Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Um er að ræða tillögu um sjö hundruð milljóna arðgreiðslu hjá Toyota á Íslandi ehf og 300 milljónir hjá TK bílum ehf. Félögin eru í eigu Úlfars Steindórssonar og Kristjáns Þorbergssonar.
Félögin greiddu tvo milljarða í arð fyrir rekstrarárið 2022.
Í úttekt Viðskiptablaðsins kemur fram að hin stóru bílaumboðin greiði töluvert lægri arð. 175 milljónir í tilfelli Heklu, 300 milljónir hjá Öskju en BL greiddi engan arð í ár eftir milljarð króna arðgreiðslu árið á undan.