Samrýmist það samfélagslegri ábyrgð ef fyrirtæki þitt er aðili að Viðskiptaráði? Andri Snær Magnason skrifar 21. september 2024 13:02 Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. Þá þyrfti annað fólk að stíga inn, bara þú og afi þinn, allir sem einn, lesa gögnin, reyna að skilja þau, setja í samhengi við framtíð barna okkar og jarðarinnar og taka ábyrgð. Staðan er nefnilega ekki góð, sbr. nýlegar fréttir af bláa blettinum undan Grænlandi, Amazon skógarnir brenna sem aldrei fyrr og flóð sem eiga að koma á þúsund ára fresti koma á tíu ára fresti. Nú hefur Viðskiptaráð komist að þeirri niðurstöðu að langflestar loftslagsaðgerðir Ríkisstjórnar Íslands hafi „neikvæð efnahagsleg áhrif“. Ég held að öllum sé ljóst að breytingarnar sem þarf að gera næstu 30 árin fela í sér mikið rask á mörgum atvinnugreinum. Það er óhjákvæmlegt, ekki síst þegar atvinnugreinin var vitlaust hönnuð í upphafi. Hið opinbera þarf vissulega aðhald og stundum eru settar reglur sem hafa öfug áhrif, stundum eru sett markmið sem eru óraunhæf eða loftkennd og það er hárrétt að vitlausar aðgerðir gætu valdið kollsteypu. En þegar excel-skjal Viðskiptaráðs er skoðað, þá er viðmiðið þeirra mjög einfalt. Ef hið opinbera setur lög, stuðlar að verkefnum eða fjárfestir í þeim þá fær verkefnið falleinkun „Endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins“. Falleinkun. „Vernd og endurheimt birkiskóga á þjóðlendum?“ Falleinkun. Reiðhjólastígar fá mínus stig. Krafa um förgun gróðurhúsalofttegunda við jarðvarmavirkjanir eins og gert er í Hellisheiðarvirkjun. Falleinkunn. Áætlun um útfösun F-gasa. Falleinkun. Hleðslustöðvar í höfnum landsins? Falleinkun. Í Viðskiptaráði situr ungt fólk í einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns. Ef samtökin eiga að taka sig alvarlega verða þau sjálf að koma fram með plan sem samrýmist loftslagsáherslum heimsins. Það er ekki hægt að þykjast vera geimvera sem stendur utan við málefnið og segir bara EBITA EBITA. Ef ekki er hægt að fella hugmyndafræði Viðskiptaráðs að framtíð lífs á jörðinni, hvort á að víkja? Viðskiptaráð hefur á síðustu árum birst sem furðusamtök, metnaðarleysið í þessum málaflokki er óábyrgt og nánast glæpsamlegt. Það er tímabært að taka bara skýrt fram: Eins og stendur þá er ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtæki í nútíma samfélagi að vera í Viðskiptaráði. Er þitt fyrirtæki þar? Þinn vinnustaður? Þá er fyrirtæki þitt að styðja við leti og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Lestu excel-skjal Viðskiptaráðs. Lestu skýrslur Sameinuðu Þjóðanna. Reiknaðu út hvenær börnin þín fara á eftirlaun og berðu saman við spár vísindamanna. Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt sem getur bara sagt EBITA. Hlekkur í viðskiptaráð er hér og þar má sjá excel-skjalið. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. Þá þyrfti annað fólk að stíga inn, bara þú og afi þinn, allir sem einn, lesa gögnin, reyna að skilja þau, setja í samhengi við framtíð barna okkar og jarðarinnar og taka ábyrgð. Staðan er nefnilega ekki góð, sbr. nýlegar fréttir af bláa blettinum undan Grænlandi, Amazon skógarnir brenna sem aldrei fyrr og flóð sem eiga að koma á þúsund ára fresti koma á tíu ára fresti. Nú hefur Viðskiptaráð komist að þeirri niðurstöðu að langflestar loftslagsaðgerðir Ríkisstjórnar Íslands hafi „neikvæð efnahagsleg áhrif“. Ég held að öllum sé ljóst að breytingarnar sem þarf að gera næstu 30 árin fela í sér mikið rask á mörgum atvinnugreinum. Það er óhjákvæmlegt, ekki síst þegar atvinnugreinin var vitlaust hönnuð í upphafi. Hið opinbera þarf vissulega aðhald og stundum eru settar reglur sem hafa öfug áhrif, stundum eru sett markmið sem eru óraunhæf eða loftkennd og það er hárrétt að vitlausar aðgerðir gætu valdið kollsteypu. En þegar excel-skjal Viðskiptaráðs er skoðað, þá er viðmiðið þeirra mjög einfalt. Ef hið opinbera setur lög, stuðlar að verkefnum eða fjárfestir í þeim þá fær verkefnið falleinkun „Endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins“. Falleinkun. „Vernd og endurheimt birkiskóga á þjóðlendum?“ Falleinkun. Reiðhjólastígar fá mínus stig. Krafa um förgun gróðurhúsalofttegunda við jarðvarmavirkjanir eins og gert er í Hellisheiðarvirkjun. Falleinkunn. Áætlun um útfösun F-gasa. Falleinkun. Hleðslustöðvar í höfnum landsins? Falleinkun. Í Viðskiptaráði situr ungt fólk í einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns. Ef samtökin eiga að taka sig alvarlega verða þau sjálf að koma fram með plan sem samrýmist loftslagsáherslum heimsins. Það er ekki hægt að þykjast vera geimvera sem stendur utan við málefnið og segir bara EBITA EBITA. Ef ekki er hægt að fella hugmyndafræði Viðskiptaráðs að framtíð lífs á jörðinni, hvort á að víkja? Viðskiptaráð hefur á síðustu árum birst sem furðusamtök, metnaðarleysið í þessum málaflokki er óábyrgt og nánast glæpsamlegt. Það er tímabært að taka bara skýrt fram: Eins og stendur þá er ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtæki í nútíma samfélagi að vera í Viðskiptaráði. Er þitt fyrirtæki þar? Þinn vinnustaður? Þá er fyrirtæki þitt að styðja við leti og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Lestu excel-skjal Viðskiptaráðs. Lestu skýrslur Sameinuðu Þjóðanna. Reiknaðu út hvenær börnin þín fara á eftirlaun og berðu saman við spár vísindamanna. Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt sem getur bara sagt EBITA. Hlekkur í viðskiptaráð er hér og þar má sjá excel-skjalið. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar