Vegið að íslenskri kvikmyndagerð Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifa 30. september 2024 08:01 Engin atvinnugrein á Íslandi er jafn sveiflukennd og kvikmyndabransinn. Frá því að við byrjuðum að starfa í þessum bransa höfum við horft upp á þrjá blóðuga niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar. Sá fyrsti var í kjölfar bankahrunsins árið 2009 (35%) en engin önnur atvinnugrein tók á sig jafn stóran skell eftir hrunið nema þá kannski fjármálageirinn. Þegar Katrín Jakobsdóttir var menntamálaráðherra á árunum 2009-2013 var bætt verulega í Kvikmyndasjóð, en svo kom ný ríkisstjórn og Illugi Gunnarsson skar niður framlögin um 40% á einu ári. Lítið breyttist til betri vegar á næstu árum þrátt fyrir umleitanir kvikmyndagerðarfólks. Þegar Lilja Alfreðsdóttir tók við sem mennta- og menningarráðherra gætti aukinnar bjartsýni á meðal kvikmyndagerðarfólks. Okkur fannst nýi ráðherrann sýna þessari viðkvæmu atvinnugrein skilning og tala okkar máli. Ráðist var í gerð Kvikmyndastefnu sem margir af okkar kollegum tóku þátt í að móta. Þar voru settar fram metnaðarfullar hugmyndir um eflingu kvikmyndagerðar á Íslandi. Fyrsti liðurinn í stefnunni – og algjört forgangsmál hennar að okkar mati – kvað á um eflingu Kvikmyndasjóðs og stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs fyrir leikið sjónvarpsefni. Allar kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem búnir eru til á Íslandi reiða sig á framlög úr Kvikmyndasjóði. Í dæmigerðu íslensku kvikmyndaverkefni er styrkur frá Kvikmyndasjóði um 25% - 50% af heildarfjármögnun, en með slíkum styrk er hægt að sækja um í aðra evrópska sjóði og klára fjármögnun verkefnisins. Með öðrum orðum, það fjármagn sem ríkið veitir úr Kvikmyndasjóði, laðar að sér álíka mikið og í mörgum tilfellum enn meira erlent fjámagn. Þetta byrjaði vel hjá Lilju og á árunum 2020 og 2021 var bætt verulega í framlögin til Kvikmyndasjóðs. En í Kvikmyndastefnunni var líka annar liður sem kvað á um hækkun á endurgreiðslu til kvikmyndagerðar. Með endurgreiðslu er átt við það þegar ákveðið prósentuhlutfall af því erlenda fjármagni sem kemur til landsins og varið er til framleiðslu kvikmynda fæst endurgreitt frá ríkinu. Þetta fyrirkomulag tíðkast víðsvegar í heiminum og hefur gefist ágætlega hér og skapað bæði gjaldeyristekjur og atvinnu. Það gagnast bæði íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum en er þó fyrst og fremst gert til að laða að erlendar framleiðslur og örva þann hluta kvikmyndagerðar sem snýr að þjónustu við stór erlend verkefni. Árið 2022 var mikill þrýstingur á Lilju að hækka endurgreiðsluhlutfallið úr 25% í 35%. Þrýstingurinn var sérstaklega þungur vegna eins verkefnis; True Detective 4. Framleiðendur þáttanna skrifuðu stjórnvöldum bréf og lofuðu fjárfestingu upp á 9 milljarða ef að endurgreiðslan yrði hækkuð. Auðvitað er þetta mikið fjármagn sem fer ekki bara inn í kvikmyndabransann heldur skilar sér á margþætta vegu inn í íslenskt hagkerfi. Þorri kvikmyndagerðarfólks var hlynnt hækkun á endurgreiðslunni en þótti það alls ekki forgangsmál eins og efling Kvikmyndasjóðs sem að úthlutar fjármagni eingöngu til innlendra verkefna. Lilja fékk endurgreiðsluna hækkaða með lögum frá Alþingi í júní árið 2022. Margir í bransanum fögnuðu þessum áfanga og framleiðsla True Detective þáttanna fór af stað. Flestir töldu að um tvö aðskilin mál væri að ræða - Kvikmyndasjóð annars vegar og endurgreiðsluna hins vegar - og því skyldi eitt ekki koma niður á öðru. En þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram um haustið vaknaði kvikmyndagerðarfólk upp við vondan draum. Í frumvarpinu var boðaður stórfelldur niðurskurður á framlögum til Kvikmyndasjóðs. Það sem virðist því hafa gerst er að stjórnvöld hafi blandað þessum tveimur aðskildu málum saman - Kvikmyndasjóði og endurgreiðslunni - og forgangsraðað fjármagni í þágu endurgreiðslunnar. Gat verið að sá menningarráðherra sem lét blása í lúðra og boða stórfellda sókn á sviði kvikmyndagerðar með Kvikmyndastefnunni hefði tekið ákvörðun sem var í hrópandi mótsögn við meginmarkmið hennar: Að stuðla að fjölbreyttri kvikmyndamenningu sem styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar og eflir íslenska tungu? Lilja hefur alltaf neitað því að tengsl séu á milli niðurskurðarins og hækkunar endurgreiðslunnar. En það er erfitt að sjá að sá málflutningur standist skoðun. Aldrei hafa komið fram sannfærandi rök frá ráðherra af hverju Kvikmyndasjóður var skorinn niður á þessum tímapunkti, þvert á fyrri loforð og þvert á það sem boðað var í Kvikmyndastefnunni. Ef engin tengsl eru á milli niðurskurðarins og hækkunar endurgreiðslunnar, af hverju varð þessi tímasetning þá fyrir valinu? Svarið hlýtur að vera að það vantaði fjármagn til að fjármagna endurgreiðsluna. Lilja hefur að mörgu leyti staðið sig vel sem menningarráðherra og til að mynda hefur löngu tímabæru háskólanámi í kvikmyndagerð verið komið á laggirnar fyrir hennar tilstilli. En þessi niðurskurður á Kvikmyndasjóði eru það afdrífarík mistök að veruleg hætta er á að þau muni skyggja á öll þau góðu mál sem hún hefur komið til leiðar á sínum ráðherraferli. Niðurskurðurinn er kominn í 49% á fjórum árum og enn frekari niðurskurður er á teikniborðinu (sjá mynd). Getur einhver ímyndað sér hvað myndi gerast ef að framlög til háskólans yrðu skorin niður um 49%? Ástandið er orðið það slæmt að Kvikmyndamiðstöð er hætt að veita styrki fyrir árið 2024 og fármagnið fyrir árið 2025 er óðum að klárast. Færri verkefni fá styrk og styrkupphæðirnar eru orðnar svipaðar og þær voru fyrir 10-15 árum, á meðan allt annað í þjóðfélaginu hefur margfaldast í verði. Lægri styrkupphæðir þýða það að erfiðara verður að fjármagna kvikmyndaverkefnin og meiri hætta er á því að það komi niður á gæðum þeirra. Þessi staða kemur verst niður á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem á nú minni möguleika á því að hljóta brautargengi. Þeir sem að eldri eru og hafa þegar sannað sig eru líklegri til að skipta á milli sín þeim litlu fjármunum sem að eru til úthlutunar. Það er sérlega kaldhæðnislegt að ráðherra sem að gefur sig út fyrir að vera talsmaður íslenskrar tungu, skuli hygla erlendri kvikmyndagerð á kostnað innlendrar. Það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir efni á íslensku en einmitt núna, í heimi vaxandi alþjóðavæðingar og tæknibreytinga, en Lilja kýs að fara í þveröfuga átt. Okkur er líka til efs að þessi stefna Lilju samrýmist grunngildum og stefnu Framsóknarflokksins því hér er ekkert minna en framtíð íslenskunnar sem er í húfi. Áður en Lilja tók þessa afdrífaríku ákvörðun var betra jafnvægi í greininni að okkar mati. Kvikmyndasjóður stóð styrkum fótum og endurgreiðslan var 25%. Það var gott jafnvægi á milli erlenda hluta greinarinnar og þess innlenda. Nú hefur þetta jafnvægi raskast mjög mikið og erlendar kvikmyndaframleiðslur hafa tekið yfir. Þessu hefur fylgt aukin þensla og launaskrið og í dag er mjög erfitt fyrir innlendu framleiðslurnar að keppa við þær erlendu um starfsfólk. Það má segja að við búum við tvöfalt hagkerfi í bransanum í dag og þetta hefur gerst á mjög skömmum tíma, bara örfáum árum. Lausnin á þessu vandamáli er að sjálfsögðu sú að setja meira fjármagn í Kvikmyndasjóð og hlúa betur að innlendri kvikmyndagerð. Ef það kallar á skerðingu á endurgreiðslunni, lækkun á prósentuhlutfallinu eða fjárframlögunum, þá verður bara að hafa það. Kvikmyndasjóður er hjartað í greininni og grundvöllurinn fyrir því að blómleg kvikmyndamenning geti þrifist hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir hefur ennþá tækifæri til að laga þessa stöðu en senn mun hennar tími sem menningarráðherra renna sitt skeið. Við vonum að það verði ekki hennar eftirmæli sem stjórnmálamanns að hafa gert út af við íslenska kvikmyndagerð. H ö fundar eru kvikmyndaleikstj ó rar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Engin atvinnugrein á Íslandi er jafn sveiflukennd og kvikmyndabransinn. Frá því að við byrjuðum að starfa í þessum bransa höfum við horft upp á þrjá blóðuga niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar. Sá fyrsti var í kjölfar bankahrunsins árið 2009 (35%) en engin önnur atvinnugrein tók á sig jafn stóran skell eftir hrunið nema þá kannski fjármálageirinn. Þegar Katrín Jakobsdóttir var menntamálaráðherra á árunum 2009-2013 var bætt verulega í Kvikmyndasjóð, en svo kom ný ríkisstjórn og Illugi Gunnarsson skar niður framlögin um 40% á einu ári. Lítið breyttist til betri vegar á næstu árum þrátt fyrir umleitanir kvikmyndagerðarfólks. Þegar Lilja Alfreðsdóttir tók við sem mennta- og menningarráðherra gætti aukinnar bjartsýni á meðal kvikmyndagerðarfólks. Okkur fannst nýi ráðherrann sýna þessari viðkvæmu atvinnugrein skilning og tala okkar máli. Ráðist var í gerð Kvikmyndastefnu sem margir af okkar kollegum tóku þátt í að móta. Þar voru settar fram metnaðarfullar hugmyndir um eflingu kvikmyndagerðar á Íslandi. Fyrsti liðurinn í stefnunni – og algjört forgangsmál hennar að okkar mati – kvað á um eflingu Kvikmyndasjóðs og stofnun sérstaks fjárfestingarsjóðs fyrir leikið sjónvarpsefni. Allar kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem búnir eru til á Íslandi reiða sig á framlög úr Kvikmyndasjóði. Í dæmigerðu íslensku kvikmyndaverkefni er styrkur frá Kvikmyndasjóði um 25% - 50% af heildarfjármögnun, en með slíkum styrk er hægt að sækja um í aðra evrópska sjóði og klára fjármögnun verkefnisins. Með öðrum orðum, það fjármagn sem ríkið veitir úr Kvikmyndasjóði, laðar að sér álíka mikið og í mörgum tilfellum enn meira erlent fjámagn. Þetta byrjaði vel hjá Lilju og á árunum 2020 og 2021 var bætt verulega í framlögin til Kvikmyndasjóðs. En í Kvikmyndastefnunni var líka annar liður sem kvað á um hækkun á endurgreiðslu til kvikmyndagerðar. Með endurgreiðslu er átt við það þegar ákveðið prósentuhlutfall af því erlenda fjármagni sem kemur til landsins og varið er til framleiðslu kvikmynda fæst endurgreitt frá ríkinu. Þetta fyrirkomulag tíðkast víðsvegar í heiminum og hefur gefist ágætlega hér og skapað bæði gjaldeyristekjur og atvinnu. Það gagnast bæði íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum en er þó fyrst og fremst gert til að laða að erlendar framleiðslur og örva þann hluta kvikmyndagerðar sem snýr að þjónustu við stór erlend verkefni. Árið 2022 var mikill þrýstingur á Lilju að hækka endurgreiðsluhlutfallið úr 25% í 35%. Þrýstingurinn var sérstaklega þungur vegna eins verkefnis; True Detective 4. Framleiðendur þáttanna skrifuðu stjórnvöldum bréf og lofuðu fjárfestingu upp á 9 milljarða ef að endurgreiðslan yrði hækkuð. Auðvitað er þetta mikið fjármagn sem fer ekki bara inn í kvikmyndabransann heldur skilar sér á margþætta vegu inn í íslenskt hagkerfi. Þorri kvikmyndagerðarfólks var hlynnt hækkun á endurgreiðslunni en þótti það alls ekki forgangsmál eins og efling Kvikmyndasjóðs sem að úthlutar fjármagni eingöngu til innlendra verkefna. Lilja fékk endurgreiðsluna hækkaða með lögum frá Alþingi í júní árið 2022. Margir í bransanum fögnuðu þessum áfanga og framleiðsla True Detective þáttanna fór af stað. Flestir töldu að um tvö aðskilin mál væri að ræða - Kvikmyndasjóð annars vegar og endurgreiðsluna hins vegar - og því skyldi eitt ekki koma niður á öðru. En þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram um haustið vaknaði kvikmyndagerðarfólk upp við vondan draum. Í frumvarpinu var boðaður stórfelldur niðurskurður á framlögum til Kvikmyndasjóðs. Það sem virðist því hafa gerst er að stjórnvöld hafi blandað þessum tveimur aðskildu málum saman - Kvikmyndasjóði og endurgreiðslunni - og forgangsraðað fjármagni í þágu endurgreiðslunnar. Gat verið að sá menningarráðherra sem lét blása í lúðra og boða stórfellda sókn á sviði kvikmyndagerðar með Kvikmyndastefnunni hefði tekið ákvörðun sem var í hrópandi mótsögn við meginmarkmið hennar: Að stuðla að fjölbreyttri kvikmyndamenningu sem styrkir sjálfsmynd þjóðarinnar og eflir íslenska tungu? Lilja hefur alltaf neitað því að tengsl séu á milli niðurskurðarins og hækkunar endurgreiðslunnar. En það er erfitt að sjá að sá málflutningur standist skoðun. Aldrei hafa komið fram sannfærandi rök frá ráðherra af hverju Kvikmyndasjóður var skorinn niður á þessum tímapunkti, þvert á fyrri loforð og þvert á það sem boðað var í Kvikmyndastefnunni. Ef engin tengsl eru á milli niðurskurðarins og hækkunar endurgreiðslunnar, af hverju varð þessi tímasetning þá fyrir valinu? Svarið hlýtur að vera að það vantaði fjármagn til að fjármagna endurgreiðsluna. Lilja hefur að mörgu leyti staðið sig vel sem menningarráðherra og til að mynda hefur löngu tímabæru háskólanámi í kvikmyndagerð verið komið á laggirnar fyrir hennar tilstilli. En þessi niðurskurður á Kvikmyndasjóði eru það afdrífarík mistök að veruleg hætta er á að þau muni skyggja á öll þau góðu mál sem hún hefur komið til leiðar á sínum ráðherraferli. Niðurskurðurinn er kominn í 49% á fjórum árum og enn frekari niðurskurður er á teikniborðinu (sjá mynd). Getur einhver ímyndað sér hvað myndi gerast ef að framlög til háskólans yrðu skorin niður um 49%? Ástandið er orðið það slæmt að Kvikmyndamiðstöð er hætt að veita styrki fyrir árið 2024 og fármagnið fyrir árið 2025 er óðum að klárast. Færri verkefni fá styrk og styrkupphæðirnar eru orðnar svipaðar og þær voru fyrir 10-15 árum, á meðan allt annað í þjóðfélaginu hefur margfaldast í verði. Lægri styrkupphæðir þýða það að erfiðara verður að fjármagna kvikmyndaverkefnin og meiri hætta er á því að það komi niður á gæðum þeirra. Þessi staða kemur verst niður á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem á nú minni möguleika á því að hljóta brautargengi. Þeir sem að eldri eru og hafa þegar sannað sig eru líklegri til að skipta á milli sín þeim litlu fjármunum sem að eru til úthlutunar. Það er sérlega kaldhæðnislegt að ráðherra sem að gefur sig út fyrir að vera talsmaður íslenskrar tungu, skuli hygla erlendri kvikmyndagerð á kostnað innlendrar. Það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir efni á íslensku en einmitt núna, í heimi vaxandi alþjóðavæðingar og tæknibreytinga, en Lilja kýs að fara í þveröfuga átt. Okkur er líka til efs að þessi stefna Lilju samrýmist grunngildum og stefnu Framsóknarflokksins því hér er ekkert minna en framtíð íslenskunnar sem er í húfi. Áður en Lilja tók þessa afdrífaríku ákvörðun var betra jafnvægi í greininni að okkar mati. Kvikmyndasjóður stóð styrkum fótum og endurgreiðslan var 25%. Það var gott jafnvægi á milli erlenda hluta greinarinnar og þess innlenda. Nú hefur þetta jafnvægi raskast mjög mikið og erlendar kvikmyndaframleiðslur hafa tekið yfir. Þessu hefur fylgt aukin þensla og launaskrið og í dag er mjög erfitt fyrir innlendu framleiðslurnar að keppa við þær erlendu um starfsfólk. Það má segja að við búum við tvöfalt hagkerfi í bransanum í dag og þetta hefur gerst á mjög skömmum tíma, bara örfáum árum. Lausnin á þessu vandamáli er að sjálfsögðu sú að setja meira fjármagn í Kvikmyndasjóð og hlúa betur að innlendri kvikmyndagerð. Ef það kallar á skerðingu á endurgreiðslunni, lækkun á prósentuhlutfallinu eða fjárframlögunum, þá verður bara að hafa það. Kvikmyndasjóður er hjartað í greininni og grundvöllurinn fyrir því að blómleg kvikmyndamenning geti þrifist hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir hefur ennþá tækifæri til að laga þessa stöðu en senn mun hennar tími sem menningarráðherra renna sitt skeið. Við vonum að það verði ekki hennar eftirmæli sem stjórnmálamanns að hafa gert út af við íslenska kvikmyndagerð. H ö fundar eru kvikmyndaleikstj ó rar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar