki legið fyrir að kosið yrði á yfirstandandi ári né að umfangið í kringum kosningarnar yrði jafnmikið og raun bar vitni. Sá kostnaður hafi að mestu leyti fallið til í maí og júní. Þá hafi einnig fallið til talsverður umframkostnaður vegna Eurovision. Tvö hundruð milljóna halli Að óbreyttu stefni rekstrarafkoma félagsins í að verða neikvæð í kringum 200 milljónir króna fyrir árið í heild sinni þrátt fyrir að farið hafi verið í tilteknar ráðstafanir síðastliðið vor til að bæta rekstrarafkomuna. Lakari afkoma kalli á að farið verði í frekari ráðstafanir með það að markmiði að draga eins og kostur er úr neikvæðri afkomu á yfirstandandi ári og til að tryggja að rekstur og sjóðstaða verði komin í viðunandi horf í upphafi næsta rekstrarárs og að rekstur félagsins verði hallalaus árið 2025. Rekstrarafkoman eftir sjö mánuði hafi verið neikvæð um 470 milljónir en sú afkoma gefi þó ekki rétta mynd af áætlaðri afkomu ársins. Annars vegar sé rekstrarafkoma félagsins jafnan lakari fyrri hluta árs en síðari hluta árs og hins vegar hafi verið mjög háar gjaldfærslur á sýningarréttum á íþróttaefni í júní og júlí en þær hafi numið samanlagt 366 milljónum króna í júní og júlí. Þá segir að auglýsingatekjur hafi nánast verið á pari fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við endurskoðaða áætlun. Aðrar tekjur séu um 23 milljónum, 10,7 prósent, yfir áætlun, sem skýrist einkum af styrkgreiðslum og því að miðasala og símakosning vegna Söngvakeppninnar hafi verið umfram áætlun. Sjónvarp hafi verið 46 milljónum króna, fjögur prósent, yfir áætlun, sem skýrist meðal annars af umframútgjöldum vegna Söngvakeppninnar/Eurovision auk frávika í rekstri í maí til júlí. Fréttastofan dýr vegna eldgosanna Umframútgjöld fréttastofu megi nær alfarið rekja til ófyrirséðs og aukins launa- og verktakakostnaðar vegna eldsumbrota á Reykjanesi auk útgjalda vegna forsetakosninga. Framleiðsla hafi verið um 21 milljón króna, 8,3 prósent, umfram áætlun, sem skýrist meðal annars af auknum launakostnaði og verktakakaupum umfram sölu sem ætti að jafnast út yfir árið. Afskriftir séu á pari en fjármagnsliðir séu 24,4 milljónum króna, 9,7 prósent, umfram áætlun. „Stjórn áréttaði að niðurstaðan fyrir fyrstu sjö mánuði ársins væri ekki í samræmi við væntingar og ekki síst að sjá þessi auknu frávik í maí-júlí frá uppfærðri áætlun. Á undanförnum stjórnarfundum hafi þeim verið kynnt lakari afkoma og hafi stjórnin ekki fengið nákvæma útfærslu á mótvægisráðstöfunum.“
Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira