Nauðsyn námsgagna Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýar Árnadóttir skrifa 23. september 2024 09:02 Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Þar leiðir spretthópur sem skipaður var af ráðherra í janúar vinnuna og mun leggja til aðgerðir sem ákvarða framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu í nánu samstarfi við hagaðila. Núverandi fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt um áratuga skeið og skólasamfélagið kallað ákaft eftir breytingum. Það er umhugsunarvert að hérlendis fer mun minna fjármagn til málaflokksins en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi fer um 0,4% af rekstrarkostnaði grunnskóla landsins í gerð námsefnis á móti 1,5 - 2.0% í Finnlandi, en þangað horfum við gjarnan í menntamálum. Í menntastefnu til ársins 2030 segir svo: „Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.“ Þar sem nemendur og kennarar eru stærstu hagaðilarnir vonum við að til beggja hópa verði leitað við vinnuna og mótun aðgerða. Enda eru nemendur best til þess fallnir að segja til um hvað hentar þeim í námi og kennarar sérfræðingar í námi barna og ungmenna. Sprotasjóður er sá sjóður sem gjarnan er sótt um í til að koma af stað nýju verkefni eða vinnulagi í leik-, grunn- og/eða framhaldsskólum á Íslandi. Mörg áhugaverð nýsköpunarverkefni hafa litið dagsins ljós með aðstoð sjóðsins og sum hafa fest sig í sessi. Árið 2013 voru umsóknir til sjóðsins 115 talsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 227 m.kr. Úthlutunarupphæð var hins vegar einungis um 45 m.kr til 40 verkefna. Það ár voru áherslusvið sjóðsins: Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám, jafnrétti í skólastarfi og kynjafræði, kynheilbrigði og klám - í samhengi við grunnþætti menntunar. Í ár bárust 67 umsóknir að upphæð 257,4 m.kr. en aðeins 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 skólaþróunarverkefna. Áherslusviðin í ár eru: farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda og teymiskennsla og samstarf. Eins og sjá má fækkar verkefnum sem fá styrk vegna þess að sjóðurinn er ekki að vaxa í takt við þá þörf sem er til staðar og því fækkar umsóknum. Öll áherslusvið sjóðsins eru mikilvæg málefni sem skólasamfélagið þarf góðan stuðning við til að sinna innan veggja skólanna. Það er mikilvægt að námsefni, námsgögn og þeir sjóðir sem mögulegt er að sækja í því til stuðnings séu uppfærð í takt við tímann og samfélagið. Augljóslega er hugur í skólafólki og umsóknir margar um takmarkað fjármagn sem sannarlega þyrfti að auka í ljósi áhuga sem og þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Það gengur allt of hægt að breyta kerfi sem fagfólkið sjálft hefur ítrekað kallað eftir að sé betrumbætt. Það er einnig of hljótt um það góða starf sem unnið er í ótal leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins en of hátt heyrist í þeim sem gagnrýna á óvæginn hátt og letja sama starf. Ef fagfólkið og sérfræðingarnir sem vinna úti á akrinum fengju athygli, svigrúm og stuðning, t.d. í formi góðra námsgagna og aðgengi að fjármagni til áframhaldandi góðra verka væri margt unnið í mikilvæga skólasamfélaginu okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægur hluti í námi barna og ungmenna eru námsgögn. Þau geta verið á ýmsu formi og einmitt mikilvægt að svo sé til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda. Nú er verið að endurskoða fyrirkomulag námsgagnaútgáfu í samræmi við aðgerð 9 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Þar leiðir spretthópur sem skipaður var af ráðherra í janúar vinnuna og mun leggja til aðgerðir sem ákvarða framtíðarfyrirkomulag námsgagnaútgáfu í nánu samstarfi við hagaðila. Núverandi fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt um áratuga skeið og skólasamfélagið kallað ákaft eftir breytingum. Það er umhugsunarvert að hérlendis fer mun minna fjármagn til málaflokksins en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi fer um 0,4% af rekstrarkostnaði grunnskóla landsins í gerð námsefnis á móti 1,5 - 2.0% í Finnlandi, en þangað horfum við gjarnan í menntamálum. Í menntastefnu til ársins 2030 segir svo: „Markmið menntastefnu er að veita framúrskarandi menntun í umhverfi þar sem allir geta lært og allir skipta máli. Skýr stefna um forgangsröðun í þágu menntunar og þekkingarsköpunar eykur lífsgæði og verðmætasköpun.“ Þar sem nemendur og kennarar eru stærstu hagaðilarnir vonum við að til beggja hópa verði leitað við vinnuna og mótun aðgerða. Enda eru nemendur best til þess fallnir að segja til um hvað hentar þeim í námi og kennarar sérfræðingar í námi barna og ungmenna. Sprotasjóður er sá sjóður sem gjarnan er sótt um í til að koma af stað nýju verkefni eða vinnulagi í leik-, grunn- og/eða framhaldsskólum á Íslandi. Mörg áhugaverð nýsköpunarverkefni hafa litið dagsins ljós með aðstoð sjóðsins og sum hafa fest sig í sessi. Árið 2013 voru umsóknir til sjóðsins 115 talsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 227 m.kr. Úthlutunarupphæð var hins vegar einungis um 45 m.kr til 40 verkefna. Það ár voru áherslusvið sjóðsins: Mat á námi með hliðsjón af nýjum aðalnámskrám, jafnrétti í skólastarfi og kynjafræði, kynheilbrigði og klám - í samhengi við grunnþætti menntunar. Í ár bárust 67 umsóknir að upphæð 257,4 m.kr. en aðeins 59,8 m.kr. var úthlutað til 32 skólaþróunarverkefna. Áherslusviðin í ár eru: farsæld barna og ungmenna, með áherslu á umburðarlyndi, fjölbreytileika og inngildingu nemenda og teymiskennsla og samstarf. Eins og sjá má fækkar verkefnum sem fá styrk vegna þess að sjóðurinn er ekki að vaxa í takt við þá þörf sem er til staðar og því fækkar umsóknum. Öll áherslusvið sjóðsins eru mikilvæg málefni sem skólasamfélagið þarf góðan stuðning við til að sinna innan veggja skólanna. Það er mikilvægt að námsefni, námsgögn og þeir sjóðir sem mögulegt er að sækja í því til stuðnings séu uppfærð í takt við tímann og samfélagið. Augljóslega er hugur í skólafólki og umsóknir margar um takmarkað fjármagn sem sannarlega þyrfti að auka í ljósi áhuga sem og þörf fyrir námsefni af þessu tagi. Það gengur allt of hægt að breyta kerfi sem fagfólkið sjálft hefur ítrekað kallað eftir að sé betrumbætt. Það er einnig of hljótt um það góða starf sem unnið er í ótal leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins en of hátt heyrist í þeim sem gagnrýna á óvæginn hátt og letja sama starf. Ef fagfólkið og sérfræðingarnir sem vinna úti á akrinum fengju athygli, svigrúm og stuðning, t.d. í formi góðra námsgagna og aðgengi að fjármagni til áframhaldandi góðra verka væri margt unnið í mikilvæga skólasamfélaginu okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur og leikskólastjóri, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun