Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.
Samkvæmt því bárust lögreglu alls fjórar tilkynningar um innbrot eða þjófnaði í verslunum. Í einu tilvikinu var um að ræða innbrot í tvær verslanir en í tveimur var um að ræða þjófnað og mál leyst á vettvangi.
Engar frekari upplýsingar er að finna um málið í yfirlitinu.
Lögregla var einnig kölluð til eftir að ökumaður stakk af í kjölfar umferðaróhapps. Er það mál í rannsókn. Þá var einn stöðvaður í umferðinni undir áhrifum áfengis og vímuefna.