Er um að ræða annan sigur Aftureldingar á tímabilinu þegar liðið hefur leikið þrjá leiki en útlitið er ekki eins bjart hjá liði KA sem er enn í leit að sínum fyrsta sigri.
Það var Ihor Kopyshynskyi sem fór fyrir liði Aftureldingar í markaskorun. Hann skoraði sjö mörk og Harri Halldórsson fylgdi honum fast á hæla með sex mörk.
Afturelding mætir ÍR í næstu umferð á meðan að KA heimsækir Val.