Flogið á milli landa á endurnýjanlegri orku: Draumsýn eða Raunveruleiki? Gnýr Guðmundsson skrifar 26. september 2024 07:32 Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta. Öllu þessu eldsneyti er síðan brennt í vélum bíla, skipa og flugvéla og við það losnar út í andrúmsloftið koltvísýringur sem er meira en þrisvar sinnum þyngri en eldsneytið sjálft eða yfir 3 milljónir tonna á ári. Til að minnka þessa losun höfum við sem samfélag tekið ákvörðun um að minnka í skrefum notkun á þessu jarðefnaeldsneyti og hætta henni að lokum alveg. Stærsti hluti af því jarðefnaeldsneyti sem við flytjum inn um þessar mundir notum við til þess að knýja millilandaflug og hefur hlutur þess farið hratt vaxandi síðasta áratug eða svo vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi og tíðari utanlandsferða okkar Íslendinga. Orkuskipti í millilandaflugi Í tengslum við vinnslu á nýrri raforkuspá Landsnets var ráðist í ítarlega greiningu á því hvernig möguleg orkuskipti í flugi til og frá Íslandi gætu litið út. Greiningin var unnin af íslenskum og dönskum sérfræðingum hjá verkfræðistofunni COWI og eru niðurstöður hennar að mörgu leyti athyglisverðar. Til að leggja mat á orkuþörf var stillt upp fjórum mismunandi sviðsmyndum um mögulega þróun eftirspurnar eftir sjálfbæru flugvélaeldsneyti á Íslandi, eða SAF. Undir SAF heyra nokkrar tegundir af eldsneyti, sem getur bæði verið af lífrænum uppruna eða tilbúið eldsneyti, einnig kallað rafeldsneyti . Rafeldsneyti er unnið úr svokölluðu grænu vetni og koltvísýringi (CO2), m.a. með svokölluðu Fischer-Tropsch ferli og er hægt að nota það sem íblöndun í hefðbundið flugvélaeldsneyti. Evrópusambandið hefur lögfest stefnu um slíka íblöndun í skrefum sem byrjar í 2% á næsta ári og mun ná upp í 70% árið 2050. Orkustefna Íslands er öllu metnaðarfyllri, en í henni er gert ráð fyrir að allt millilandaflug verði að fullu knúið sjálfbæru eldsneyti það sama ár. Þessar tvær stefnur mynda annan ásinn í sviðsmyndunum á meðan að hinn ásinn sýnir heildarfarþegafjölda til og frá landinu. Beint samhengi er á milli fjölda flugfarþega og eldsneytisnotkunar flugvéla og í sviðsmyndunum er væntur farþegafjöldi byggður á lágspá, miðspá og háspá ISAVIA. Út frá þessum fjórum sviðsmyndum er bæði metið hvernig heildareftirspurn eftir flugvélaeldsneyti muni þróast og eins hvernig hlutföll SAF í eldsneytinu muni koma til með líta út, bæði hvað varðar heildarhlutfall SAF og eins uppruna þess. Gert er ráð fyrir að SAF muni til að byrja með verða að mestu leyti af lífrænum uppruna en með frekari þróun í tækni og hagkvæmni muni svo hlutfall tilbúins eldsneytis (rafeldsneytis) vaxa og verða að lokum ráðandi partur í íblöndunni. Stefna ESB tilgreinir einnig lágmarks hlutfall tilbúins eldsneytis í flugvélaeldsneyti og byrjar það í 1,2% árið 2030 og endar í 35% hlutfalli 2050 o.s.frv. Getum við framleitt SAF á Íslandi? Í greiningu COWI er lagt á mat á vænta raforkuþörf til framleiðslu á grænu vetni til framleiðslu á tilbúnu flugvélaeldsneyti ásamt því að leggja mat á innlent aðgengi af koltvísýring. Samkvæmt reglum ESB má nota koltvísýring af iðnaðaruppruna sem hráefni í rafeldsneyti fram til ársins 2040 en eftir það má einungis nota koltvísýring af lífrænum uppruna, eða koltvísýrings fangað beint úr andrúmslofti eða hafinu. Hérlendis eru ekki auðugar uppsprettur af koltvísýringi og samkvæmt greiningunni eru nánast allar uppsprettur af iðnaðaruppruna sem ekki er leyfilegt að nota í þessum tilgangi eftir árið 2040. Raforkuþörf fyrir framleiðslu á tilbúnu eldsneyti fyrir flugvélar er hins vegar mögulegt að mæta hér á landi og er þörfin metin vera á bilinu 0,6 til 1,9 TWh árið 2035 og á milli 3,6 til 11,4 TWh árið 2050. Ef við ætlum okkur að mæta eftirspurn eftir tilbúnu sjálfbæru flugvélaeldsneyti með innlendri framleiðslu þarf uppbygging orkuinnviða að styðja við þróun framleiðslunnar og sömuleiðis þarf að þróa leiðir til að framleiða koltvísýring af lífrænum uppruna eða fanga beint úr andrúmslofti eða hafinu. Einnig er til staðar sá möguleiki að flytja inn tilbúið SAF eða jafnvel að flytja inn koltvísýring til framleiðslu á SAF bæði til eigin nota sem og til útflutnings. Hvert ætlum við að stefna? Það er ljóst að íblöndun endurnýjanlegs eldsneytis í flugvélaeldsneyti mun verða að veruleika og hefjast strax á næsta ári. Fyrst um sinn mun íblöndunin aðallega vera með lífrænu eldsneyti en eftirspurn eftir rafeldsneyti mun svo taka við sér og vaxa hratt. Möguleikar okkar til að mæta þessari eftirspurn eru margvíslegir en stefnumörkun um hvaða leið við ætlum að fara er nauðsynlegt að framkvæma tímanlega. Þó svo að þróunin verði í skrefum tekur líka tíma að byggja upp innviði, hvort sem er til framleiðslu, innflutnings- og eða útflutnings og tíminn því knappur. Það er því tímabært að hefja samtalið um hvert við sem þjóð ætlum að stefna þegar kemur að framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flug og eins fyrir siglingar og er það von okkar að umrædd skýrsla geti verið gagnlegt innlegg í það samtal. Nánari upplýsingar um greiningu COWI á þróun orkuþarfar fyrir sjálfbært flugvélaeldsneyti má finna hér. Upplýsingar um heildarraforkuþörf vegna framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flugvélar og skip ásamt orkuskipta samgangna á landi má finna í nýrri raforkuspá Landsnets. Höfundur er forstöðumaður Kerfisþróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Fréttir af flugi Orkuskipti Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega flytjum við Íslendingar inn yfir milljón tonn af bensíni og olíu til að knýja flota okkar af bílum, skipum og flugvélum. Orkan sem býr í þessu jarðefnaeldsneyti slagar hátt í þá orku sem við fáum frá öllum vatnsaflsvirkjunum okkar samanlagt og við þurfum að punga út vel yfir 100 milljörðum á hverju ári til að borga fyrir þetta. Öllu þessu eldsneyti er síðan brennt í vélum bíla, skipa og flugvéla og við það losnar út í andrúmsloftið koltvísýringur sem er meira en þrisvar sinnum þyngri en eldsneytið sjálft eða yfir 3 milljónir tonna á ári. Til að minnka þessa losun höfum við sem samfélag tekið ákvörðun um að minnka í skrefum notkun á þessu jarðefnaeldsneyti og hætta henni að lokum alveg. Stærsti hluti af því jarðefnaeldsneyti sem við flytjum inn um þessar mundir notum við til þess að knýja millilandaflug og hefur hlutur þess farið hratt vaxandi síðasta áratug eða svo vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi og tíðari utanlandsferða okkar Íslendinga. Orkuskipti í millilandaflugi Í tengslum við vinnslu á nýrri raforkuspá Landsnets var ráðist í ítarlega greiningu á því hvernig möguleg orkuskipti í flugi til og frá Íslandi gætu litið út. Greiningin var unnin af íslenskum og dönskum sérfræðingum hjá verkfræðistofunni COWI og eru niðurstöður hennar að mörgu leyti athyglisverðar. Til að leggja mat á orkuþörf var stillt upp fjórum mismunandi sviðsmyndum um mögulega þróun eftirspurnar eftir sjálfbæru flugvélaeldsneyti á Íslandi, eða SAF. Undir SAF heyra nokkrar tegundir af eldsneyti, sem getur bæði verið af lífrænum uppruna eða tilbúið eldsneyti, einnig kallað rafeldsneyti . Rafeldsneyti er unnið úr svokölluðu grænu vetni og koltvísýringi (CO2), m.a. með svokölluðu Fischer-Tropsch ferli og er hægt að nota það sem íblöndun í hefðbundið flugvélaeldsneyti. Evrópusambandið hefur lögfest stefnu um slíka íblöndun í skrefum sem byrjar í 2% á næsta ári og mun ná upp í 70% árið 2050. Orkustefna Íslands er öllu metnaðarfyllri, en í henni er gert ráð fyrir að allt millilandaflug verði að fullu knúið sjálfbæru eldsneyti það sama ár. Þessar tvær stefnur mynda annan ásinn í sviðsmyndunum á meðan að hinn ásinn sýnir heildarfarþegafjölda til og frá landinu. Beint samhengi er á milli fjölda flugfarþega og eldsneytisnotkunar flugvéla og í sviðsmyndunum er væntur farþegafjöldi byggður á lágspá, miðspá og háspá ISAVIA. Út frá þessum fjórum sviðsmyndum er bæði metið hvernig heildareftirspurn eftir flugvélaeldsneyti muni þróast og eins hvernig hlutföll SAF í eldsneytinu muni koma til með líta út, bæði hvað varðar heildarhlutfall SAF og eins uppruna þess. Gert er ráð fyrir að SAF muni til að byrja með verða að mestu leyti af lífrænum uppruna en með frekari þróun í tækni og hagkvæmni muni svo hlutfall tilbúins eldsneytis (rafeldsneytis) vaxa og verða að lokum ráðandi partur í íblöndunni. Stefna ESB tilgreinir einnig lágmarks hlutfall tilbúins eldsneytis í flugvélaeldsneyti og byrjar það í 1,2% árið 2030 og endar í 35% hlutfalli 2050 o.s.frv. Getum við framleitt SAF á Íslandi? Í greiningu COWI er lagt á mat á vænta raforkuþörf til framleiðslu á grænu vetni til framleiðslu á tilbúnu flugvélaeldsneyti ásamt því að leggja mat á innlent aðgengi af koltvísýring. Samkvæmt reglum ESB má nota koltvísýring af iðnaðaruppruna sem hráefni í rafeldsneyti fram til ársins 2040 en eftir það má einungis nota koltvísýring af lífrænum uppruna, eða koltvísýrings fangað beint úr andrúmslofti eða hafinu. Hérlendis eru ekki auðugar uppsprettur af koltvísýringi og samkvæmt greiningunni eru nánast allar uppsprettur af iðnaðaruppruna sem ekki er leyfilegt að nota í þessum tilgangi eftir árið 2040. Raforkuþörf fyrir framleiðslu á tilbúnu eldsneyti fyrir flugvélar er hins vegar mögulegt að mæta hér á landi og er þörfin metin vera á bilinu 0,6 til 1,9 TWh árið 2035 og á milli 3,6 til 11,4 TWh árið 2050. Ef við ætlum okkur að mæta eftirspurn eftir tilbúnu sjálfbæru flugvélaeldsneyti með innlendri framleiðslu þarf uppbygging orkuinnviða að styðja við þróun framleiðslunnar og sömuleiðis þarf að þróa leiðir til að framleiða koltvísýring af lífrænum uppruna eða fanga beint úr andrúmslofti eða hafinu. Einnig er til staðar sá möguleiki að flytja inn tilbúið SAF eða jafnvel að flytja inn koltvísýring til framleiðslu á SAF bæði til eigin nota sem og til útflutnings. Hvert ætlum við að stefna? Það er ljóst að íblöndun endurnýjanlegs eldsneytis í flugvélaeldsneyti mun verða að veruleika og hefjast strax á næsta ári. Fyrst um sinn mun íblöndunin aðallega vera með lífrænu eldsneyti en eftirspurn eftir rafeldsneyti mun svo taka við sér og vaxa hratt. Möguleikar okkar til að mæta þessari eftirspurn eru margvíslegir en stefnumörkun um hvaða leið við ætlum að fara er nauðsynlegt að framkvæma tímanlega. Þó svo að þróunin verði í skrefum tekur líka tíma að byggja upp innviði, hvort sem er til framleiðslu, innflutnings- og eða útflutnings og tíminn því knappur. Það er því tímabært að hefja samtalið um hvert við sem þjóð ætlum að stefna þegar kemur að framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flug og eins fyrir siglingar og er það von okkar að umrædd skýrsla geti verið gagnlegt innlegg í það samtal. Nánari upplýsingar um greiningu COWI á þróun orkuþarfar fyrir sjálfbært flugvélaeldsneyti má finna hér. Upplýsingar um heildarraforkuþörf vegna framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flugvélar og skip ásamt orkuskipta samgangna á landi má finna í nýrri raforkuspá Landsnets. Höfundur er forstöðumaður Kerfisþróunar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun