Manndrápstíðni áhyggjuefni þrátt fyrir sveiflur og fólksfjölgun Jón Þór Stefánsson skrifar 25. september 2024 13:17 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðiprófessor. Vísir/Arnar Frá árinu 2016 hafa verið framin um þrjú manndráp á ári að meðaltali á Íslandi. Manndrápstíðnin á því tímabili er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Þetta kemur fram í grein sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavefinn. „Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga,“ segir í grein Helga. Hann fer yfir tölfræði manndrápa frá síðustu aldamótum, en á þeim tíma hafa um sextíu slík mál verið skráð hjá lögreglu, en þar af er um tugur á síðustu tveimur árum. „Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.“ Helgi segir nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum til að meta þróunina í fjölda manndrápa. Um aldamótin hafi íbúar á Íslandi verið um 280 þúsund, en nú séu um hundrað þúsund fleiri íbúar. „Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður,“ segir Helgi. Hann bendir einnig á að manndráp virðist koma í bylgjum. Fimm manndráp hafi verið árið 2000, önnur fimm árið 2002 og enn önnur fimm árið 2004. Slíkir toppar hafi síðan ekki sést aftur fyrr en á allra síðustu árum. Fimm manndráp hafi orðið 2023 og þá minnist hann á að sex manndráp hafi orðið fram í september á þessu ári. Þá telur hann ekki með andlát tíu ára stúlku sem varð í þessum mánuði, en faðir hennar er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár.“ Ísland nálægt mörgum Evrópuþjóðum Hjá milljónaþjóðum sé tíðnin yfirleitt stöðugri milli einstakra ára að sögn Helga. „Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.“ Helgi minnist á skýrslu um manndráp á Norðurlöndum frá árinu 2007 til 2016, en þar hafi manndrápstíðnin verið lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það segir Helgi að fjöldi manndrápa á Íslandi frá árinu 2016 sé samt áhyggjuefni. Hann vísar til þess að þrjú manndráp séu framin hér á landi að jafnaði sem sé nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Frá 2016 til 2024 séu um að bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa. Lögreglumál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavefinn. „Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga,“ segir í grein Helga. Hann fer yfir tölfræði manndrápa frá síðustu aldamótum, en á þeim tíma hafa um sextíu slík mál verið skráð hjá lögreglu, en þar af er um tugur á síðustu tveimur árum. „Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.“ Helgi segir nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum til að meta þróunina í fjölda manndrápa. Um aldamótin hafi íbúar á Íslandi verið um 280 þúsund, en nú séu um hundrað þúsund fleiri íbúar. „Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður,“ segir Helgi. Hann bendir einnig á að manndráp virðist koma í bylgjum. Fimm manndráp hafi verið árið 2000, önnur fimm árið 2002 og enn önnur fimm árið 2004. Slíkir toppar hafi síðan ekki sést aftur fyrr en á allra síðustu árum. Fimm manndráp hafi orðið 2023 og þá minnist hann á að sex manndráp hafi orðið fram í september á þessu ári. Þá telur hann ekki með andlát tíu ára stúlku sem varð í þessum mánuði, en faðir hennar er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár.“ Ísland nálægt mörgum Evrópuþjóðum Hjá milljónaþjóðum sé tíðnin yfirleitt stöðugri milli einstakra ára að sögn Helga. „Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.“ Helgi minnist á skýrslu um manndráp á Norðurlöndum frá árinu 2007 til 2016, en þar hafi manndrápstíðnin verið lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það segir Helgi að fjöldi manndrápa á Íslandi frá árinu 2016 sé samt áhyggjuefni. Hann vísar til þess að þrjú manndráp séu framin hér á landi að jafnaði sem sé nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Frá 2016 til 2024 séu um að bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa.
Lögreglumál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira