Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2024 19:31 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. Mygla fannst í húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum við Hringbraut í Reykjanesbæ. Endurbætur eru hafnar á neðri hæðinni en sú efri er ónýt og verður ekki löguð enda sögð ónothæf. Til stendur að setja upp bráðabirgða vinnuaðstöðu í gámum á svæðinu. „Það eru fangageymslur í því húsi sem er á tveimur hæðum. Það stendur til bóta en framkvæmdir ganga heldur hægt en ég vonast til að það sé hægt að spýta aðeins í lófana hvað það varðar,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Ofan á aðstöðuleysið hafi verið mikið álag á embættinu undanfarin misseri. Einkum vegna eldsumbrota á svæðinu og annríkis við landamæragæslu. „Í gegnum tíðina þá klárlega, og bersýnilega, hafa óheppilegir einstaklingar komist inn í landið og við erum svona að reyna að sporna við því að halda þessu fólki frá Íslandi.“ Myndavélakerfi líklega væntanlegt Hann bendir á að sum ríki Evrópusambandsins, til að mynda Þýskaland, hafi brugðið á það ráð að herða landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. „Það er margt að breytast og mér þykir ekki ólíklegt að á innan tíðar þá verði tekið upp myndavélakerfi, myndgreiningarkerfi á landamærunum þannig að óprúttnir aðilar og glæpamenn, bæði innlendir og erlendir, eru þá vistaðir í því kerfi og ef þeir sýna sig á landamærum þá verði þeir teknir út og höfð af þeim afskipti,“ segir Úlfar. Hann telur einnig að beita eigi sektum gegn flugfélögum sem ekki afhendi farþegalista, án þess að semja þurfi sérstaklega við Evrópusambandið um slíkt. „Það er mjög bagalegt að við skulum ekki nýta þau úrræði sem íslensk lög bjóða okkur,“ segir Úlfar. Reykjanesbær Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Lögreglumál Landamæri Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Mygla fannst í húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum við Hringbraut í Reykjanesbæ. Endurbætur eru hafnar á neðri hæðinni en sú efri er ónýt og verður ekki löguð enda sögð ónothæf. Til stendur að setja upp bráðabirgða vinnuaðstöðu í gámum á svæðinu. „Það eru fangageymslur í því húsi sem er á tveimur hæðum. Það stendur til bóta en framkvæmdir ganga heldur hægt en ég vonast til að það sé hægt að spýta aðeins í lófana hvað það varðar,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Ofan á aðstöðuleysið hafi verið mikið álag á embættinu undanfarin misseri. Einkum vegna eldsumbrota á svæðinu og annríkis við landamæragæslu. „Í gegnum tíðina þá klárlega, og bersýnilega, hafa óheppilegir einstaklingar komist inn í landið og við erum svona að reyna að sporna við því að halda þessu fólki frá Íslandi.“ Myndavélakerfi líklega væntanlegt Hann bendir á að sum ríki Evrópusambandsins, til að mynda Þýskaland, hafi brugðið á það ráð að herða landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. „Það er margt að breytast og mér þykir ekki ólíklegt að á innan tíðar þá verði tekið upp myndavélakerfi, myndgreiningarkerfi á landamærunum þannig að óprúttnir aðilar og glæpamenn, bæði innlendir og erlendir, eru þá vistaðir í því kerfi og ef þeir sýna sig á landamærum þá verði þeir teknir út og höfð af þeim afskipti,“ segir Úlfar. Hann telur einnig að beita eigi sektum gegn flugfélögum sem ekki afhendi farþegalista, án þess að semja þurfi sérstaklega við Evrópusambandið um slíkt. „Það er mjög bagalegt að við skulum ekki nýta þau úrræði sem íslensk lög bjóða okkur,“ segir Úlfar.
Reykjanesbær Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Lögreglumál Landamæri Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira