Manngerð hlýnun gerði flóðin í Evrópu tvöfalt líklegri en ella Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2024 12:03 Svona var umhorfs í bænum Ladek-Zdroj í suðvestanverðu Póllandi í síðustu viku eftir flóð þar. Gríðarleg úrkoma féll í Mið-Evrópu á fáum dögum fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Hnattræn hlýnun af völdum manna tvöfaldaði líkurnar á úrhellinu sem olli mannskæðum flóðum í Mið-Evrópu í síðustu viku. Að minnsta kosti 24 fórust í flóðunum sem eru sögð þau verstu í að minnsta kosti tuttugu ár. Hópur vísindamanna sem rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á veðuröfgar segir að úrkoman sem féll í Mið-Evrópu á fjórum dögum í storminum Boris sé sú mesta sem hefur mælst þar. Loftslagsbreytingar hafi gert úrhellið tvöfalt líklegra en ella og sjö prósent ákafara, að því er segir í frétt Reuters. Aur og braki skolaði yfir borgir og bæi í flóðunum í löndum eins og Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu og víðar. Skemmdir urðu á byggingum, brýr hrundu og stíflur brustu. Áætlað eignatjón hleypur á milljörðum dollara. Þó að aðstæðurnar sem skópu óveðrið, kalt loft sem kom yfir Alpana og mætti heitu og röku loftni yfir Miðjarðar- og Svartahafi, hafi verið óvenjulegar magni hnattræn hlýnun upp óveður af þessu tagi og gerir þau tíðari. Miðað við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,3 gráður frá upphafi iðnbyltingar, ættu óveður af þessu tagi að eiga sér stað á hundrað til þrjú hundruð ára fresti. Fari hlýnunin umfram tvær gráður verði þau helmingi tíðari og fimm prósent ákafari. Útlit er fyrir hlýnun jarðar nái tveimur gráðum fyrir miðja öldina. „Enn og aftur undirstrika þessi flóð hrikalegar afleiðingar hlýnunar af völdum jarðefnaeldsneytis,“ segir Joyce Kimutai frá Imperial College í London sem einn höfunda skýrslunnar sem World Weather Attribution gaf út. Hópurinn hvetur ríki heims til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að fyrirbyggja að öfgaveður af þessu tagi verði tíðari og hættulegri samfara vaxandi hlýnun jarðar. Náttúruhamfarir Loftslagsmál Pólland Tékkland Tengdar fréttir Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06 Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Hópur vísindamanna sem rannsakar áhrif loftslagsbreytinga á veðuröfgar segir að úrkoman sem féll í Mið-Evrópu á fjórum dögum í storminum Boris sé sú mesta sem hefur mælst þar. Loftslagsbreytingar hafi gert úrhellið tvöfalt líklegra en ella og sjö prósent ákafara, að því er segir í frétt Reuters. Aur og braki skolaði yfir borgir og bæi í flóðunum í löndum eins og Tékklandi, Póllandi, Rúmeníu og víðar. Skemmdir urðu á byggingum, brýr hrundu og stíflur brustu. Áætlað eignatjón hleypur á milljörðum dollara. Þó að aðstæðurnar sem skópu óveðrið, kalt loft sem kom yfir Alpana og mætti heitu og röku loftni yfir Miðjarðar- og Svartahafi, hafi verið óvenjulegar magni hnattræn hlýnun upp óveður af þessu tagi og gerir þau tíðari. Miðað við þá hlýnun sem þegar er orðin, um það bil 1,3 gráður frá upphafi iðnbyltingar, ættu óveður af þessu tagi að eiga sér stað á hundrað til þrjú hundruð ára fresti. Fari hlýnunin umfram tvær gráður verði þau helmingi tíðari og fimm prósent ákafari. Útlit er fyrir hlýnun jarðar nái tveimur gráðum fyrir miðja öldina. „Enn og aftur undirstrika þessi flóð hrikalegar afleiðingar hlýnunar af völdum jarðefnaeldsneytis,“ segir Joyce Kimutai frá Imperial College í London sem einn höfunda skýrslunnar sem World Weather Attribution gaf út. Hópurinn hvetur ríki heims til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að fyrirbyggja að öfgaveður af þessu tagi verði tíðari og hættulegri samfara vaxandi hlýnun jarðar.
Náttúruhamfarir Loftslagsmál Pólland Tékkland Tengdar fréttir Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06 Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Sjá meira
Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. 17. september 2024 07:06
Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13