Manndráp oftast illa skipulögð og sjaldnast mikil ráðgáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 09:01 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Beiting eggvopna, kyrkingar og barsmíðar eru algengustu verknaðaraðferðirnar í manndrápum hér á landi. Oft eiga gerendur ofbeldis- eða brotasögu að baki áður en þeir fremja manndráp, sem eru sjaldnast vel skipulögð. Karlar eru í miklum meirihluta gerenda og fórnarlamba í manndrápsmálum. Þetta kemur fram í svari Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Spurt var: „Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?“ Karlar meirihluti gerenda og fórnarlamba „En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa,“ skrifar Helgi. Hann bætir við að mynstrið erlendis væri ekki ósvipað því sem er uppi hér á landi. Í öðru svari Helga við spurningu um fjölda manndápa á Íslandi kom fram að frá aldamótum til dagsins í dag hefðu 60 manndrápsmál verið skráð hjá lögreglu, eða 3,6 að meðaltali á ári. Sjaldnast mikil ráðgáta hver var að verki „Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna.“ Manndrápin séu sjaldnast skipulögð með löngum fyrirvara, séu oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri sem endi í harmleik. „Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.“ Rauðagerðismálið sker sig úr Helgi segir manndráp sem skeri sig frá ofangreindu mynstri oft vekja mikla athygli og ugg í samfélaginu, og nefnir sérstaklega Rauðagerðismálið frá árinu 2021 sem gott dæmi um slíkt. „Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.“ Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Spurt var: „Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?“ Karlar meirihluti gerenda og fórnarlamba „En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa,“ skrifar Helgi. Hann bætir við að mynstrið erlendis væri ekki ósvipað því sem er uppi hér á landi. Í öðru svari Helga við spurningu um fjölda manndápa á Íslandi kom fram að frá aldamótum til dagsins í dag hefðu 60 manndrápsmál verið skráð hjá lögreglu, eða 3,6 að meðaltali á ári. Sjaldnast mikil ráðgáta hver var að verki „Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna.“ Manndrápin séu sjaldnast skipulögð með löngum fyrirvara, séu oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri sem endi í harmleik. „Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.“ Rauðagerðismálið sker sig úr Helgi segir manndráp sem skeri sig frá ofangreindu mynstri oft vekja mikla athygli og ugg í samfélaginu, og nefnir sérstaklega Rauðagerðismálið frá árinu 2021 sem gott dæmi um slíkt. „Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.“
Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira