„Þetta reddast“ og heilsan að húfi? Alexander Aron Guðjónsson og Ásta Logadóttir skrifa 23. september 2024 09:31 Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi. En hver ber ábyrgð á að tryggja heilnæmt vinnuumhverfi? Samkvæmt dómi sem féll 26. febrúar í ár þá bera bæði fasteignaeigendur og fyrirtæki sem leigutakar ábyrgð á að veita starfsfólki heilsusamlegt starfsumhverfi. Dómurinn sýnir svart á hvítu að fyrirtæki hafa frumkvæðiskyldu til að tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína með því að afstýra heilsutjóni, samanber 13. gr. laga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Að bera skyldu til frumkvæðis, það er ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Það þýðir að fyrirtæki þurfa að vera meðvituð um hvaða áhrif umhverfisþættir í byggingunum þeirra geta haft á starfsfólk og bregðast við á viðeigandi hátt. Í tilviki dómsins var um að ræða myglu og þurrt loft sem olli óheilsusamlegu starfsumhverfi. Þrátt fyrir að fasteignaeigandi hefði tilkynnt leigutaka um ástandið, þá beið fyrirtækið of lengi með að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks. Fyrirtækið taldi sig geta beðið eftir að fasteignaeigandi myndi leysa vandann, en á meðan versnaði ástandið og starfsfólk fór að finna fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna myglu og of lágum loftraka. Í dómnum var fyrirtækið sakfellt fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við til að vernda starfsfólk sitt, og það dæmt til skaðabóta. Það kemur vel fram í þessum dómi að ábyrgðin er skýr. Vinnuveitendur bera ábyrgð á því að starfsfólk starfi við heilnæmar aðstæður. Það er ábyrgð fyrirtækis að vera upplýst um heilsufarsþætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi starfsmanna. Það er einnig ábyrgð fyrirtækisins að vera með frumkvæði að því að bregðast við ef heilsu starfsmanna er ógnað hvort sem það felur í sér eigin aðgerðir eða að fá fasteignaeigendur með í vegferðina. Heilsa starfsfólks má ekki bíða þess að málið dragist á langinn. Innivist eru þeir umhverfisþættir sem við erum útsett fyrir þegar við dveljum inni í byggingum. Sumir umhverfisþættir hafa bein áhrif á heilsuna, sem dæmi: lýsing, loftraki, mygla og rafsegulgeislun. Umhverfisþættirnir loftgæði, hiti, hljóðvist, lýsing, loftraki, mygla og útsýni hafa áhrif á afköst, þægindi, líðan og stress. Þetta vekur upp spurningar sem við öll ættum að íhuga: Hvernig er ástandið á mínum vinnustað? Hafa vinnuveitendur og eigendur hússins gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að heilsa starfsfólks sé í fyrirrúmi? Aðgerðarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan starfsfólks, og í þessu máli var það staðfest með dómi. Innivist á vinnustöðum er ekki bara eitthvað sem á að skoða þegar vandamál kemur upp. Það ætti að vera forgangsmál að vinna í heilnæmu og þægilegu umhverfi, þar sem starfsfólk getur treyst því að það verði ekki fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum og fá tækifæri til að dafna í umhverfi sem styður við afkastagetu. Með reglulegum úttektum á ástandi og viðhaldi á húsnæði er hægt að koma í veg fyrir vandamál áður en þau hafa alvarlegar afleiðingar. Áður en þú snýrð aftur að vinnudeginum þínum skaltu spyrja þig: Er innivistin mín í lagi? Alexander Aron Guðjónsson, lýsingarhönnuður hjá Lotu Ásta Logadóttir, PhD verkfræðingur hjá Lotu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi. En hver ber ábyrgð á að tryggja heilnæmt vinnuumhverfi? Samkvæmt dómi sem féll 26. febrúar í ár þá bera bæði fasteignaeigendur og fyrirtæki sem leigutakar ábyrgð á að veita starfsfólki heilsusamlegt starfsumhverfi. Dómurinn sýnir svart á hvítu að fyrirtæki hafa frumkvæðiskyldu til að tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína með því að afstýra heilsutjóni, samanber 13. gr. laga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Að bera skyldu til frumkvæðis, það er ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Það þýðir að fyrirtæki þurfa að vera meðvituð um hvaða áhrif umhverfisþættir í byggingunum þeirra geta haft á starfsfólk og bregðast við á viðeigandi hátt. Í tilviki dómsins var um að ræða myglu og þurrt loft sem olli óheilsusamlegu starfsumhverfi. Þrátt fyrir að fasteignaeigandi hefði tilkynnt leigutaka um ástandið, þá beið fyrirtækið of lengi með að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks. Fyrirtækið taldi sig geta beðið eftir að fasteignaeigandi myndi leysa vandann, en á meðan versnaði ástandið og starfsfólk fór að finna fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna myglu og of lágum loftraka. Í dómnum var fyrirtækið sakfellt fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við til að vernda starfsfólk sitt, og það dæmt til skaðabóta. Það kemur vel fram í þessum dómi að ábyrgðin er skýr. Vinnuveitendur bera ábyrgð á því að starfsfólk starfi við heilnæmar aðstæður. Það er ábyrgð fyrirtækis að vera upplýst um heilsufarsþætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi starfsmanna. Það er einnig ábyrgð fyrirtækisins að vera með frumkvæði að því að bregðast við ef heilsu starfsmanna er ógnað hvort sem það felur í sér eigin aðgerðir eða að fá fasteignaeigendur með í vegferðina. Heilsa starfsfólks má ekki bíða þess að málið dragist á langinn. Innivist eru þeir umhverfisþættir sem við erum útsett fyrir þegar við dveljum inni í byggingum. Sumir umhverfisþættir hafa bein áhrif á heilsuna, sem dæmi: lýsing, loftraki, mygla og rafsegulgeislun. Umhverfisþættirnir loftgæði, hiti, hljóðvist, lýsing, loftraki, mygla og útsýni hafa áhrif á afköst, þægindi, líðan og stress. Þetta vekur upp spurningar sem við öll ættum að íhuga: Hvernig er ástandið á mínum vinnustað? Hafa vinnuveitendur og eigendur hússins gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að heilsa starfsfólks sé í fyrirrúmi? Aðgerðarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan starfsfólks, og í þessu máli var það staðfest með dómi. Innivist á vinnustöðum er ekki bara eitthvað sem á að skoða þegar vandamál kemur upp. Það ætti að vera forgangsmál að vinna í heilnæmu og þægilegu umhverfi, þar sem starfsfólk getur treyst því að það verði ekki fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum og fá tækifæri til að dafna í umhverfi sem styður við afkastagetu. Með reglulegum úttektum á ástandi og viðhaldi á húsnæði er hægt að koma í veg fyrir vandamál áður en þau hafa alvarlegar afleiðingar. Áður en þú snýrð aftur að vinnudeginum þínum skaltu spyrja þig: Er innivistin mín í lagi? Alexander Aron Guðjónsson, lýsingarhönnuður hjá Lotu Ásta Logadóttir, PhD verkfræðingur hjá Lotu
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun