Kanna hvort fleiri bjarndýr leynist fyrir vestan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2024 12:29 Björninn var felldur á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, ásamt lögreglumanni af Vestfjörðum, kanna nú hvort hvítabirni sé að finna í Jökulfjörðum eða á Hornströndum. Engar vísbendingar eru um að fleiri dýr en það sem fellt var fyrir helgi hafi komið til landsins, en lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir gott að leita af sér allan grun. Hvítabjörninn var felldur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag, um tveimur tímum eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör fyrir utan sumarhús þar sem hún dvaldist ein. Um var að ræða unga birnu. Erfið leitarskilyrði fyrir helgi Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segir að í kjölfar þess að dýrið var fellt hafi verið óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að flogið yrði yfir svæðið til að kanna hvort fleiri birnir héldu þar til. „Það var þoka í fjöllum og erfitt að leita þegar við vorum þarna í síðustu viku. Við óskuðum eftir því við gæsluna á föstudaginn að þeir kæmu við fyrsta mögulega tækifæri, þegar bjart væri í veðri og þeir ættu séns, og við myndum leita betur. Það er ekki af því að við höfum grunsemdir um að það sé dýr á ferðinni, við viljum bara leita af okkur allan grun,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann bendir á að um ungt dýr hafi verið að ræða, og því mögulegt að það hafi komið hingað með fullorðnu dýri „En við vitum það ekkert, það veit það enginn.“ Fljótir að skanna svæðið í góðu skyggni Þegar þetta er skrifað er þyrla gæslunnar í loftinu, en um borð eru menn úr séraðgerðasveit hennar, auk lögreglumanns frá Vestfjörðum sem er staðkunnugur. „Þeir ætla að leita í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Þeir verða væntanlega fljótir að þessu, enda vel tækjum búnir í þyrlunni. Það er logn, sól og gott skyggni, þannig að þetta tekur örugglega ekkert voðalega langan tíma. En þetta er samt dálítið löng strandlengja.“ Fara á vorin Helgi segir það ekki venjuna að þetta sé gert eftir að hvítabirnir komi hingað til lands. Hins vegar sé reglulega farið í flug til að kíkja eftir bjarndýrum. „Þetta var gert í fyrravor, ég fór meira að segja sjálfur í það með tveimur lögreglumönnum.“ Þá hafi heldur ekki verið sérstakur grunur um að bjarndýr héldi til hér á landi, en menn vildu vera vissir. „Við höfum reynt að fara og skoða þetta fyrir sumarið, áður en það fera að koma mikið af fólki á svæðið. Bara til að sjá hvort það sé ekki óhætt þarna,“ segir Helgi. Ekki sé farið árlega, þar sem staða hafíss við landið skipti máli í þessu tilliti. „En við höfum reynt að sinna þessu og gæslan hefur auðvitað aðstoðað okkur við það.“ Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Tengdar fréttir Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hvítabjörninn var felldur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag, um tveimur tímum eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör fyrir utan sumarhús þar sem hún dvaldist ein. Um var að ræða unga birnu. Erfið leitarskilyrði fyrir helgi Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segir að í kjölfar þess að dýrið var fellt hafi verið óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að flogið yrði yfir svæðið til að kanna hvort fleiri birnir héldu þar til. „Það var þoka í fjöllum og erfitt að leita þegar við vorum þarna í síðustu viku. Við óskuðum eftir því við gæsluna á föstudaginn að þeir kæmu við fyrsta mögulega tækifæri, þegar bjart væri í veðri og þeir ættu séns, og við myndum leita betur. Það er ekki af því að við höfum grunsemdir um að það sé dýr á ferðinni, við viljum bara leita af okkur allan grun,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann bendir á að um ungt dýr hafi verið að ræða, og því mögulegt að það hafi komið hingað með fullorðnu dýri „En við vitum það ekkert, það veit það enginn.“ Fljótir að skanna svæðið í góðu skyggni Þegar þetta er skrifað er þyrla gæslunnar í loftinu, en um borð eru menn úr séraðgerðasveit hennar, auk lögreglumanns frá Vestfjörðum sem er staðkunnugur. „Þeir ætla að leita í Jökulfjörðum og á Hornströndum. Þeir verða væntanlega fljótir að þessu, enda vel tækjum búnir í þyrlunni. Það er logn, sól og gott skyggni, þannig að þetta tekur örugglega ekkert voðalega langan tíma. En þetta er samt dálítið löng strandlengja.“ Fara á vorin Helgi segir það ekki venjuna að þetta sé gert eftir að hvítabirnir komi hingað til lands. Hins vegar sé reglulega farið í flug til að kíkja eftir bjarndýrum. „Þetta var gert í fyrravor, ég fór meira að segja sjálfur í það með tveimur lögreglumönnum.“ Þá hafi heldur ekki verið sérstakur grunur um að bjarndýr héldi til hér á landi, en menn vildu vera vissir. „Við höfum reynt að fara og skoða þetta fyrir sumarið, áður en það fera að koma mikið af fólki á svæðið. Bara til að sjá hvort það sé ekki óhætt þarna,“ segir Helgi. Ekki sé farið árlega, þar sem staða hafíss við landið skipti máli í þessu tilliti. „En við höfum reynt að sinna þessu og gæslan hefur auðvitað aðstoðað okkur við það.“
Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Tengdar fréttir Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. 20. september 2024 09:55