„Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 11:31 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Vísir/Einar Annað árið í röð er KA komið í bikarúrslit karla í fótbolta og reynir að fella bikarmeistara Víkings. Þjálfari KA-manna segir menn ekki endilega í hefndarhug, en njóti góðs af reynslu síðasta árs og ákveðnir í að vinna loks bikarinn. KA tapaði 3-1 í úrslitum keppninnar fyrir Víkingum í fyrra og nú mætast liðin annað árið í röð. Rúm 40 ár eru síðan sömu lið mætast í bikarúrslitum tvö ár í röð. Klippa: Ætla að taka titilinn norður Hallgrímur Jónsson, þjálfari KA, segir leikmenn liðsins njóta góðs af reynslunni sem fylgdi því að taka þátt í úrslitunum í fyrra og séu ákveðnir í að taka lokaskrefið og vinna loks titilinn. „Við erum bara spenntir, komum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari. Því miður töpuðum við í fyrra og við töluðum um það eftir leikinn að alvöru menn standa upp og reyna aftur og við erum komnir aftur. Við erum mættir hérna til að taka bikarinn heim,“ segir Hallgrímur Hefnd sé KA-mönnum ekki ofarlega í huga eftir síðasta ár. „Ég vil kannski ekki meina að við viljum hefna á móti Víkingi. Við erum spenntir fyrir því að vinna bikarinn með KA, við viljum fara með hann heim, það hefur aldrei gerst í sögunni. Þar sem við höfum prófað þetta áður ætlum við að láta úrslitin vera okkur í hag í þetta skiptið,“ segir Hallgrímur. „Við erum á góðu róli núna og erum með sjálfstraust. Síðast þegar við spiluðum við Víking unnum við þá og það mun líka hjálpa okkur,“ bætir hann við. Víkingar vonast til að vinna keppnina fimmta skiptið í röð síðar í dag en sagan er ekki með KA-mönnum sem hafa komst fjórum sinnum í úrslit keppninnar en aldrei tekist að vinna. Hefur þessi sigurhefð eitthvað að segja? „Ég veit það ekki. Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Hallgrím sem má sjá í spilaranum að ofan. Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02 „Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
KA tapaði 3-1 í úrslitum keppninnar fyrir Víkingum í fyrra og nú mætast liðin annað árið í röð. Rúm 40 ár eru síðan sömu lið mætast í bikarúrslitum tvö ár í röð. Klippa: Ætla að taka titilinn norður Hallgrímur Jónsson, þjálfari KA, segir leikmenn liðsins njóta góðs af reynslunni sem fylgdi því að taka þátt í úrslitunum í fyrra og séu ákveðnir í að taka lokaskrefið og vinna loks titilinn. „Við erum bara spenntir, komum hérna í fyrra og erum reynslunni ríkari. Því miður töpuðum við í fyrra og við töluðum um það eftir leikinn að alvöru menn standa upp og reyna aftur og við erum komnir aftur. Við erum mættir hérna til að taka bikarinn heim,“ segir Hallgrímur Hefnd sé KA-mönnum ekki ofarlega í huga eftir síðasta ár. „Ég vil kannski ekki meina að við viljum hefna á móti Víkingi. Við erum spenntir fyrir því að vinna bikarinn með KA, við viljum fara með hann heim, það hefur aldrei gerst í sögunni. Þar sem við höfum prófað þetta áður ætlum við að láta úrslitin vera okkur í hag í þetta skiptið,“ segir Hallgrímur. „Við erum á góðu róli núna og erum með sjálfstraust. Síðast þegar við spiluðum við Víking unnum við þá og það mun líka hjálpa okkur,“ bætir hann við. Víkingar vonast til að vinna keppnina fimmta skiptið í röð síðar í dag en sagan er ekki með KA-mönnum sem hafa komst fjórum sinnum í úrslit keppninnar en aldrei tekist að vinna. Hefur þessi sigurhefð eitthvað að segja? „Ég veit það ekki. Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Hallgrím sem má sjá í spilaranum að ofan.
Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02 „Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. 20. september 2024 19:02
„Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. 20. september 2024 16:47