Stjörnublaðamaður í straff vegna sambands við Kennedy Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2024 23:23 Olivia Nuzzi (t.v.) segist hafa myndað persónulegt samband við viðmælanda sinn, Bandarískir fjölmiðlar segja að viðmælandi hafi verið Robert F. Kennedy yngri (t.h.). Vísir Bandaríska tímaritið New York hefur sent aðalfréttaritara sinn í Washington-borg í leyfi eftir að í ljós kom að hún átti í sambandi við Robert F. Kennedy yngri, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Blaðakonan skrifaði meðal annars um Kennedy. Olivia Nuzzi er einn þekktasti blaðamaður New York en viðtal hennar við Donald Trump er forsíðugrein í nýjasta hefti tímaritsins. Hún skrifaði meðal annars langa umfjöllun um Kennedy og framboð hans sem birtist í nóvember. Í henni lýsti Nuzzi meðal annars skelfilegri bílferð með Kennedy og hundum hans. Sú lífsreynsla virðist þó ekki hafa verið skelfilegri en svo að Nuzzi og Kennedy áttu í persónulega sambandi sem hún greindi vinnuveitendum sínum á tímaritinu ekki frá. Ritstjóri New York greindi starfsmönnum tímaritsins frá málinu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði að Nuzzi hefði sagt stjórnendum tímaritsins að hún hefði ekki tekið upp sambandið við Kennedy fyrr en í desember, eftir að umfjöllun hennar um hann birtist. Sambandi þeirra hafi lokið í ágúst. Rauf trúnað við lesendur Tímaritið sagði í gær að ef ritstjórar þess hefðu vitað af sambandi Nuzzi við Kennedy hefðu þeir ekki leyft henni að fjalla um forsetakosningarnar í haust. Hún hefði brotið siðareglur tímaritsins. Úttekt á störfum Nuzzi hefði ekki leitt í ljós neinar staðreyndavillur eða merki um hlutdrægni. Hún yrði engu að síður í leyfi á meðan utanaðkomandi aðili færi nánar yfir verk hennar. „Við hörmum þetta brot á trúnaði við lesendur okkar,“ sagði tímaritið í yfirlýsingu. Vefútgáfum af greinum sem Nuzzi skrifaði um Joe Biden í sumar og Donald Trump nú í haust munu fylgja athugasemdir þar sem greint er frá mögulegum hagsmunaárekstri Nuzzi. Nuzzi sagði í yfirlýsingu að samband hennar við viðmælanda hafi orðið persónulegt en nefndi ekki Kennedy á nafn. Samband þeirra hefði aldrei orðið holdlegt. Hún hefði engu að síður átt að upplýsa um sambandið. Bað hún samstarfsfélaga sína á tímaritinu afsökunar. Kennedy, sem dró framboð sitt til forseta til baka og lýsti yfir stuðningi við Trump fyrr í þessum mánuði, sagðist í yfirlýsingu aðeins hafa hitt blaðakonuna einu sinni. Kennedy er giftur leikkonunni Cheryl Hines. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Olivia Nuzzi er einn þekktasti blaðamaður New York en viðtal hennar við Donald Trump er forsíðugrein í nýjasta hefti tímaritsins. Hún skrifaði meðal annars langa umfjöllun um Kennedy og framboð hans sem birtist í nóvember. Í henni lýsti Nuzzi meðal annars skelfilegri bílferð með Kennedy og hundum hans. Sú lífsreynsla virðist þó ekki hafa verið skelfilegri en svo að Nuzzi og Kennedy áttu í persónulega sambandi sem hún greindi vinnuveitendum sínum á tímaritinu ekki frá. Ritstjóri New York greindi starfsmönnum tímaritsins frá málinu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði að Nuzzi hefði sagt stjórnendum tímaritsins að hún hefði ekki tekið upp sambandið við Kennedy fyrr en í desember, eftir að umfjöllun hennar um hann birtist. Sambandi þeirra hafi lokið í ágúst. Rauf trúnað við lesendur Tímaritið sagði í gær að ef ritstjórar þess hefðu vitað af sambandi Nuzzi við Kennedy hefðu þeir ekki leyft henni að fjalla um forsetakosningarnar í haust. Hún hefði brotið siðareglur tímaritsins. Úttekt á störfum Nuzzi hefði ekki leitt í ljós neinar staðreyndavillur eða merki um hlutdrægni. Hún yrði engu að síður í leyfi á meðan utanaðkomandi aðili færi nánar yfir verk hennar. „Við hörmum þetta brot á trúnaði við lesendur okkar,“ sagði tímaritið í yfirlýsingu. Vefútgáfum af greinum sem Nuzzi skrifaði um Joe Biden í sumar og Donald Trump nú í haust munu fylgja athugasemdir þar sem greint er frá mögulegum hagsmunaárekstri Nuzzi. Nuzzi sagði í yfirlýsingu að samband hennar við viðmælanda hafi orðið persónulegt en nefndi ekki Kennedy á nafn. Samband þeirra hefði aldrei orðið holdlegt. Hún hefði engu að síður átt að upplýsa um sambandið. Bað hún samstarfsfélaga sína á tímaritinu afsökunar. Kennedy, sem dró framboð sitt til forseta til baka og lýsti yfir stuðningi við Trump fyrr í þessum mánuði, sagðist í yfirlýsingu aðeins hafa hitt blaðakonuna einu sinni. Kennedy er giftur leikkonunni Cheryl Hines.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira