Lögreglumenn í veikindaleyfi vegna þungra mála Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. september 2024 20:56 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Arnar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir lögreglumenn farna að nýta sér sálfræðiúrræði í auknum mæli en að verkefni undafarinna mánuða hvíli þungt á mörgum. „Það er þannig þegar lögreglumenn koma á vettvang að þá tekur þetta þungt á fólk. Þó það vinni sín verk á vettvangi kemur áfallið gjarnan seinna. Þegar maður kemur heim og hittir börnin sín eða fer að hugsa betur um þetta,“ segir Fjölnir. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að dæmi séu um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem komið hafa upp að undanförnu. Þremur börnum hefur verið ráðinn bani í ár ásamt fjórum fullorðnum. Fjölnir segist verða var við það að slík mál ýfi upp gömul sár. Lögreglumenn nýti sér sálfræðiaðstoð „Maður verður var við það á lögreglustöðinni að fólk fer þá að rifja upp gömul mál. Þetta ýtir við einhverju sem hefur komið fyrir áður. Ég hef heyrt það að það er mikið viðrunarfundi núna. Það er verið að hjálpa lögreglumönnum og lögreglumenn eru að leita sér þeirrar sálfræðiaðstoðar sem er í boði,“ segir hann. Eru þeir að leita sér stuðnings? „Hann er í boði. Það hefur verið gert mikið átak í þessu hjá lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri útvegar öllum lögreglumönnum sálfræðitíma sem vilja og það eru reglulegir viðrunarfundir. Ég held að lögreglumenn séu farnir að nýta sér þetta mjög mikið og vonandi eru fáir sem byrgja inni sín vandamál,“ segir Fjölnir. Átak dugi ekki Fjölnir segir átak til að sporna við vopnaburði ungmenna ekki duga eitt og sér heldur þurfi að bregðast kerfisbundið við stöðunni sem uppi er komin. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum átökum sem þjóðin fer sífellt í ef eitthvað kemur upp á þá ætlum við að gera þetta í einu átaki á tveimur, þremur mánuðum,“ segir hann. „En ég held að ef við skoðum þessi mál þá er greinilega eitthvað að í heilbrigðisþjónustunni hjá okkur. Ég held að við getum tengt þetta við geðræn vandamál og vanlíðan fólks. Þetta er ekki allt vopnaburður ungmenna.“ Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
„Það er þannig þegar lögreglumenn koma á vettvang að þá tekur þetta þungt á fólk. Þó það vinni sín verk á vettvangi kemur áfallið gjarnan seinna. Þegar maður kemur heim og hittir börnin sín eða fer að hugsa betur um þetta,“ segir Fjölnir. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að dæmi séu um að lögreglumenn hafi farið í veikindaleyfi vegna þungra mála sem komið hafa upp að undanförnu. Þremur börnum hefur verið ráðinn bani í ár ásamt fjórum fullorðnum. Fjölnir segist verða var við það að slík mál ýfi upp gömul sár. Lögreglumenn nýti sér sálfræðiaðstoð „Maður verður var við það á lögreglustöðinni að fólk fer þá að rifja upp gömul mál. Þetta ýtir við einhverju sem hefur komið fyrir áður. Ég hef heyrt það að það er mikið viðrunarfundi núna. Það er verið að hjálpa lögreglumönnum og lögreglumenn eru að leita sér þeirrar sálfræðiaðstoðar sem er í boði,“ segir hann. Eru þeir að leita sér stuðnings? „Hann er í boði. Það hefur verið gert mikið átak í þessu hjá lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri útvegar öllum lögreglumönnum sálfræðitíma sem vilja og það eru reglulegir viðrunarfundir. Ég held að lögreglumenn séu farnir að nýta sér þetta mjög mikið og vonandi eru fáir sem byrgja inni sín vandamál,“ segir Fjölnir. Átak dugi ekki Fjölnir segir átak til að sporna við vopnaburði ungmenna ekki duga eitt og sér heldur þurfi að bregðast kerfisbundið við stöðunni sem uppi er komin. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á öllum þessum átökum sem þjóðin fer sífellt í ef eitthvað kemur upp á þá ætlum við að gera þetta í einu átaki á tveimur, þremur mánuðum,“ segir hann. „En ég held að ef við skoðum þessi mál þá er greinilega eitthvað að í heilbrigðisþjónustunni hjá okkur. Ég held að við getum tengt þetta við geðræn vandamál og vanlíðan fólks. Þetta er ekki allt vopnaburður ungmenna.“
Lögreglan Geðheilbrigði Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira