Er lýðræðislegt að senda vopn til Úkraínu? Hildur Þórðardóttir skrifar 25. september 2024 12:02 Maður nokkur sagði mér að hann væri að styðja lýðræði með því að mótmæla ekki vopnakaupum yfirvalda fyrir íslenska skattpeninga. Hvað með lýðræði okkar hér á landi? Höfum við fengið að ræða og kjósa um hvort við viljum kaupa vopn og senda út? Við Íslendingar höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, herlaus og vopnlaus þjóð allt frá sjálfstæði landsins, fyrir utan útlenskan her sem tók sér bólfestu hér í nokkra áratugi. Við tökum ekki þátt í stríðum annarra landa og sú aðstoð sem við veitum stríðshrjáðum löndum er að senda hjúkrunarfólk og flugvallarstarfsmenn á svæðið. Þetta hefur veitt okkur öryggi og góðvild annarra þjóða. Nú allt í einu hefur ríkisstjórnin ákveðið að íslenska þjóðin sé fylgjandi stríðsrekstri, vilji ólm kaupa vopn fyrir milljarða og styðja dráp á saklausu fólki. Á fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tæplega 7 milljörður í stríðsrekstur. Árið 2022 sendum við 2,2 milljarða og árið 2023 3,5 milljarða. Þetta gera tæpa 16 milljarða. Fengum við að ræða þetta? Þessi vopnakaup fóru leynt og passað var að almenningur heyrði ekkert um kaupin fyrr en þau voru afstaðin. Er það lýðræði? Með vopnakaupum eru ráðamenn að breyta Íslandi í hernaðarskotmark. Öryggi okkar er ógnað, ekki vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, heldur vegna gjörða ríkisstjórnarinnar og ábyrgðarleysi gagnvart eigin þegnum. Við höfum sett af stað undirskriftalista þar sem forseti er hvattur til að vísa þessu lagafrumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekkert í núverandi lögum sem mælir gegn því að fjárlagafrumvarpi sé vísað til þjóðarinnar. Auk þess setti Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti fordæmi með vísu IceSave frumvarpsins til þjóðarinnar, en það frumvarp fól í sér fjárhagslegar skuldbindingar. Hægt er að skrifa undir á austurvollur.is Höfundur er rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Maður nokkur sagði mér að hann væri að styðja lýðræði með því að mótmæla ekki vopnakaupum yfirvalda fyrir íslenska skattpeninga. Hvað með lýðræði okkar hér á landi? Höfum við fengið að ræða og kjósa um hvort við viljum kaupa vopn og senda út? Við Íslendingar höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, herlaus og vopnlaus þjóð allt frá sjálfstæði landsins, fyrir utan útlenskan her sem tók sér bólfestu hér í nokkra áratugi. Við tökum ekki þátt í stríðum annarra landa og sú aðstoð sem við veitum stríðshrjáðum löndum er að senda hjúkrunarfólk og flugvallarstarfsmenn á svæðið. Þetta hefur veitt okkur öryggi og góðvild annarra þjóða. Nú allt í einu hefur ríkisstjórnin ákveðið að íslenska þjóðin sé fylgjandi stríðsrekstri, vilji ólm kaupa vopn fyrir milljarða og styðja dráp á saklausu fólki. Á fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tæplega 7 milljörður í stríðsrekstur. Árið 2022 sendum við 2,2 milljarða og árið 2023 3,5 milljarða. Þetta gera tæpa 16 milljarða. Fengum við að ræða þetta? Þessi vopnakaup fóru leynt og passað var að almenningur heyrði ekkert um kaupin fyrr en þau voru afstaðin. Er það lýðræði? Með vopnakaupum eru ráðamenn að breyta Íslandi í hernaðarskotmark. Öryggi okkar er ógnað, ekki vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, heldur vegna gjörða ríkisstjórnarinnar og ábyrgðarleysi gagnvart eigin þegnum. Við höfum sett af stað undirskriftalista þar sem forseti er hvattur til að vísa þessu lagafrumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekkert í núverandi lögum sem mælir gegn því að fjárlagafrumvarpi sé vísað til þjóðarinnar. Auk þess setti Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti fordæmi með vísu IceSave frumvarpsins til þjóðarinnar, en það frumvarp fól í sér fjárhagslegar skuldbindingar. Hægt er að skrifa undir á austurvollur.is Höfundur er rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar