Innlent

Bein út­sending: Fram­tíð menntunar á tímum gervi­greindar

Atli Ísleifsson skrifar
Menntakvika verður haldin í 28. skipti 26. – 27. september 2024. Að þessu sinni er þema ráðstefnunnar tengt framtíð menntunar á tímum gervigreindar.
Menntakvika verður haldin í 28. skipti 26. – 27. september 2024. Að þessu sinni er þema ráðstefnunnar tengt framtíð menntunar á tímum gervigreindar. Vísir/Vilhelm

Fram­tíð menntunar á tímum gervi­greindar er yfirskrift opnunarmálstofu Menntakviku 2024 sem fram fer í Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands milli klukkan 13 og 14:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með málstofunni í beinu streymi.

Fjallað verður um hvernig gervigreind er að umbreyta menntakerfinu og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja þessari þróun.

Leiðandi sérfræðingar, kennarar og stefnumótendur munu deila innsýn sinni og reynslu af því að nýta gervigreind við skipulag náms, ekki síst ýmis máltækniforrit sem sífellt verða öflugri. Þá verður einnig spurt hvað sé ábyrg notkun gervigreindar og hvaða mannlegu eiginleika verði að leggja rækt við á tímum örrar tækniþróunar.

Fundarstjóri er Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Menntavísindasvið, en hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan. 

Dagskrá

13.00 – 13.10 – Opnun

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra – flytur ávarp

13.10- 13.20 – Tækifæri í menntun með notkun gervigreindar

Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi á Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð hjá Háskólanum á Akureyri.

13.20 –13.30 – Aðstoðarkennarinn

Hjörvar Ingi Haraldsson, framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

13.30 – 13.40 – Þegar tæknin talar

Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, miðstöðvar um máltækni.

13.40 – 13.50 – Samning fjölvalsspurninga með aðstoð gervigreindar

Hafsteinn Einarsson, dósent við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands

13.50– 14:20 – Pallborðsumræður

Helena Sigurðardóttir, Hafsteinn Einarsson, Hjörvar Ingi Haraldsson og Lilja Dögg Jónsdóttir.

Ólafur Páll Jónsson, fundarstjóri, stýrir pallborði.

14.20-14.30 – Ávarp rektors

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands flytur ávarp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×